Risasveitin Foreigner til Íslands Benedikt Bóas skrifar 22. september 2017 11:00 Bruce Watson og sjálfur meistarinn Mick Jones að fremja einhvern stórkostlegan gjörning á gítarana. Jones er orðinn 72 ára en lætur engan bilbug á sér finna. Getty Föstudagskvöldið 18. maí á næsta ári mun hin goðsagnakennda hljómsveit Foreigner heimsækja Ísland í fyrsta sinn. Foreigner þarf vart að kynna fyrir almenningi en sveitin hefur selt yfir 75 milljónir platna á ferlinum sem nær yfir 40 ára tímabil, og fagnar þeim áfanga nú á tónleikaferðalagi um heiminn. Sveitin hefur verið álitin ein vinsælasta rokkhljómsveit heims og mun koma beint frá The Royal Albert Hall í Bretlandi og ættu Íslendingar því að fá sveitina í toppformi í Laugardalshöllinni en hún hefur verið að fá frábæra dóma fyrir tónleika sína að undanförnu. Hljómsveitin fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum fyrir tónleikana sína í Denver í byrjun mánaðarins. Fékk hún mikið hrós og góða einkunn fyrir að byrja tónleikana á réttum tíma. Sveitin hefur sent frá sér tíu platínuplötur og 16 alþjóðlega smelli sem allir hafa náð inn á topp 30 í Bandaríkjunum. Árið 1986 var lag hennar Urgent á toppi íslenska vinsældalistans hér á landi í nokkrar vikur. Sveitin hefur verið að taka öll sín þekktustu lög og má búast við að þakið á Laugardalshöll hreinlega fari af þegar áhorfendur kyrja, I want to know what love is, sem flestir jarðarbúar þekkja. Þeir Mick Jones og félagar gáfu út sína fyrstu plötu árið 1977 sem hét einfaldlega Foreigner. Hún seldist í um þremur milljónum eintaka. Járnið var hamrað fyrst það var svona rjúkandi heitt og önnur platan sem heitir Double Vision kom ári síðar. Ekki fékk hún síðri viðtökur en fyrsta platan og tvö lög náðu miklum vinsældum, Hot Blooded og titillagið, Double Vision. Það ár var hljómsveitin aðalnúmerið á Reading-hátíðinni. Áfram var haldið og 1979 kom platan Head Games sem seldist einnig vel. En það örlaði á pirringi og farið var í mannabreytingar. Árið1981 sendi hljómsveitin fjórðu plötu sína í búðarhillur sem sló þeim fyrri við hvað sölutölur varðar. Hún fór til að mynda rakleitt í efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Reyndar skipti engu hvert litið var, Foreigner var vinsæl beggja vegna Atlantshafsins og er það enn. Miðasala hefst eftir slétta viku á Midi.is og verður takmarkaður miðafjöldi í boði. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Föstudagskvöldið 18. maí á næsta ári mun hin goðsagnakennda hljómsveit Foreigner heimsækja Ísland í fyrsta sinn. Foreigner þarf vart að kynna fyrir almenningi en sveitin hefur selt yfir 75 milljónir platna á ferlinum sem nær yfir 40 ára tímabil, og fagnar þeim áfanga nú á tónleikaferðalagi um heiminn. Sveitin hefur verið álitin ein vinsælasta rokkhljómsveit heims og mun koma beint frá The Royal Albert Hall í Bretlandi og ættu Íslendingar því að fá sveitina í toppformi í Laugardalshöllinni en hún hefur verið að fá frábæra dóma fyrir tónleika sína að undanförnu. Hljómsveitin fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum fyrir tónleikana sína í Denver í byrjun mánaðarins. Fékk hún mikið hrós og góða einkunn fyrir að byrja tónleikana á réttum tíma. Sveitin hefur sent frá sér tíu platínuplötur og 16 alþjóðlega smelli sem allir hafa náð inn á topp 30 í Bandaríkjunum. Árið 1986 var lag hennar Urgent á toppi íslenska vinsældalistans hér á landi í nokkrar vikur. Sveitin hefur verið að taka öll sín þekktustu lög og má búast við að þakið á Laugardalshöll hreinlega fari af þegar áhorfendur kyrja, I want to know what love is, sem flestir jarðarbúar þekkja. Þeir Mick Jones og félagar gáfu út sína fyrstu plötu árið 1977 sem hét einfaldlega Foreigner. Hún seldist í um þremur milljónum eintaka. Járnið var hamrað fyrst það var svona rjúkandi heitt og önnur platan sem heitir Double Vision kom ári síðar. Ekki fékk hún síðri viðtökur en fyrsta platan og tvö lög náðu miklum vinsældum, Hot Blooded og titillagið, Double Vision. Það ár var hljómsveitin aðalnúmerið á Reading-hátíðinni. Áfram var haldið og 1979 kom platan Head Games sem seldist einnig vel. En það örlaði á pirringi og farið var í mannabreytingar. Árið1981 sendi hljómsveitin fjórðu plötu sína í búðarhillur sem sló þeim fyrri við hvað sölutölur varðar. Hún fór til að mynda rakleitt í efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Reyndar skipti engu hvert litið var, Foreigner var vinsæl beggja vegna Atlantshafsins og er það enn. Miðasala hefst eftir slétta viku á Midi.is og verður takmarkaður miðafjöldi í boði.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira