City-menn tóku hollensku meistarana í bakaríið | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2017 20:30 Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Feyenoord að velli í Rotterdam í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 0-4, City í vil. John Stones skoraði tvö mörk fyrir City sem var miklu sterkari aðilinn í leiknum. Stones kom City yfir strax á 2. mínútu og átta mínútum síðar bætti Sergio Agüero öðru marki við. Á 25. mínútu var röðin svo komin að Brasilíumanninum Gabriel Jesus sem skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark fyrir City. Staðan 0-3 í hálfleik. City lét eitt mark duga í seinni hálfleik. Það gerði Stones á 63. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og City fagnaði 0-4 sigri. Meistaradeild Evrópu
Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Feyenoord að velli í Rotterdam í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 0-4, City í vil. John Stones skoraði tvö mörk fyrir City sem var miklu sterkari aðilinn í leiknum. Stones kom City yfir strax á 2. mínútu og átta mínútum síðar bætti Sergio Agüero öðru marki við. Á 25. mínútu var röðin svo komin að Brasilíumanninum Gabriel Jesus sem skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark fyrir City. Staðan 0-3 í hálfleik. City lét eitt mark duga í seinni hálfleik. Það gerði Stones á 63. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og City fagnaði 0-4 sigri.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti