Ný kynslóð Nissan Leaf lítur dagsins ljós Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2017 11:00 Hinn nýi Nissan Leaf er nokkuð breyttur í útliti og laglegri. Nissan hefur svipt hulunni af nýrri og glæsilegri kynslóð mest selda rafmagnsbíls heims, Nissan Leaf, sem væntanlegur er á markað í Evrópu á næsta ári. Bíllinn hefur tekið miklum og jákvæðum breytingum í samræmi við hönnun annarra nýrra bíla frá Nissan svo sem nýjum Micra og Qashqai svo dæmi séu tekin. Nissan Leaf fer á Japansmarkað í næsta mánuði og í byrjun næsta árs til Norður-Ameríku og helstu lykilmarkaða í Evrópu. Gert er ráð fyrir nýjum Leaf til BL í apríl 2018. Nýr Leaf er stærri en núverandi skynslóð, bæði örlítið lengri og breiðari og einnig með hærri yfirbyggingu. Meðal helstu nýjunga má nefna öflugri aflrás sem boðin verður með nýjum Leaf og verður gerð nánari grein fyrir henni er nær dregur markaðssetningu bílsins. Leaf verður einnig búinn öllum helstu tækninýjungunum frá Nissan sem auka í senn aksturseiginleika, þægindi, samskiptatækni og ekki síst öryggi ökumanns og farþega.e-Pedal Sem dæmi má nefna nýjan bremsunæman orkupedala (e-Pedal) sem ekki aðeins eykur hraðann þegar stigið er á pedalann heldur hægir hann einnig með virkum hætti á bílnum þegar fætinum er lyft af gjöfinni, uns hann stöðvast alveg. Þennan búnað þarf að virkja sérstaklega og þarf þá ekki að nota bremsufótstigið á meðan, nema stöðva þurfi bílinn snögglega.ProPILOT Meðal annarra nýjunga má nefna tæknikerfið ProPILOT sem aðstoðar ökumann við aksturinn með því að halda bílnum á sinni akrein og stjórna hraðanum í samræmi við umferðarþunga hverju sinni. Stöðvast bíllinn sjálfkrafa fyrir aftan næsta bíl þegar aðstæður krefjast svo dæmi sé tekið. ProPILOT er til þess fallið að auka vellíðan og öryggi ökumanns og farþega hvort sem er á stuttum ferðalögunm eða í langtímaakstri. Einnig getur ProPILOT lagt bílnum með öruggum hætti í stæði sem getur verið afar þægilegt fyrir ökumann þar sem aðstæður eru þröngar.Kraftmeiri og langdrægari Nissan mun á næstu mánuðum kynna nýja og öflugri aflrás sem boðin verður með nýjum Leaf og þeir geta valið sem þurfa að jafnaði að aka um lengri veg. Bæði er um að ræða öflugri rafmótor og nýja háorkurafhlöðu sem skila Leaf lengra fram á veginn eða allt að 380 km við bestu aðstæður. Nissan mun þá jafnframt kynna verð á Leaf með öflugri aflrásinni.Leaf heldur forystunni á sínum markaði Nissan kynnti rafmagnsbílinn fyrir almenningi árið 2010 og hlaut Leaf strax góðar móttökur. Enginn rafmagnsbíll á almennum markaði hefur selst í jafn mörgum eintökum og Leaf enda má segja að Nissan leiði þróun rafmagnstækninnar í bílaiðnaðinum. Í heild hefur bílum af tegundinni Leaf verið ekið 3,6 milljarða kilometra frá því að bíllinn kom á markað og hafa enn engar alvarlegar bilanir komið upp í bílunum. Með Leaf umbreytti Nissan alþjóðlegum bílaiðnaði og hefur opnað augu fjölda fólks fyrir kostum rafmagnstækninnar, þar á meðal ökumanna sem annars hefðu aldrei valið rafmagnsbíl. Leaf er nú á markaði í 49 löndum þar sem rúmlega 380 þúsund slíkir bílar eru í umferðinni. Bíllinn hefur hlotið á annað hundrað verðlauna, þar á meðal sem bíll ársins í nokkrum löndum og einnig bíll ársins á alþjóðavísu (World Car of the Year Awards). Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Nissan hefur svipt hulunni af nýrri og glæsilegri kynslóð mest selda rafmagnsbíls heims, Nissan Leaf, sem væntanlegur er á markað í Evrópu á næsta ári. Bíllinn hefur tekið miklum og jákvæðum breytingum í samræmi við hönnun annarra nýrra bíla frá Nissan svo sem nýjum Micra og Qashqai svo dæmi séu tekin. Nissan Leaf fer á Japansmarkað í næsta mánuði og í byrjun næsta árs til Norður-Ameríku og helstu lykilmarkaða í Evrópu. Gert er ráð fyrir nýjum Leaf til BL í apríl 2018. Nýr Leaf er stærri en núverandi skynslóð, bæði örlítið lengri og breiðari og einnig með hærri yfirbyggingu. Meðal helstu nýjunga má nefna öflugri aflrás sem boðin verður með nýjum Leaf og verður gerð nánari grein fyrir henni er nær dregur markaðssetningu bílsins. Leaf verður einnig búinn öllum helstu tækninýjungunum frá Nissan sem auka í senn aksturseiginleika, þægindi, samskiptatækni og ekki síst öryggi ökumanns og farþega.e-Pedal Sem dæmi má nefna nýjan bremsunæman orkupedala (e-Pedal) sem ekki aðeins eykur hraðann þegar stigið er á pedalann heldur hægir hann einnig með virkum hætti á bílnum þegar fætinum er lyft af gjöfinni, uns hann stöðvast alveg. Þennan búnað þarf að virkja sérstaklega og þarf þá ekki að nota bremsufótstigið á meðan, nema stöðva þurfi bílinn snögglega.ProPILOT Meðal annarra nýjunga má nefna tæknikerfið ProPILOT sem aðstoðar ökumann við aksturinn með því að halda bílnum á sinni akrein og stjórna hraðanum í samræmi við umferðarþunga hverju sinni. Stöðvast bíllinn sjálfkrafa fyrir aftan næsta bíl þegar aðstæður krefjast svo dæmi sé tekið. ProPILOT er til þess fallið að auka vellíðan og öryggi ökumanns og farþega hvort sem er á stuttum ferðalögunm eða í langtímaakstri. Einnig getur ProPILOT lagt bílnum með öruggum hætti í stæði sem getur verið afar þægilegt fyrir ökumann þar sem aðstæður eru þröngar.Kraftmeiri og langdrægari Nissan mun á næstu mánuðum kynna nýja og öflugri aflrás sem boðin verður með nýjum Leaf og þeir geta valið sem þurfa að jafnaði að aka um lengri veg. Bæði er um að ræða öflugri rafmótor og nýja háorkurafhlöðu sem skila Leaf lengra fram á veginn eða allt að 380 km við bestu aðstæður. Nissan mun þá jafnframt kynna verð á Leaf með öflugri aflrásinni.Leaf heldur forystunni á sínum markaði Nissan kynnti rafmagnsbílinn fyrir almenningi árið 2010 og hlaut Leaf strax góðar móttökur. Enginn rafmagnsbíll á almennum markaði hefur selst í jafn mörgum eintökum og Leaf enda má segja að Nissan leiði þróun rafmagnstækninnar í bílaiðnaðinum. Í heild hefur bílum af tegundinni Leaf verið ekið 3,6 milljarða kilometra frá því að bíllinn kom á markað og hafa enn engar alvarlegar bilanir komið upp í bílunum. Með Leaf umbreytti Nissan alþjóðlegum bílaiðnaði og hefur opnað augu fjölda fólks fyrir kostum rafmagnstækninnar, þar á meðal ökumanna sem annars hefðu aldrei valið rafmagnsbíl. Leaf er nú á markaði í 49 löndum þar sem rúmlega 380 þúsund slíkir bílar eru í umferðinni. Bíllinn hefur hlotið á annað hundrað verðlauna, þar á meðal sem bíll ársins í nokkrum löndum og einnig bíll ársins á alþjóðavísu (World Car of the Year Awards).
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent