Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 21-25 | Stjarnan með sinn fyrsta sigur Sonja Björk Jónsdóttir skrifar 24. september 2017 20:30 Þórey Anna Ásgeirsdóttir er í lykilhlutverki hjá Stjörnunni. vísir/ernir Stjarnan hafði betur gegn Haukum, 21-25, á Ásvöllum í þriðju umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Haukar voru yfir í hálfleik 11-8 eftir frábæran fyrri hálfleik liðsins. Heimastúlkur hófu leikinn að krafti og gekk Stjörnunni illa að finna glufur á þéttri vörn Hauka en í lið Stjörnunnar vantaði leikstjórnanda liðsins, Rakel Dögg Bragadóttur. Það kom þó ekki að sök því liðið kom ógnarsterkt inní seinni hálfleikinn. Leikurinn var nokkuð jafn framan af í seinni hálfleik, en Guðrún Erla Bjarnadóttir meiddist í stöðunni 15-12 og eftir það misstu Haukastúlkur tökin á leiknum og Stjörnustúlkur nýttu sér það.Af hverju vann Stjarnan? Haukar urðu fyrir áfalli á 38. mínútu, misstu þar sterkan leikmann, Guðrúnu Erlu, útaf vegna meiðsla. Stjarnan nýtir sér það og nær yfirhöndinni í leiknum, þær komast yfir í fyrsta skiptið í leiknum síðasta stundarfjórðunginn og kláruðu leikinn örugglega.Þessar stóðu upp úr: Í fyrri hálfleik lokaði markvörður Hauka, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, gjörsamlega markinu, var frábær, varði 3 víti og var með yfir 40% markvörslu í leiknum. Í liði Stjörnunnar var Ramune Pekarskyte atkvæðamest með 10 mörk og Stefanía Theodórsdóttir kom einnig sterk inní seinni hálfleikinn.Hvað gekk illa? Stjarnan átti í erfiðleikum með bæði vörn Hauka í fyrri hálfleik og Elínu Jónu í markinu. Eftir að Guðrún Erla fór útaf misstu Haukastúlkur forystuna og áttu erfitt með að halda haus eftir það. Hvað gerist næst? Tveggja vikna pása er framundan, 4. umferð deildarinnar hefst 8. október, þar mætast Stjarnan og Valur og Haukar fara í heimsókn í Grafarvoginn þar sem þær mæta Fjölni.Harri: Sýndum að við erum ekki einn leikmaður heldur heildin Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir leik. Stjarnan byrjaði illa og leit út fyrir að fjarvera Rakelar Daggar væri að hafa mikil áhrif á leik Stjörnunnar í dag. „Auðvitað saknar maður Rakelar, maður saknar bara allra leikmanna þegar þeir eru ekki til staðar. En það var líka bara svolítið leikmannanna að sýna að við erum ekki bara einn leikmaður heldur heildin og mér fannst við sýna það í dag, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Harri. „Við vorum að skjóta illa í fyrri hálfleik og vorum að nýta dauðafærin illa hvað eftir annað. Í seinni hálfleik fundum við lausnir á sóknarleiknum og fórum að nýta færin okkar.“Elías Már: Vorum miklu betri fyrstu 40 mínúturnar „Mér finnst við bara eiga hrós skilið eftir fyrstu 40 mínúturnar, við vorum algjörlega með þær. Við lendum í smá veseni eftir 40 mínútur, Guðrún Erla dettur út og við missum aðeins taktinn í sókninni, fáum á okkur eitthvað af hraðaupphlaupum og það kostar okkur eiginlega leikinn,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka. Aðspurður um meiðsli Guðrúnar Erlu sagði Elías: „Hún fór uppá spítala og lét kíkja á þetta, ég held að hún hafi farið úr lið en við vonum að þetta sé ekki alvarlegt.“ Þetta er þá ekki í fyrsta skipti sem Guðrún Erla fer úr axlarlið en hún hefur áður verið frá keppni eftir að hafa farið úr axlarlið og gæti þetta því reynst dýrt fyrir Hauka eins og sást eftir að hún meiddist í dag. „Hún var búin að stýra þessu mjög vel og boltin gegnur vel í gegn um hana, það hefur kannski farið svolítið með það að takturinn datt aðeins niður og á móti góðu liði eins og Stjörnunni þá var þetta bara of dýrt.“ Olís-deild kvenna
Stjarnan hafði betur gegn Haukum, 21-25, á Ásvöllum í þriðju umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Haukar voru yfir í hálfleik 11-8 eftir frábæran fyrri hálfleik liðsins. Heimastúlkur hófu leikinn að krafti og gekk Stjörnunni illa að finna glufur á þéttri vörn Hauka en í lið Stjörnunnar vantaði leikstjórnanda liðsins, Rakel Dögg Bragadóttur. Það kom þó ekki að sök því liðið kom ógnarsterkt inní seinni hálfleikinn. Leikurinn var nokkuð jafn framan af í seinni hálfleik, en Guðrún Erla Bjarnadóttir meiddist í stöðunni 15-12 og eftir það misstu Haukastúlkur tökin á leiknum og Stjörnustúlkur nýttu sér það.Af hverju vann Stjarnan? Haukar urðu fyrir áfalli á 38. mínútu, misstu þar sterkan leikmann, Guðrúnu Erlu, útaf vegna meiðsla. Stjarnan nýtir sér það og nær yfirhöndinni í leiknum, þær komast yfir í fyrsta skiptið í leiknum síðasta stundarfjórðunginn og kláruðu leikinn örugglega.Þessar stóðu upp úr: Í fyrri hálfleik lokaði markvörður Hauka, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, gjörsamlega markinu, var frábær, varði 3 víti og var með yfir 40% markvörslu í leiknum. Í liði Stjörnunnar var Ramune Pekarskyte atkvæðamest með 10 mörk og Stefanía Theodórsdóttir kom einnig sterk inní seinni hálfleikinn.Hvað gekk illa? Stjarnan átti í erfiðleikum með bæði vörn Hauka í fyrri hálfleik og Elínu Jónu í markinu. Eftir að Guðrún Erla fór útaf misstu Haukastúlkur forystuna og áttu erfitt með að halda haus eftir það. Hvað gerist næst? Tveggja vikna pása er framundan, 4. umferð deildarinnar hefst 8. október, þar mætast Stjarnan og Valur og Haukar fara í heimsókn í Grafarvoginn þar sem þær mæta Fjölni.Harri: Sýndum að við erum ekki einn leikmaður heldur heildin Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir leik. Stjarnan byrjaði illa og leit út fyrir að fjarvera Rakelar Daggar væri að hafa mikil áhrif á leik Stjörnunnar í dag. „Auðvitað saknar maður Rakelar, maður saknar bara allra leikmanna þegar þeir eru ekki til staðar. En það var líka bara svolítið leikmannanna að sýna að við erum ekki bara einn leikmaður heldur heildin og mér fannst við sýna það í dag, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Harri. „Við vorum að skjóta illa í fyrri hálfleik og vorum að nýta dauðafærin illa hvað eftir annað. Í seinni hálfleik fundum við lausnir á sóknarleiknum og fórum að nýta færin okkar.“Elías Már: Vorum miklu betri fyrstu 40 mínúturnar „Mér finnst við bara eiga hrós skilið eftir fyrstu 40 mínúturnar, við vorum algjörlega með þær. Við lendum í smá veseni eftir 40 mínútur, Guðrún Erla dettur út og við missum aðeins taktinn í sókninni, fáum á okkur eitthvað af hraðaupphlaupum og það kostar okkur eiginlega leikinn,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka. Aðspurður um meiðsli Guðrúnar Erlu sagði Elías: „Hún fór uppá spítala og lét kíkja á þetta, ég held að hún hafi farið úr lið en við vonum að þetta sé ekki alvarlegt.“ Þetta er þá ekki í fyrsta skipti sem Guðrún Erla fer úr axlarlið en hún hefur áður verið frá keppni eftir að hafa farið úr axlarlið og gæti þetta því reynst dýrt fyrir Hauka eins og sást eftir að hún meiddist í dag. „Hún var búin að stýra þessu mjög vel og boltin gegnur vel í gegn um hana, það hefur kannski farið svolítið með það að takturinn datt aðeins niður og á móti góðu liði eins og Stjörnunni þá var þetta bara of dýrt.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti