Audi RS7 verður 700 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2017 10:19 Audi RS7 verður ekkert lamb að leika sér við. Næsta kynslóð Audi RS7 verður enginn kettlingur ef marka má fréttir frá höfuðstöðvum Audi. Þegar nýr Audi RS7 verður kynntur seint á næsta ári mun hann skarta 700 hestafla drifrás sem nýtur aðstoðar rafmagnsmótora. Brunavélin í bílnum verður 4,0 lítra V8 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar hún ein 650 hestöflum. Bæta rafmótorarnir við 50 hestöflum við það rífandi afl. Hægt verður að kaupa Audi RS7 án rafmótoranna og er bíllinn þá „aðeins“ 650 hestöfl og með 813 Nm tog. Rafmótorarnir sem bætast við eru þeir sömu og eru í Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid, en Audi og Porsche eru í eigu sama aðila, þ.e. Volkswagen. Það vekur athygli að nýr Audi RS7 með rafmagnsmótorum verði öflugri en Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid, sem er 680 hestöfl. Sá bíll er litlar 3,4 sekúndur í hundraðið og því má búast við því að Audi RS7 verði enn sneggri, ekki síst vegna þess að hann er ögn minni bíll. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Næsta kynslóð Audi RS7 verður enginn kettlingur ef marka má fréttir frá höfuðstöðvum Audi. Þegar nýr Audi RS7 verður kynntur seint á næsta ári mun hann skarta 700 hestafla drifrás sem nýtur aðstoðar rafmagnsmótora. Brunavélin í bílnum verður 4,0 lítra V8 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar hún ein 650 hestöflum. Bæta rafmótorarnir við 50 hestöflum við það rífandi afl. Hægt verður að kaupa Audi RS7 án rafmótoranna og er bíllinn þá „aðeins“ 650 hestöfl og með 813 Nm tog. Rafmótorarnir sem bætast við eru þeir sömu og eru í Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid, en Audi og Porsche eru í eigu sama aðila, þ.e. Volkswagen. Það vekur athygli að nýr Audi RS7 með rafmagnsmótorum verði öflugri en Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid, sem er 680 hestöfl. Sá bíll er litlar 3,4 sekúndur í hundraðið og því má búast við því að Audi RS7 verði enn sneggri, ekki síst vegna þess að hann er ögn minni bíll.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent