Góð ferð meistaranna til Baskalands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2017 20:45 Borja Mayoral Moya fagnar sínu fyrsta marki fyrir Real Madrid. Vísir/Getty Real Madrid gerði góða ferð til Baskalands og vann 1-3 sigur á Real Sociedad í 4. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Madrídingar eru í 4. sæti deildarinnar með átta stig, fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona. Borja Mayoral Moya fékk tækifæri í byrjunarliði Real Madrid og þakkaði traustið með marki á 19. mínútu. Þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið. Kevin Rodrigues jafnaði metin á 28. mínútu en átta mínútum síðar skoraði hann sjálfsmark og kom Real Madrid aftur yfir. Það var svo Gareth Bale sem gulltryggði sigur Spánarmeistaranna með marki á 61. mínútu. Lokatölur 1-3, Real Madrid í vil. Spænski boltinn
Real Madrid gerði góða ferð til Baskalands og vann 1-3 sigur á Real Sociedad í 4. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Madrídingar eru í 4. sæti deildarinnar með átta stig, fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona. Borja Mayoral Moya fékk tækifæri í byrjunarliði Real Madrid og þakkaði traustið með marki á 19. mínútu. Þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið. Kevin Rodrigues jafnaði metin á 28. mínútu en átta mínútum síðar skoraði hann sjálfsmark og kom Real Madrid aftur yfir. Það var svo Gareth Bale sem gulltryggði sigur Spánarmeistaranna með marki á 61. mínútu. Lokatölur 1-3, Real Madrid í vil.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti