Hryllingurinn í hversdagsleikanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. september 2017 10:15 Cyber gefur út plötuna Horror í næsta mánuði en hún fjallar um hrylling hversdagsleikans. Mynd/Hrefna Björg „Þetta er aðeins meiri fullorðinsplata en fyrri verk. Við unnum hana á aðeins lengri tíma og hún er aðeins lengri – þrettán lög. Upprunalega hugmyndin var að gera hryllings-konseptplötu og við lögðum upp með það. En ég veit ekki alveg hvort þetta teljist til konseptplötu, kannski svona mitt á milli. Það er allavega mikil uppbygging og endurtekning, og í rauninni frásögn, þó að það sé kannski ekki alveg línuleg frásögn,“ segir Salka Valsdóttir úr Cyber en sveitin gefur út plötu þann 13. október – föstudaginn þrettánda – sem nefnist Horror. Í kvöld frumsýna þær svo myndband við lagið Psycho, en það er jafnframt fyrsti „singúll“ plötunnar. „Við vorum dálítið mikið að reyna að finna hryllinginn í hversdagsleikanum, í þessum hlutum sem við gerum á hverjum degi – djamminu, að vera í sambandi, að vera ekki í sambandi og aftur sambandi, ekki sambandi. Við tengjum öll við þetta en við erum að setja þetta í búning sem okkur fannst spennandi að leika okkur með. Hljóðheimarnir eru miklu meira unnir og útpældir en þeir hafa verið í fyrri verkefnum. Við pródúseruðum aðeins meira sjálfar, ég kom miklu nánar að öllum hljóðheiminum en ég hef gert áður.“ Salka er eins og hún segir með hendurnar á tökkunum á plötunni en einnig er heill hellingur af gestum: Marmari, en hann hefur verið að gera takta fyrir þær áður, Young Nazareth úr Sturlu Atlas og fleiru – en hann pródúserar Psycho, Helgi Sæmundur úr Úlfur Úlfur kemur að borðinu, tónskáldið SiGRÚN, Sólveig Matthildur úr Kælunni miklu og fleiri, en hér er einungis talið upp fólkið sem kemur að tónheiminum.Rappandi gestir eru Countess Malaise sem er einmitt gestur í Psycho, Emmsjé Gauti, Young Karin, Karó, Geimfarar, Hatari og fleiri. „Það er svolítið stór hópur af fólki sem gerði þetta með okkur. Það er frekar erfitt að gera samheldna plötu í sándi og textum og sem flæðir fallega saman þegar maður vinnur með svona mörgum. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að reyna það og held að það hafi tekist vel.“ Salka segir plötuna hafa verið, að mestu, í vinnslu frá áramótum, sirka níu mánuði „eins og barn“, eða síðan þær gáfu út EP plötuna Boys á miðnætti um áramótin síðustu, sem Salka segir alls ekki vera langan tíma þó henni líði eins og þetta hafi tekið heila eilífið. Útgáfutónleikarnir verða haldnir á Húrra þennan sama föstudag og platan kemur út. Young Karin og Geisha Cartel hita upp og allir sem koma fram á plötunni munu mæta sem gestir – svo úr verður væntanlega ein heljarinnar tónlistarveisla.Sálfræðitími á Aktu taktu „Þessi vídeóhugmynd kom fyrir löngu síðan; okkur langaði að búa til myndband tekið upp á Aktu taktu, en við erum eiginlega alltaf á Aktu taktu og mikið af textunum er tekið upp á rúntinum. Draumurinn er að fá Cyber-borgara á Aktu taktu. Við erum að vona að myndbandið verði rosalega vinsælt og hann verði að veruleika,“ segir Salka beðin að lýsa því hvað sé að gerast í myndbandinu og laginu sem verður frumsýnt á Prikinu í kvöld. „Við vorum eiginlega að grafa það upp sem óþægilegast er við okkar nærveru og okkar persónur. Ég greini oft illa hvað er verið að meina í samskiptum og svara oft á óviðeigandi hátt. Jóhanna er að tala um hvað hún verður reið þegar vinkonur hennar eru að reyna við stráka sem hún hefði kannski einhvern tímann viljað reyna við, þó að hún eigi kærasta. Við fórum í raun yfir hlutina sem okkur þykja óþægilegir í hvor annarri – það sem gerir okkur að „psychopaths“.“ Myndbandið verður frumsýnt á Prikinu í kvöld klukkan níu. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Þetta er aðeins meiri fullorðinsplata en fyrri verk. Við unnum hana á aðeins lengri tíma og hún er aðeins lengri – þrettán lög. Upprunalega hugmyndin var að gera hryllings-konseptplötu og við lögðum upp með það. En ég veit ekki alveg hvort þetta teljist til konseptplötu, kannski svona mitt á milli. Það er allavega mikil uppbygging og endurtekning, og í rauninni frásögn, þó að það sé kannski ekki alveg línuleg frásögn,“ segir Salka Valsdóttir úr Cyber en sveitin gefur út plötu þann 13. október – föstudaginn þrettánda – sem nefnist Horror. Í kvöld frumsýna þær svo myndband við lagið Psycho, en það er jafnframt fyrsti „singúll“ plötunnar. „Við vorum dálítið mikið að reyna að finna hryllinginn í hversdagsleikanum, í þessum hlutum sem við gerum á hverjum degi – djamminu, að vera í sambandi, að vera ekki í sambandi og aftur sambandi, ekki sambandi. Við tengjum öll við þetta en við erum að setja þetta í búning sem okkur fannst spennandi að leika okkur með. Hljóðheimarnir eru miklu meira unnir og útpældir en þeir hafa verið í fyrri verkefnum. Við pródúseruðum aðeins meira sjálfar, ég kom miklu nánar að öllum hljóðheiminum en ég hef gert áður.“ Salka er eins og hún segir með hendurnar á tökkunum á plötunni en einnig er heill hellingur af gestum: Marmari, en hann hefur verið að gera takta fyrir þær áður, Young Nazareth úr Sturlu Atlas og fleiru – en hann pródúserar Psycho, Helgi Sæmundur úr Úlfur Úlfur kemur að borðinu, tónskáldið SiGRÚN, Sólveig Matthildur úr Kælunni miklu og fleiri, en hér er einungis talið upp fólkið sem kemur að tónheiminum.Rappandi gestir eru Countess Malaise sem er einmitt gestur í Psycho, Emmsjé Gauti, Young Karin, Karó, Geimfarar, Hatari og fleiri. „Það er svolítið stór hópur af fólki sem gerði þetta með okkur. Það er frekar erfitt að gera samheldna plötu í sándi og textum og sem flæðir fallega saman þegar maður vinnur með svona mörgum. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að reyna það og held að það hafi tekist vel.“ Salka segir plötuna hafa verið, að mestu, í vinnslu frá áramótum, sirka níu mánuði „eins og barn“, eða síðan þær gáfu út EP plötuna Boys á miðnætti um áramótin síðustu, sem Salka segir alls ekki vera langan tíma þó henni líði eins og þetta hafi tekið heila eilífið. Útgáfutónleikarnir verða haldnir á Húrra þennan sama föstudag og platan kemur út. Young Karin og Geisha Cartel hita upp og allir sem koma fram á plötunni munu mæta sem gestir – svo úr verður væntanlega ein heljarinnar tónlistarveisla.Sálfræðitími á Aktu taktu „Þessi vídeóhugmynd kom fyrir löngu síðan; okkur langaði að búa til myndband tekið upp á Aktu taktu, en við erum eiginlega alltaf á Aktu taktu og mikið af textunum er tekið upp á rúntinum. Draumurinn er að fá Cyber-borgara á Aktu taktu. Við erum að vona að myndbandið verði rosalega vinsælt og hann verði að veruleika,“ segir Salka beðin að lýsa því hvað sé að gerast í myndbandinu og laginu sem verður frumsýnt á Prikinu í kvöld. „Við vorum eiginlega að grafa það upp sem óþægilegast er við okkar nærveru og okkar persónur. Ég greini oft illa hvað er verið að meina í samskiptum og svara oft á óviðeigandi hátt. Jóhanna er að tala um hvað hún verður reið þegar vinkonur hennar eru að reyna við stráka sem hún hefði kannski einhvern tímann viljað reyna við, þó að hún eigi kærasta. Við fórum í raun yfir hlutina sem okkur þykja óþægilegir í hvor annarri – það sem gerir okkur að „psychopaths“.“ Myndbandið verður frumsýnt á Prikinu í kvöld klukkan níu.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira