Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. september 2017 09:00 Nína Rún er stödd í Bandaríkjunum og móðir hennar eru á Akureyri. Urður og Áróra systur hennar, Eva Vala og Bergur Þór faðir hennar standa hér fyrir framan Stjórnarráð Íslands. Visir/Stefán Bergur Þór Ingólfsson, eiginkona hans Eva Vala Guðjónsdóttir og tvær dætur þeirra af fjórum, þær Urður og Áróra, sitja á grasbala rétt við Stjórnarráð Íslands og ræða atburðarásina sem hófst í sumar þegar greint var frá því að Robert Downey hefði fengið uppreist æru árinu áður. Nína Rún, dóttir Bergs, einn brotaþola, er ekki með. Hún er stödd í Bandaríkjunum og fylgist þaðan gáttuð með framvindunni og falli ríkisstjórnarinnar eftir að stjórnvöld neyddust til að birta upplýsingar um ferlið. „Ég trúi þessi varla ennþá og mér líður eins og persónu í skáldsögu. Allt sem hefur verið dregið fram í dagsljósið er ótrúlegt. Þetta er mikilvægt og ég er stolt af mér og hinum að hafa stigið fram og brugðist við óréttlætinu,“ segir Nína Rún sem tekur þátt í spjallinu í gegnum Facebook. Nína Rún sjálf greindi frá því í sumar að hún hefði grátið við fréttirnar af uppreist æru Roberts. Kerfið hefði brugðist henni. Auk hennar stigu fram Halla Ólöf Jónsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Glódís Tara. Núna er Nínu Rún efst í huga að lögum um uppreist æru verði breytt. „Málinu er ekki lokið og því verður ekki lokið fyrr en að við fáum lögum breytt og við fáum nýja stjórnarskrá. Lærdómurinn sem við eigum að draga af þessu er að það verður að vera aukið gagnsæi, það mega ekki vera orðin tóm. Það verður að vera fest í stjórnarskrána. Og kærleikur, að þurfa að bíða í þrjá mánuði eftir upplýsingum er ósanngjarnt gagnvart mér og öðrum þolendum.“ Nína fylgdist með beinni útsendingu frá Valhöll í gær þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist meðal annars hafa haft hugann við þolendur. „Mér fannst hann ótrúverðugur. Í allri hans framgöngu hefur hann viljað gera lítið úr þessum málum. Mér fannst framganga hans í Valhöll í gær lýsa hroka og eiginhagsmunum. Það hefur ekki breyst frá því málið hófst í sumar.“ „Þetta kom okkur mjög á óvart,“ segir Eva Vala um fregnir af falli ríkisstjórnarinnar og af stuðningi föður forsætisráðherra, Benedikts Sveinssonar, við Hjalta Sigurjón Hauksson barnaníðing þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. „Það var ekki hægt að ímynda sér þetta. En þegar við heyrðum af því að Benedikt, faðir Bjarna, væri einn þeirra valinkunnu í umsóknum um uppreist æru þá small heildarmyndin betur saman. Það var verið að vernda einhvern, þá tilfinningu hafði maður allan tímann. Því það máttu engar upplýsingar berast. Vissir stjórnmálamenn og ráðherrar reyndu að þagga niður í okkur, sussuðu á okkur og sögðu okkur að engar upplýsingar yrðu settar fram,“ rifjar Bergur upp. „En aðrir stjórnmálamenn hafa barist með okkur og hafa sömu gildi og sjónarmið og við,“ segir Bergur og tiltekur sérstaklega Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. Hvað viljið þið segja við þessa stjórnmálamenn? „Við látum ekki þagga niður í okkur,“ segir Urður. „Farið bara að gera eitthvað annað. Farið.“ Bergur Þór nefnir að atburðarásin hafi varpað ljósi á heim þolenda og viðhorf hluta íslensks þjóðfélags til kynferðisbrota. „Það er skelfilegt hve þessum mönnum hefur þótt kynferðisbrot lítilvæg. Þeir sem skrifa undir og styðja við kynferðisbrotamenn virðast ekki hugleiða alvarleika brotanna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið taka þeir fram að alla ævi og allt frá því í æsku hafi þeir verið algjörlega frábærir náungar. Eins og ekkert hafi gerst! Eins og æra þeirra skipti meira máli en líf þeirra sem brotið er á. Þetta bendir til þess að það sé litið á þessi brot sem léttvæg og það er kominn tími til að það sé tekið á þessu viðhorfi. Hvorugur þessara níðinga sem komið hefur fram að hafa hlotið uppreist æru hefur játað að hafa gert nokkuð rangt.“ Eva Vala tekur undir. „Réttur þolenda verður að verða meiri. Það þarf að halda betur utan um þá. Þeir þurfa að vera vitni í sínum eigin málum þegar það hefur verið brotið á þeim. Þetta er svo rangt,“ segir Eva Vala. Áróra segir að málið allt þurfi að leiða til breytinga til góðs fyrir þolendur kynferðisbrota. „Það þarf að herða refsingar. Þær eiga að vera þyngri og í takt við alvarleika brotanna. Þá finnst mér að brotaþolar eigi að fá miklu meiri stuðning frá ríkinu og frá samfélaginu til að komast í gegnum það áfall sem það að verða fyrir kynferðisofbeldi er.“ Bergur Þór tekur undir með Áróru. „Dóttir mín bendir á nokkuð mikilvægt. Það hafa ótrúlega margir stigið fram í kringum átakið #höfumhátt. Það er einn af stóru sigrunum í þessu öllu saman. Að fólk er óhrætt við að stíga fram. Skömmin er gerandans. Auðvitað erum við að stíga femíníska öldu sem hefur risið undanfarin ár sem dætur okkar hafa tekið þátt í og verið hluti af. Þetta er eiginlega þeirra bylting sem er að takast núna. Bylting dætra okkar. En femínismi er einmitt ekki bara fyrir konur, heldur líka karla sem vilja jafnrétti og réttlátt þjóðfélag. Það þurfti ekkert blóðuga byltingu til. Það þurfti bara að sýna stjórnkerfinu og þeim hrútum sem sem því stjórna um hvað málið snýst. Það þurfti að varpa ljósi á hvernig litið er á þessi mál. Það gerðist og ég vona að það verði stokkað upp. Mér heyrist að það verði þannig um þessi mál. Mér heyrist það á ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar. Að sú leyndarhyggja sem hefur ríkt verði ekki liðin lengur. Það er í lagi að segja sannleikann, það þarf ekki að fela hann fyrir okkur borgurunum. Þeir þolendur sem eru að stíga fram eru að fara fram á það sama,“ segir Bergur Þór. Bergur Þór frumsýndi í gær 1984 eftir George Orwell, dystópíu sem hann samdi í skugga síðari heimsstyrjaldar. Í verkinu er fjallað um sjálfstæða hugsun og sannleika. Ágengum spurningum er varpað fram um stöðu einstaklingsins gagnvart kerfinu. „Tímasetningin er kosmískt kraftaverk. Að ég skuli á þessum degi vera að frumsýna þetta verk þar sem akkúrat er verið að fjalla um þessi mál. Ég var auðvitað í vor að vinna verkið og þegar það kom að því í sumar að við ættum það á hættu að vera kærð fyrir að rifja upp glæpi kynferðisbrotamanna þá hugsaði ég: Við erum stödd í þessu verki, 1984. Megum við ekki rifja upp okkar eigin sögu? Megum við ekki segja frá okkur sjálfum? En það hefur reyndar komið í ljós að það megum við. Það eru sterkari lög í þessu landi sem vernda þann rétt. Flest lög virka þótt við höfum gagnrýnt önnur.“ Þau ítreka að þau öll vilji breytingar. Málinu sé ekki lokið. Það sé reyndar rétt að byrja. „Það er kominn tími til þess að fólkið sem stjórnar þessu landi geri það fyrir almenning en ekki með eigin hagsmuni í huga. Það þarf að breytast og það þarf að gerast núna,“ segir Eva Vala. „Það er rétt að málinu er hvergi nærri lokið. Tilfinningar okkar eru blendnar gagnvart því að stjórnin er fallin. Við viljum að það verði gengið rösklega og strax í það að breyta lögum um uppreist æru. Að það verði girt fyrir það að barnaníðingar geti starfað sem lögmenn. Ég vona að það komist á starfsstjórn og að hún gangi í þetta mjög fljótt,“ segir Bergur Þór og lætur þar ekki staðar numið. „Það þarf líka að tryggja upplýsingagjöf og gagnsæi til almennings. Það þarf að taka stjórnarskrána fyrir, við þurfum nýja stjórnarskrá. Við þurfum einnig á því að halda að Alþingi verði sammála um að fara ekki í flokkadrætti og í kosningaslag. Að láta eigin hagsmuni stýra för. Það þarf að bæta úr þessu. Það er lexían af þessu öllu saman,“ segir Bergur Þór. Eva Vala segist einnig hrædd um að stjórnmálamenn glati þræðinum í uppnáminu vegna stjórnarslitanna. „Það læðist að manni smá ótti um að þetta týnist í því að núna verði blásið til kosninga og það sem skiptir raunverulega máli gleymist. Mér finnst mjög áríðandi að halda áfram og knýja þessar breytingar í gegn.“ „Já. Við höldum áfram og höfum hátt. Við stoppum ekki hérna,“ segir Urður. „Þolendur hafa alltaf verið settir út í horn og þeim sagt af körlum að til séu alvarlegri glæpir. Þetta mál held ég að hafi breytt miklu hvað það varðar. Þessir karlar hafa misst rödd sína,“ segir Áróra. „Sársauki þolendanna þarf að vera viðurkenndur og við megum ekki leyfa þöggun að viðgangast,“ tekur Eva Vala undir. „Þeir sem eru á þingi og taka næst við stjórn þurfa að vera röskir og láta aldrei eigin hagsmuni villa sér sýn. Þetta snýst um gildi. Þegar efnahagshrunið varð árið 2008 þá héldum við öll að við myndum breyta gildum okkar. Það gerðum við ekki. Við gerðum það heldur ekki þegar Panamaskjölin komu í ljós. En ég held að þetta siðferðilega hrun sem hefur orðið nú og bylting femínista, yngstu kynslóðarinnar, verði til þess að nú getum við talað um gildi,“ segir Bergur Þór. „Hugtakinu frelsi hefur verið stolið. Frelsið er beintengt við ástina, mennskuna og kærleikann. Við fáum ekki frelsi nema að þessi atriði séu sett fram sem grunnur að lögum í okkar samfélagi,“ segir Bergur Þór.Morgan Nickerson, Nína Rún, Rafnkell Jónsson, Pálína móðir Nínu, Karítas Lára og Eiríkur.Hluti af bataferlinu að krefjast réttlætisPálína Hildur Sigurðardóttir, móðir Nínu Rúnar, býr í Skagafirði ásamt eiginmanni sínum Rafnkeli Jónssyni. Hún segist hafa fengið sterk viðbrögð við fréttum um málið. „Fólk er snortið og vill óska okkur til hamingju með að hafa fengið þessa niðurstöðu. Að það standi til að gera breytingar til góðs.“Hún segir að markmið fjölskyldunnar hafi frá upphafi verið að hafa hátt þar til þing hæfist. „Málið kom upp í sumar og við öll í fjölskyldunni ákváðum að þrauka saman og hafa hátt þar til þing hæfist. Allan tímann og aldrei að hætta fyrr en lögum yrði breytt. Þetta mál hefði annars fallið á milli. Við fundum það strax að við þurftum virkilega að standa í harðri baráttu við stjórnvöld. Það var full þörf á því að hafa hátt. Við gerðum þetta fyrir Nínu og fyrir alla hina.“Pálína segir samstöðu fjölskyldunnar og hugrekki Nínu að stíga fram mikilvægan hluta í bataferlinu. „Við stöndum öll fylktu liði á bak við Nínu. Ég og Rafnkell maðurinn minn, Eva Vala og Bergur. Við öll sem eitt. Ég hef alla tíð haft þá trú að þótt að þetta sé erfitt þá hafi það verið partur af bataferlinu að stíga fram á opinberum vettvangi og krefjast réttlætis. Ég finn það sjálf, sem aðstandandi. Sem móðir, að því fylgir gríðarlegt frelsi í því að stíga fram og segja upphátt: Þetta kom fyrir dóttur mína. Ég held líka að það sé okkur öllum hollt að taka ekki lengur þátt í þessari þöggun í samfélaginu.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, eiginkona hans Eva Vala Guðjónsdóttir og tvær dætur þeirra af fjórum, þær Urður og Áróra, sitja á grasbala rétt við Stjórnarráð Íslands og ræða atburðarásina sem hófst í sumar þegar greint var frá því að Robert Downey hefði fengið uppreist æru árinu áður. Nína Rún, dóttir Bergs, einn brotaþola, er ekki með. Hún er stödd í Bandaríkjunum og fylgist þaðan gáttuð með framvindunni og falli ríkisstjórnarinnar eftir að stjórnvöld neyddust til að birta upplýsingar um ferlið. „Ég trúi þessi varla ennþá og mér líður eins og persónu í skáldsögu. Allt sem hefur verið dregið fram í dagsljósið er ótrúlegt. Þetta er mikilvægt og ég er stolt af mér og hinum að hafa stigið fram og brugðist við óréttlætinu,“ segir Nína Rún sem tekur þátt í spjallinu í gegnum Facebook. Nína Rún sjálf greindi frá því í sumar að hún hefði grátið við fréttirnar af uppreist æru Roberts. Kerfið hefði brugðist henni. Auk hennar stigu fram Halla Ólöf Jónsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Glódís Tara. Núna er Nínu Rún efst í huga að lögum um uppreist æru verði breytt. „Málinu er ekki lokið og því verður ekki lokið fyrr en að við fáum lögum breytt og við fáum nýja stjórnarskrá. Lærdómurinn sem við eigum að draga af þessu er að það verður að vera aukið gagnsæi, það mega ekki vera orðin tóm. Það verður að vera fest í stjórnarskrána. Og kærleikur, að þurfa að bíða í þrjá mánuði eftir upplýsingum er ósanngjarnt gagnvart mér og öðrum þolendum.“ Nína fylgdist með beinni útsendingu frá Valhöll í gær þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist meðal annars hafa haft hugann við þolendur. „Mér fannst hann ótrúverðugur. Í allri hans framgöngu hefur hann viljað gera lítið úr þessum málum. Mér fannst framganga hans í Valhöll í gær lýsa hroka og eiginhagsmunum. Það hefur ekki breyst frá því málið hófst í sumar.“ „Þetta kom okkur mjög á óvart,“ segir Eva Vala um fregnir af falli ríkisstjórnarinnar og af stuðningi föður forsætisráðherra, Benedikts Sveinssonar, við Hjalta Sigurjón Hauksson barnaníðing þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. „Það var ekki hægt að ímynda sér þetta. En þegar við heyrðum af því að Benedikt, faðir Bjarna, væri einn þeirra valinkunnu í umsóknum um uppreist æru þá small heildarmyndin betur saman. Það var verið að vernda einhvern, þá tilfinningu hafði maður allan tímann. Því það máttu engar upplýsingar berast. Vissir stjórnmálamenn og ráðherrar reyndu að þagga niður í okkur, sussuðu á okkur og sögðu okkur að engar upplýsingar yrðu settar fram,“ rifjar Bergur upp. „En aðrir stjórnmálamenn hafa barist með okkur og hafa sömu gildi og sjónarmið og við,“ segir Bergur og tiltekur sérstaklega Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. Hvað viljið þið segja við þessa stjórnmálamenn? „Við látum ekki þagga niður í okkur,“ segir Urður. „Farið bara að gera eitthvað annað. Farið.“ Bergur Þór nefnir að atburðarásin hafi varpað ljósi á heim þolenda og viðhorf hluta íslensks þjóðfélags til kynferðisbrota. „Það er skelfilegt hve þessum mönnum hefur þótt kynferðisbrot lítilvæg. Þeir sem skrifa undir og styðja við kynferðisbrotamenn virðast ekki hugleiða alvarleika brotanna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið taka þeir fram að alla ævi og allt frá því í æsku hafi þeir verið algjörlega frábærir náungar. Eins og ekkert hafi gerst! Eins og æra þeirra skipti meira máli en líf þeirra sem brotið er á. Þetta bendir til þess að það sé litið á þessi brot sem léttvæg og það er kominn tími til að það sé tekið á þessu viðhorfi. Hvorugur þessara níðinga sem komið hefur fram að hafa hlotið uppreist æru hefur játað að hafa gert nokkuð rangt.“ Eva Vala tekur undir. „Réttur þolenda verður að verða meiri. Það þarf að halda betur utan um þá. Þeir þurfa að vera vitni í sínum eigin málum þegar það hefur verið brotið á þeim. Þetta er svo rangt,“ segir Eva Vala. Áróra segir að málið allt þurfi að leiða til breytinga til góðs fyrir þolendur kynferðisbrota. „Það þarf að herða refsingar. Þær eiga að vera þyngri og í takt við alvarleika brotanna. Þá finnst mér að brotaþolar eigi að fá miklu meiri stuðning frá ríkinu og frá samfélaginu til að komast í gegnum það áfall sem það að verða fyrir kynferðisofbeldi er.“ Bergur Þór tekur undir með Áróru. „Dóttir mín bendir á nokkuð mikilvægt. Það hafa ótrúlega margir stigið fram í kringum átakið #höfumhátt. Það er einn af stóru sigrunum í þessu öllu saman. Að fólk er óhrætt við að stíga fram. Skömmin er gerandans. Auðvitað erum við að stíga femíníska öldu sem hefur risið undanfarin ár sem dætur okkar hafa tekið þátt í og verið hluti af. Þetta er eiginlega þeirra bylting sem er að takast núna. Bylting dætra okkar. En femínismi er einmitt ekki bara fyrir konur, heldur líka karla sem vilja jafnrétti og réttlátt þjóðfélag. Það þurfti ekkert blóðuga byltingu til. Það þurfti bara að sýna stjórnkerfinu og þeim hrútum sem sem því stjórna um hvað málið snýst. Það þurfti að varpa ljósi á hvernig litið er á þessi mál. Það gerðist og ég vona að það verði stokkað upp. Mér heyrist að það verði þannig um þessi mál. Mér heyrist það á ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar. Að sú leyndarhyggja sem hefur ríkt verði ekki liðin lengur. Það er í lagi að segja sannleikann, það þarf ekki að fela hann fyrir okkur borgurunum. Þeir þolendur sem eru að stíga fram eru að fara fram á það sama,“ segir Bergur Þór. Bergur Þór frumsýndi í gær 1984 eftir George Orwell, dystópíu sem hann samdi í skugga síðari heimsstyrjaldar. Í verkinu er fjallað um sjálfstæða hugsun og sannleika. Ágengum spurningum er varpað fram um stöðu einstaklingsins gagnvart kerfinu. „Tímasetningin er kosmískt kraftaverk. Að ég skuli á þessum degi vera að frumsýna þetta verk þar sem akkúrat er verið að fjalla um þessi mál. Ég var auðvitað í vor að vinna verkið og þegar það kom að því í sumar að við ættum það á hættu að vera kærð fyrir að rifja upp glæpi kynferðisbrotamanna þá hugsaði ég: Við erum stödd í þessu verki, 1984. Megum við ekki rifja upp okkar eigin sögu? Megum við ekki segja frá okkur sjálfum? En það hefur reyndar komið í ljós að það megum við. Það eru sterkari lög í þessu landi sem vernda þann rétt. Flest lög virka þótt við höfum gagnrýnt önnur.“ Þau ítreka að þau öll vilji breytingar. Málinu sé ekki lokið. Það sé reyndar rétt að byrja. „Það er kominn tími til þess að fólkið sem stjórnar þessu landi geri það fyrir almenning en ekki með eigin hagsmuni í huga. Það þarf að breytast og það þarf að gerast núna,“ segir Eva Vala. „Það er rétt að málinu er hvergi nærri lokið. Tilfinningar okkar eru blendnar gagnvart því að stjórnin er fallin. Við viljum að það verði gengið rösklega og strax í það að breyta lögum um uppreist æru. Að það verði girt fyrir það að barnaníðingar geti starfað sem lögmenn. Ég vona að það komist á starfsstjórn og að hún gangi í þetta mjög fljótt,“ segir Bergur Þór og lætur þar ekki staðar numið. „Það þarf líka að tryggja upplýsingagjöf og gagnsæi til almennings. Það þarf að taka stjórnarskrána fyrir, við þurfum nýja stjórnarskrá. Við þurfum einnig á því að halda að Alþingi verði sammála um að fara ekki í flokkadrætti og í kosningaslag. Að láta eigin hagsmuni stýra för. Það þarf að bæta úr þessu. Það er lexían af þessu öllu saman,“ segir Bergur Þór. Eva Vala segist einnig hrædd um að stjórnmálamenn glati þræðinum í uppnáminu vegna stjórnarslitanna. „Það læðist að manni smá ótti um að þetta týnist í því að núna verði blásið til kosninga og það sem skiptir raunverulega máli gleymist. Mér finnst mjög áríðandi að halda áfram og knýja þessar breytingar í gegn.“ „Já. Við höldum áfram og höfum hátt. Við stoppum ekki hérna,“ segir Urður. „Þolendur hafa alltaf verið settir út í horn og þeim sagt af körlum að til séu alvarlegri glæpir. Þetta mál held ég að hafi breytt miklu hvað það varðar. Þessir karlar hafa misst rödd sína,“ segir Áróra. „Sársauki þolendanna þarf að vera viðurkenndur og við megum ekki leyfa þöggun að viðgangast,“ tekur Eva Vala undir. „Þeir sem eru á þingi og taka næst við stjórn þurfa að vera röskir og láta aldrei eigin hagsmuni villa sér sýn. Þetta snýst um gildi. Þegar efnahagshrunið varð árið 2008 þá héldum við öll að við myndum breyta gildum okkar. Það gerðum við ekki. Við gerðum það heldur ekki þegar Panamaskjölin komu í ljós. En ég held að þetta siðferðilega hrun sem hefur orðið nú og bylting femínista, yngstu kynslóðarinnar, verði til þess að nú getum við talað um gildi,“ segir Bergur Þór. „Hugtakinu frelsi hefur verið stolið. Frelsið er beintengt við ástina, mennskuna og kærleikann. Við fáum ekki frelsi nema að þessi atriði séu sett fram sem grunnur að lögum í okkar samfélagi,“ segir Bergur Þór.Morgan Nickerson, Nína Rún, Rafnkell Jónsson, Pálína móðir Nínu, Karítas Lára og Eiríkur.Hluti af bataferlinu að krefjast réttlætisPálína Hildur Sigurðardóttir, móðir Nínu Rúnar, býr í Skagafirði ásamt eiginmanni sínum Rafnkeli Jónssyni. Hún segist hafa fengið sterk viðbrögð við fréttum um málið. „Fólk er snortið og vill óska okkur til hamingju með að hafa fengið þessa niðurstöðu. Að það standi til að gera breytingar til góðs.“Hún segir að markmið fjölskyldunnar hafi frá upphafi verið að hafa hátt þar til þing hæfist. „Málið kom upp í sumar og við öll í fjölskyldunni ákváðum að þrauka saman og hafa hátt þar til þing hæfist. Allan tímann og aldrei að hætta fyrr en lögum yrði breytt. Þetta mál hefði annars fallið á milli. Við fundum það strax að við þurftum virkilega að standa í harðri baráttu við stjórnvöld. Það var full þörf á því að hafa hátt. Við gerðum þetta fyrir Nínu og fyrir alla hina.“Pálína segir samstöðu fjölskyldunnar og hugrekki Nínu að stíga fram mikilvægan hluta í bataferlinu. „Við stöndum öll fylktu liði á bak við Nínu. Ég og Rafnkell maðurinn minn, Eva Vala og Bergur. Við öll sem eitt. Ég hef alla tíð haft þá trú að þótt að þetta sé erfitt þá hafi það verið partur af bataferlinu að stíga fram á opinberum vettvangi og krefjast réttlætis. Ég finn það sjálf, sem aðstandandi. Sem móðir, að því fylgir gríðarlegt frelsi í því að stíga fram og segja upphátt: Þetta kom fyrir dóttur mína. Ég held líka að það sé okkur öllum hollt að taka ekki lengur þátt í þessari þöggun í samfélaginu.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira