Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Ritstjórn skrifar 28. september 2017 20:00 Glamour/Getty Það er óhætt að segja að beðið hafi verið eftir Chloé tískusýningunni með mikilli eftirvæntingu, en þessi lína er sú fyrsta undir stjórn Natacha Ramsay-Levi eftir að hún tók við Chloé sem listrænn stjórnandi. Natasha-Ramsay Levi hóf störf hjá Balenciaga árið 2002 sem starfsnemi, en var fljót að koma sér áfram í fyrirtækinu. Ekki leið á löngu þar til hún var orðin hægri hönd Nicolas Chesquire, sem þá var yfirhönnuður Balenciaga. Hún elti hann til Louis Vuitton þar sem hún vann þar til hún tók við Chloé. Sýningin kom nokkuð á óvart og er víst að Natacha ætlar að skrifa sinn eigin kafla hjá Chloé. Natacha heldur í stelpulega Chloé stílinn, en kemur inn með töffaraútlit og skemmtileg smáatriði. Við tókum saman hápunkta sýningarinnar! Snákaskinn! Natacha sýndi pils, skó og toppa í þessu munstri og erum við vissar á því að það verður út um allt næsta sumar. Okkur langar í þetta dress. Stelpulegir kjólar með íþróttalegum smáatriðum. Rennilásinn, rauðu rendurnar og sniðið, þetta virkar vel. Frjálslegir bóhem kjólar, með silfurþráðum og munstri. Þessi kjóll væri fullkominn fyrir sumarbrúðkaup. Þessi taska kom í nokkrum litum og útfærslum. Bróderuð pokataska með tveimur ólum. Svo töffaralegt en fínt á sama tíma, og litasamsetningin er flott. Flauelsdragt með litlum bróderuðum hestum á. Við þurfum ekki að segja meira. Mest lesið Nauðsynjar í fataskápinn Glamour Fjölmennt hjá Andreu og Elísabetu Glamour Einn skemmtilegasti götustíll í heiminum Glamour "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour Elin Kling eignast stúlku Glamour Orlando Bloom litar sig ljóshærðan Glamour Nýtt símahulstur gerir selfie myndirnar fullkomnar Glamour Hoppaðu út í heim með Glamour Glamour Frá París til Reykjavíkur Glamour Þetta verða trendin 2018 samkvæmt Pinterest Glamour
Það er óhætt að segja að beðið hafi verið eftir Chloé tískusýningunni með mikilli eftirvæntingu, en þessi lína er sú fyrsta undir stjórn Natacha Ramsay-Levi eftir að hún tók við Chloé sem listrænn stjórnandi. Natasha-Ramsay Levi hóf störf hjá Balenciaga árið 2002 sem starfsnemi, en var fljót að koma sér áfram í fyrirtækinu. Ekki leið á löngu þar til hún var orðin hægri hönd Nicolas Chesquire, sem þá var yfirhönnuður Balenciaga. Hún elti hann til Louis Vuitton þar sem hún vann þar til hún tók við Chloé. Sýningin kom nokkuð á óvart og er víst að Natacha ætlar að skrifa sinn eigin kafla hjá Chloé. Natacha heldur í stelpulega Chloé stílinn, en kemur inn með töffaraútlit og skemmtileg smáatriði. Við tókum saman hápunkta sýningarinnar! Snákaskinn! Natacha sýndi pils, skó og toppa í þessu munstri og erum við vissar á því að það verður út um allt næsta sumar. Okkur langar í þetta dress. Stelpulegir kjólar með íþróttalegum smáatriðum. Rennilásinn, rauðu rendurnar og sniðið, þetta virkar vel. Frjálslegir bóhem kjólar, með silfurþráðum og munstri. Þessi kjóll væri fullkominn fyrir sumarbrúðkaup. Þessi taska kom í nokkrum litum og útfærslum. Bróderuð pokataska með tveimur ólum. Svo töffaralegt en fínt á sama tíma, og litasamsetningin er flott. Flauelsdragt með litlum bróderuðum hestum á. Við þurfum ekki að segja meira.
Mest lesið Nauðsynjar í fataskápinn Glamour Fjölmennt hjá Andreu og Elísabetu Glamour Einn skemmtilegasti götustíll í heiminum Glamour "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour Elin Kling eignast stúlku Glamour Orlando Bloom litar sig ljóshærðan Glamour Nýtt símahulstur gerir selfie myndirnar fullkomnar Glamour Hoppaðu út í heim með Glamour Glamour Frá París til Reykjavíkur Glamour Þetta verða trendin 2018 samkvæmt Pinterest Glamour