Gucci Bloom - fyrsti ilmur Alessandro Michele Kynning skrifar 21. september 2017 10:00 Yfirhönnuður Gucci, Alessandro Michele, hefur skapað sinn fyrsta ilm hjá tískuvörumerkinu sem endurspeglar þá nýju og spennandi tíma sem eiga sér stað hjá Gucci um þessar mundir „Ég vildi ríkulegan blómailm, djarfa angan sem flytur þig í huganum í dýrindis garð fullan af alls kyns blómum og plöntum. Garðurinn minnir á fegurð kvenna; litríkur, villtur, fjölbreyttur – allt er til staðar. Gucci Bloom ilmar af þessum draumkennda garði,“ segir Alessandro Michele sem segist sjálfur vera með þrjáhyggju fyrir blómum. Alessandro leggur áherslu á viðhorf nútímakonunnar sem einkennist af frelsi til að vera sú sem hún er. Litir, skraut og mynstur þessa fatahönnuðar Gucci grípa augað og konurnar sem klæðast fötum hans blómstra með náttúrulegum, skapandi og einstökum hætti. Gucci Bloom fagnar frumleika, lífskrafti og fjölbreytileika þeirra kvenna sem Alessandro hannar föt fyrir og þeirra sem deila sýn hans á lífið. Fyrir Alessandro snýst kvenleiki um að njóta lífsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Konur eiga að tjá sig eins og þær vilja og brjótast út fyrir hefðbundin mörk. Alessandro hannar alla þætti ilmsins og leggur hann áherslu á hugmynd Gucci Bloom um gleði og lífsorku í hverjum tóni ilmvatnsins, glæsilegri herferðinni og óhefðbundnu útlitinu.Frumleiki er rauði þráðurinn í sérlega hreinum, náttúrulegum ilmi.Hönnunin Ilmvatnsflaskan einkennist af fölbleikum lit á lökkuðu postulíni sem skartar Gucci merkinu í svörtum ramma. Ytri umbúðirnar eru þaktar að innan og utan með fallegu rauðu og hvítu mynstri sem sýnir lauf, greinar kirsuberjatrésins og falleg blóm. „Kvenleg hönnun flöskunnar er ekki til að heilla karlmenn heldur til að gleðja konurnar sem nota ilminn. Liturinn á ilmvatnsflöskunni og smekkleg hönnunin minnir á fyrri tíma og er flaskan ekki gerð úr gleri heldur lökkuð eftirlíking af postulíni en ég hef mikið dálæti á því efni,“ segir Alessandro.HerferðinAndlit herferðar Gucci Bloom eru leikkonan Dakota Johnson, leikkonan og fyrirsætan Hari Nef og listakonan Petra Collins.Allt eru þetta áhrifamiklar og sjálfstæðar konur sem fagna því að vera frjálsar og fullar af lífskrafti: þríeykið er ímynd nýs fjörleika Gucci merkisins og töfrandi áhrifa Gucci Bloom. #InBloom Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour "Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Glamour
Yfirhönnuður Gucci, Alessandro Michele, hefur skapað sinn fyrsta ilm hjá tískuvörumerkinu sem endurspeglar þá nýju og spennandi tíma sem eiga sér stað hjá Gucci um þessar mundir „Ég vildi ríkulegan blómailm, djarfa angan sem flytur þig í huganum í dýrindis garð fullan af alls kyns blómum og plöntum. Garðurinn minnir á fegurð kvenna; litríkur, villtur, fjölbreyttur – allt er til staðar. Gucci Bloom ilmar af þessum draumkennda garði,“ segir Alessandro Michele sem segist sjálfur vera með þrjáhyggju fyrir blómum. Alessandro leggur áherslu á viðhorf nútímakonunnar sem einkennist af frelsi til að vera sú sem hún er. Litir, skraut og mynstur þessa fatahönnuðar Gucci grípa augað og konurnar sem klæðast fötum hans blómstra með náttúrulegum, skapandi og einstökum hætti. Gucci Bloom fagnar frumleika, lífskrafti og fjölbreytileika þeirra kvenna sem Alessandro hannar föt fyrir og þeirra sem deila sýn hans á lífið. Fyrir Alessandro snýst kvenleiki um að njóta lífsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Konur eiga að tjá sig eins og þær vilja og brjótast út fyrir hefðbundin mörk. Alessandro hannar alla þætti ilmsins og leggur hann áherslu á hugmynd Gucci Bloom um gleði og lífsorku í hverjum tóni ilmvatnsins, glæsilegri herferðinni og óhefðbundnu útlitinu.Frumleiki er rauði þráðurinn í sérlega hreinum, náttúrulegum ilmi.Hönnunin Ilmvatnsflaskan einkennist af fölbleikum lit á lökkuðu postulíni sem skartar Gucci merkinu í svörtum ramma. Ytri umbúðirnar eru þaktar að innan og utan með fallegu rauðu og hvítu mynstri sem sýnir lauf, greinar kirsuberjatrésins og falleg blóm. „Kvenleg hönnun flöskunnar er ekki til að heilla karlmenn heldur til að gleðja konurnar sem nota ilminn. Liturinn á ilmvatnsflöskunni og smekkleg hönnunin minnir á fyrri tíma og er flaskan ekki gerð úr gleri heldur lökkuð eftirlíking af postulíni en ég hef mikið dálæti á því efni,“ segir Alessandro.HerferðinAndlit herferðar Gucci Bloom eru leikkonan Dakota Johnson, leikkonan og fyrirsætan Hari Nef og listakonan Petra Collins.Allt eru þetta áhrifamiklar og sjálfstæðar konur sem fagna því að vera frjálsar og fullar af lífskrafti: þríeykið er ímynd nýs fjörleika Gucci merkisins og töfrandi áhrifa Gucci Bloom. #InBloom
Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour "Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Glamour