Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2017 14:00 Manuela Ósk segir mikilvægt að huga vel að andlegri líð keppenda í Miss Universe Iceland. Vísir/Anton Brink „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt tækifæri fyrir stelpurnar sem taka þátt,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland sem fer fram næsta mánudag. „Ég er eiginlega að gera nánast allt, þetta er bara annað árið okkar og teymið er lítið svo allir eru bara í öllu. Þetta er lítið en kröftugt teymi sem hjálpast að og vinnur vel og náið saman,“ segir hún um hlutverk sitt sem framkvæmdastjóri. Framkvæmdarstjórar keppninnar eru tveir en Jorge Esteban sér um öll samskiptin við stóru Miss Universe keppnina sjálfa. „Ábyrgðin hvílir svolítið mikið á mér hérna heima eins og setja upp þetta show. Ég sé um allt tengt markaðsmálum, samskipti við styrktaraðila, vel keppendur, skipulegg æfingar og viðburði þeirra og svo framvegis.Aníta Ísey Jónsdóttir er mér við hlið en hún sér um sviðsetningu og stýrir sýningunni og semur allar innkonur. Sara Dögg Johansen er líka stór partur af teyminu, ásamt fleira góðu fólki.“ Keppa á ólíkum forsendum Manuela segir að það sé í sínum höndum að tryggja að keppendurnir fái sem mest út úr þessu ferli. 17 stúlkur taka þátt í ár og ein þeirra verður krýnd Miss Universe Iceland og fer fyrir hönd Íslands í Miss Universe keppnina. „Ég held að ungar konur taki þátt í svona keppnum af margskonar ástæðum og allar á sínum forsendum. Miss Universe er stærsta og virtasta alþjóðlega fegurðarsamkeppnin og það er draumur margra að stíga þar á svið, enda til mikils að vinna. Þetta er líka góð leið til að koma sér á framfæri, yfirstíga óöryggi og efla sjálfstraust, rækta líkama og sál og eignast góða vini. Þessi keppni er mun meira krefjandi en fólk gerir sér grein fyrir.“ Keppendur taka þátt í ýmsum viðburðum á meðan undirbúningnum stendur og segir Manuela að allt ferlið gríðarlega góð reynsla fyrir þær og skemmtilegt ferli. „Keppendur tékka inn á City Park hótel á laugardaginn þar sem þær dvelja tvær og tvær saman í herbergi fram að keppni. Þá eru þær eiginlega bara komnar í keppnina og fara ekkert án okkar. Þær eru sóttar og keyrðar milli staða en þær æfa í Gamla Bíó yfir helgina og fara út að borða saman á kvöldin. Auk þess eru dómaraviðtöl, náttfatapartý og í raun alveg þétt dagskrá alla helgina. Herbergisfélagar skiptast svo á gjöfum og það myndast alveg virkilega skemmtileg stemming.“ Mikilvægt að hausinn sé í lagi Manuela segir að keppendur séu meðal annars þjálfaðir í framkomu og samskiptatækni en þær þurfa að svara spurningum á sviðinu, eins og tíðkast í keppnum erlendis. Spurningin er á ensku og þær hafa 30 sekúndur til að svara. „Ég held að þær séu mest stressaðar fyrir spurningunum, enda hafa þær ekki hugmynd um hvað þær verða spurða út í. Margar þeirra vilja koma sér á framfæri og þetta er góður stökkpallur.“ Hún segir að mikið sé hugsað um andlega hlið keppenda og notar Manuela sína eigin reynslu til þess að leiðbeina keppendum. Manuela var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002 og átti síðan að keppa í Miss Universe í kjölfarið en veiktist í keppnisferlinu og lenti á spítala í Panama, þar sem keppnin fór fram. Hún missti því af keppninni þrátt fyrir að hafa tekið þátt í öllu ferlinu. „Mér finnst mikilvægt að þeim líði vel og að þær séu stoltar og ánægðar með sig, á allan hátt. Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit. Þær hugsa vel um sig og eru vissulega til fyrirmyndar hvað varðar heilbrigt líferni og hugarfar. Hugarfar er nefnilega svo mikilvægt. Við stjórnum svo miklu með okkar eigin hugarfari og jákvætt hugarfar kemur manni langt.“ Sjálf segist Manuela vera mjög meðvituð um það hversu mikilvægt sé að keppendur séu með hausinn í lagi í keppni sem þessari, hún þekki hvern krók og kima í svona keppni. „Ég veit hversu hættulegt það er að dansa á þessari línu. Ég er ofboðslega dugleg að miðla minni reynslu til stelpnanna og hvetja þær og styrkja. Það er mín ósk að engin þeirra upplifi óöryggi eða finnst hún vera undir einhverri pressu til þess að breyta sér hvað varðar útlit.“Ætlar ekki að sýna frá keppninni Manuela segir að hópurinn sé þéttur og sumar hafi jafnvel þekkst fyrir keppnina. „Maður finnur það samt núna viku fyrir keppni að það er komið mikið stress, það hafa aldrei verið nein rifrildi en maður finnur að þær eru stressaðar þó að þær séu auðvitað meira spenntar. Þær mega ekkert við miklu. Þær eru mjög góðar vinkonur og góðar við hver aðra en það er meira ég sem fæ að finna fyrir því að þær eru stressaðar. Það er samt gott að finna hvað þær eru allar með mikinn metnað og hvað þær vilja standa sig vel, þær leggja mikið í þetta.“ Í upphafi voru 18 keppendur en ein stúlknanna valdi að hætta í miðju ferlinu en undirbúningstíminn er þrír mánuðir. Keppnin er ekki sýnd í sjónvarpi eða á netinu og eru fjölmiðlar ekki boðnir á lokakvöldið. „Ég vil ekki að keppnin sé sýnd neins staðar þar sem mér finnst það ekki sanngjarnt gagnvart stelpunum sem eru að taka þátt. Íslendingar geta verið svo neikvæðir og dómharðir, sem mér finnst oft vera bara fáfræði. Fólk hefur ekki kynnt sér hvað keppnin stendur fyrir, hvað hún býður upp á og svo framvegis. Þær fá því kannski umtal sem þær eiga ekki skilið, þær verða auðvelt skormark og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Við nennum því ekkert.“ Manuela segir að eitthvað hafi verið um neikvæð ummæli í kringum keppnina á síðasta ári. „Auðvitað er þetta samt partur af þessu. Það er augljóst að ef maður ætlar að taka þetta skref og vera áberandi í litlu samfélagi þá þarftu að geta tekið neikvæðu umtali eins og öðru. Mér finnst samt á þessum tímapunkti óþarfi að bjóða upp á það.“ Hún útilokar þó ekki að það verði sýnt frá Miss Universe Iceland keppnum í framtíðinni. Væri ekki á sama stað í dag „Ég vil bara að þeim líði vel og þær séu stoltar af sjálfum sér og ánægðar með sig. Það er líka það sem keppnin stendur fyrir, þeirra slagorð er „confidently beautiful,“ styrkurinn felst í sjálfsöryggi og sjálfstrausti. Það er svo fallegt að sjá í ungum konum - að þeim virkilega líðu vel í eigin skinni og hafi trú á sjálfri sér.“ Manuela segir að sér finnst erfitt að segja eitthvað neikvætt um sína reynslu af fegurðarsamkeppni þar sem hún hafi unnið og það hafi hjálpað henni á ýmsum sviðum í lífinu síðan. „Ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag og væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ég hefði ekki unnið keppnina. Þetta var frábært tækifæri og ég er virkilega þakklát. Mörgum af mínum bestu vinkonum í dag kynntist ég í Ungfrú Ísland.“ Manuela hefði þó viljað fá meiri undirbúning og aðstoð fyrir keppnina úti, Miss Universe. Sjálf hafi hún aðeins fengið afhentan flugmiða og hefði þurft að redda restinni sjálf. Manuela hefur því lagt mikið upp úr því að sú sem verður valin Miss Universe Iceland fái allan þann undirbúning sem hún þarf til þess að geta keppt í Miss Universe og þurfi ekki að leggja út fyrir neinu sjálf. „Hún fer í tveggja vikna ferð til Bandaríkjanna eftir keppnina og fær þar að velja sér síðkjóla fyrir 5.000 dali, föt fyrir sömu upphæð, myndatökur og alla þá þjálfun sem hún þarf - hún þarf engu að redda sjálf eða leggja út kostnað fyrir neinu.“Manuela Ósk segir að keppnin geti verið góður stökkpallur fyrir keppendur.Vísir/Aron BrinkÁnægðar með líkamann Hildur María Leifsdóttir sem var krýnd Miss Universe Iceland á síðasta ári keppti í Miss Universe á Filipseyjum og hefur síðan skoðað heiminn og fengið mikið af skemmtilegum tækifærum. Alþjóðleg dómnefnd dæmir í Miss Universe Iceland á mánudaginn og gefa dómarar keppendum stig útfrá dómaraviðtölum og frammistöðu þeirra á keppninni sjálfri, bæði í sundfötum og síðkjól. Aðspurð hvort sundfatakeppnin sé ekki barn síns tíma svarar hún því neitandi. „Ég skil þessi rök en fyrir mér er þetta bara partur af þessu. Eins lengi og stelpunum finnst þetta gaman þá er það ekki annarra að dæma. Valið er þeirra. Af hverju þurfum við að vera svona feimnar með líkamann okkar?“ Velja sjálfar textann á borðann Allar stelpurnar eru með borða á sér í keppninni en nöfnin á þeim vöktu mikla athygli í síðustu keppni, Hildur María sem vann var einmitt merkt Miss Glacier Lagoon. „Þetta eru reglur að utan að þær séu með borða á sviðinu og svo hjálpar þetta líka dómnefndinni þar sem íslensk nöfn eru oft erfið. Í keppnum erlendis eru stúlkurnar til dæmis merktar sínum bæ eða sínu fylki eins og í Bandaríkjunum. Stelpurnar fengu lista og þær máttu velja eitthvað sem þær vildu eða fannst passa sér best. Sumar eru með bæjarfélagið sitt en aðrar eru með uppáhalds staðinn sinn á landinu eða eitthvað annað.“ Það eru tvær stelpur sem taka þátt sem voru líka keppendur í Miss Universe Iceland í fyrra og Arna Ýr Jónsdóttir er einnig á meðal keppenda en hún hefur nú þegar unnið Miss World Iceland eða Ungfrú Ísland. „Þú getur keppt eins oft og þú vilt, svo lengi sem þú ert á aldrinum 18 til 28 ára, ógift og barnlaus,“ útskýrir Manuela. Keppnin fer fram í Gamla bíó á mánudagskvöldið og miðasala fer fram á Tix.is en áhugasamir geta fylgst með keppendum á Snapchat undir notendanafninu missuniverseice. Miss Universe Iceland Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Þetta er ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt tækifæri fyrir stelpurnar sem taka þátt,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland sem fer fram næsta mánudag. „Ég er eiginlega að gera nánast allt, þetta er bara annað árið okkar og teymið er lítið svo allir eru bara í öllu. Þetta er lítið en kröftugt teymi sem hjálpast að og vinnur vel og náið saman,“ segir hún um hlutverk sitt sem framkvæmdastjóri. Framkvæmdarstjórar keppninnar eru tveir en Jorge Esteban sér um öll samskiptin við stóru Miss Universe keppnina sjálfa. „Ábyrgðin hvílir svolítið mikið á mér hérna heima eins og setja upp þetta show. Ég sé um allt tengt markaðsmálum, samskipti við styrktaraðila, vel keppendur, skipulegg æfingar og viðburði þeirra og svo framvegis.Aníta Ísey Jónsdóttir er mér við hlið en hún sér um sviðsetningu og stýrir sýningunni og semur allar innkonur. Sara Dögg Johansen er líka stór partur af teyminu, ásamt fleira góðu fólki.“ Keppa á ólíkum forsendum Manuela segir að það sé í sínum höndum að tryggja að keppendurnir fái sem mest út úr þessu ferli. 17 stúlkur taka þátt í ár og ein þeirra verður krýnd Miss Universe Iceland og fer fyrir hönd Íslands í Miss Universe keppnina. „Ég held að ungar konur taki þátt í svona keppnum af margskonar ástæðum og allar á sínum forsendum. Miss Universe er stærsta og virtasta alþjóðlega fegurðarsamkeppnin og það er draumur margra að stíga þar á svið, enda til mikils að vinna. Þetta er líka góð leið til að koma sér á framfæri, yfirstíga óöryggi og efla sjálfstraust, rækta líkama og sál og eignast góða vini. Þessi keppni er mun meira krefjandi en fólk gerir sér grein fyrir.“ Keppendur taka þátt í ýmsum viðburðum á meðan undirbúningnum stendur og segir Manuela að allt ferlið gríðarlega góð reynsla fyrir þær og skemmtilegt ferli. „Keppendur tékka inn á City Park hótel á laugardaginn þar sem þær dvelja tvær og tvær saman í herbergi fram að keppni. Þá eru þær eiginlega bara komnar í keppnina og fara ekkert án okkar. Þær eru sóttar og keyrðar milli staða en þær æfa í Gamla Bíó yfir helgina og fara út að borða saman á kvöldin. Auk þess eru dómaraviðtöl, náttfatapartý og í raun alveg þétt dagskrá alla helgina. Herbergisfélagar skiptast svo á gjöfum og það myndast alveg virkilega skemmtileg stemming.“ Mikilvægt að hausinn sé í lagi Manuela segir að keppendur séu meðal annars þjálfaðir í framkomu og samskiptatækni en þær þurfa að svara spurningum á sviðinu, eins og tíðkast í keppnum erlendis. Spurningin er á ensku og þær hafa 30 sekúndur til að svara. „Ég held að þær séu mest stressaðar fyrir spurningunum, enda hafa þær ekki hugmynd um hvað þær verða spurða út í. Margar þeirra vilja koma sér á framfæri og þetta er góður stökkpallur.“ Hún segir að mikið sé hugsað um andlega hlið keppenda og notar Manuela sína eigin reynslu til þess að leiðbeina keppendum. Manuela var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002 og átti síðan að keppa í Miss Universe í kjölfarið en veiktist í keppnisferlinu og lenti á spítala í Panama, þar sem keppnin fór fram. Hún missti því af keppninni þrátt fyrir að hafa tekið þátt í öllu ferlinu. „Mér finnst mikilvægt að þeim líði vel og að þær séu stoltar og ánægðar með sig, á allan hátt. Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit. Þær hugsa vel um sig og eru vissulega til fyrirmyndar hvað varðar heilbrigt líferni og hugarfar. Hugarfar er nefnilega svo mikilvægt. Við stjórnum svo miklu með okkar eigin hugarfari og jákvætt hugarfar kemur manni langt.“ Sjálf segist Manuela vera mjög meðvituð um það hversu mikilvægt sé að keppendur séu með hausinn í lagi í keppni sem þessari, hún þekki hvern krók og kima í svona keppni. „Ég veit hversu hættulegt það er að dansa á þessari línu. Ég er ofboðslega dugleg að miðla minni reynslu til stelpnanna og hvetja þær og styrkja. Það er mín ósk að engin þeirra upplifi óöryggi eða finnst hún vera undir einhverri pressu til þess að breyta sér hvað varðar útlit.“Ætlar ekki að sýna frá keppninni Manuela segir að hópurinn sé þéttur og sumar hafi jafnvel þekkst fyrir keppnina. „Maður finnur það samt núna viku fyrir keppni að það er komið mikið stress, það hafa aldrei verið nein rifrildi en maður finnur að þær eru stressaðar þó að þær séu auðvitað meira spenntar. Þær mega ekkert við miklu. Þær eru mjög góðar vinkonur og góðar við hver aðra en það er meira ég sem fæ að finna fyrir því að þær eru stressaðar. Það er samt gott að finna hvað þær eru allar með mikinn metnað og hvað þær vilja standa sig vel, þær leggja mikið í þetta.“ Í upphafi voru 18 keppendur en ein stúlknanna valdi að hætta í miðju ferlinu en undirbúningstíminn er þrír mánuðir. Keppnin er ekki sýnd í sjónvarpi eða á netinu og eru fjölmiðlar ekki boðnir á lokakvöldið. „Ég vil ekki að keppnin sé sýnd neins staðar þar sem mér finnst það ekki sanngjarnt gagnvart stelpunum sem eru að taka þátt. Íslendingar geta verið svo neikvæðir og dómharðir, sem mér finnst oft vera bara fáfræði. Fólk hefur ekki kynnt sér hvað keppnin stendur fyrir, hvað hún býður upp á og svo framvegis. Þær fá því kannski umtal sem þær eiga ekki skilið, þær verða auðvelt skormark og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Við nennum því ekkert.“ Manuela segir að eitthvað hafi verið um neikvæð ummæli í kringum keppnina á síðasta ári. „Auðvitað er þetta samt partur af þessu. Það er augljóst að ef maður ætlar að taka þetta skref og vera áberandi í litlu samfélagi þá þarftu að geta tekið neikvæðu umtali eins og öðru. Mér finnst samt á þessum tímapunkti óþarfi að bjóða upp á það.“ Hún útilokar þó ekki að það verði sýnt frá Miss Universe Iceland keppnum í framtíðinni. Væri ekki á sama stað í dag „Ég vil bara að þeim líði vel og þær séu stoltar af sjálfum sér og ánægðar með sig. Það er líka það sem keppnin stendur fyrir, þeirra slagorð er „confidently beautiful,“ styrkurinn felst í sjálfsöryggi og sjálfstrausti. Það er svo fallegt að sjá í ungum konum - að þeim virkilega líðu vel í eigin skinni og hafi trú á sjálfri sér.“ Manuela segir að sér finnst erfitt að segja eitthvað neikvætt um sína reynslu af fegurðarsamkeppni þar sem hún hafi unnið og það hafi hjálpað henni á ýmsum sviðum í lífinu síðan. „Ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag og væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ég hefði ekki unnið keppnina. Þetta var frábært tækifæri og ég er virkilega þakklát. Mörgum af mínum bestu vinkonum í dag kynntist ég í Ungfrú Ísland.“ Manuela hefði þó viljað fá meiri undirbúning og aðstoð fyrir keppnina úti, Miss Universe. Sjálf hafi hún aðeins fengið afhentan flugmiða og hefði þurft að redda restinni sjálf. Manuela hefur því lagt mikið upp úr því að sú sem verður valin Miss Universe Iceland fái allan þann undirbúning sem hún þarf til þess að geta keppt í Miss Universe og þurfi ekki að leggja út fyrir neinu sjálf. „Hún fer í tveggja vikna ferð til Bandaríkjanna eftir keppnina og fær þar að velja sér síðkjóla fyrir 5.000 dali, föt fyrir sömu upphæð, myndatökur og alla þá þjálfun sem hún þarf - hún þarf engu að redda sjálf eða leggja út kostnað fyrir neinu.“Manuela Ósk segir að keppnin geti verið góður stökkpallur fyrir keppendur.Vísir/Aron BrinkÁnægðar með líkamann Hildur María Leifsdóttir sem var krýnd Miss Universe Iceland á síðasta ári keppti í Miss Universe á Filipseyjum og hefur síðan skoðað heiminn og fengið mikið af skemmtilegum tækifærum. Alþjóðleg dómnefnd dæmir í Miss Universe Iceland á mánudaginn og gefa dómarar keppendum stig útfrá dómaraviðtölum og frammistöðu þeirra á keppninni sjálfri, bæði í sundfötum og síðkjól. Aðspurð hvort sundfatakeppnin sé ekki barn síns tíma svarar hún því neitandi. „Ég skil þessi rök en fyrir mér er þetta bara partur af þessu. Eins lengi og stelpunum finnst þetta gaman þá er það ekki annarra að dæma. Valið er þeirra. Af hverju þurfum við að vera svona feimnar með líkamann okkar?“ Velja sjálfar textann á borðann Allar stelpurnar eru með borða á sér í keppninni en nöfnin á þeim vöktu mikla athygli í síðustu keppni, Hildur María sem vann var einmitt merkt Miss Glacier Lagoon. „Þetta eru reglur að utan að þær séu með borða á sviðinu og svo hjálpar þetta líka dómnefndinni þar sem íslensk nöfn eru oft erfið. Í keppnum erlendis eru stúlkurnar til dæmis merktar sínum bæ eða sínu fylki eins og í Bandaríkjunum. Stelpurnar fengu lista og þær máttu velja eitthvað sem þær vildu eða fannst passa sér best. Sumar eru með bæjarfélagið sitt en aðrar eru með uppáhalds staðinn sinn á landinu eða eitthvað annað.“ Það eru tvær stelpur sem taka þátt sem voru líka keppendur í Miss Universe Iceland í fyrra og Arna Ýr Jónsdóttir er einnig á meðal keppenda en hún hefur nú þegar unnið Miss World Iceland eða Ungfrú Ísland. „Þú getur keppt eins oft og þú vilt, svo lengi sem þú ert á aldrinum 18 til 28 ára, ógift og barnlaus,“ útskýrir Manuela. Keppnin fer fram í Gamla bíó á mánudagskvöldið og miðasala fer fram á Tix.is en áhugasamir geta fylgst með keppendum á Snapchat undir notendanafninu missuniverseice.
Miss Universe Iceland Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira