Varpaði ljósi á heimilisofbeldi í þakkarræðu sinni Ritstjórn skrifar 18. september 2017 09:45 Glamour/Getty Leikkonan, og forsíðurfyrirsæta júlí/ágústtölublaðs íslenska Glamour, Nicole Kidman vann Emmy verðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Big Little Lies. Í þakkarræðu sinni fór Kidman mikinn og sagði verðlaunin varpa ljósi á heimilisofbeldi, afleiðingar þess og fórnarlömb. „Það er algengara en við leyfum okkur að horfast í augu við,“ sagði Kidman meðal annars sem og að hún þakkaði eiginmanni sínum, Keith Urban sem táraðist út í sal, og börnum. Í Big Little Lies leikur Kidman yfirstéttakonuna Celeste sem er fórnarlamb heimilisofbeldis og hafði þetta að segja um hlutverkið í forsíðuviðtali Glamour í sumar: „Ég fór mjög djúpt inn í karakterinn. Mig langaði að vera eins trú hlutverkinu og ég gat og dró það fram frá alls konar stöðum – og ég verð að segja að það var ansi yfirþyrmandi á köflum – og ágengt og truflandi og ég skammaðist mín stundum þegar ég fór heim á kvöldin. Oftast get ég slitið mig frá hlutverkinu en í þessu tilfelli var það erfitt. Það var greypt í mig.“ Þættirnir, sem eru meðal annars framleiddir af Kidman og Reese Witherspoon voru einkar sigursælir á hátíðinni en þeir voru sýndir á Stöð 2 í vor. "With this we shine a light on domestic abuse .. it exists far more than we allow ourselves to know." – Nicole Kidman, #Emmys winner. pic.twitter.com/1fs5WJZ1qs— Glamour (@glamourmag) September 18, 2017 Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour
Leikkonan, og forsíðurfyrirsæta júlí/ágústtölublaðs íslenska Glamour, Nicole Kidman vann Emmy verðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Big Little Lies. Í þakkarræðu sinni fór Kidman mikinn og sagði verðlaunin varpa ljósi á heimilisofbeldi, afleiðingar þess og fórnarlömb. „Það er algengara en við leyfum okkur að horfast í augu við,“ sagði Kidman meðal annars sem og að hún þakkaði eiginmanni sínum, Keith Urban sem táraðist út í sal, og börnum. Í Big Little Lies leikur Kidman yfirstéttakonuna Celeste sem er fórnarlamb heimilisofbeldis og hafði þetta að segja um hlutverkið í forsíðuviðtali Glamour í sumar: „Ég fór mjög djúpt inn í karakterinn. Mig langaði að vera eins trú hlutverkinu og ég gat og dró það fram frá alls konar stöðum – og ég verð að segja að það var ansi yfirþyrmandi á köflum – og ágengt og truflandi og ég skammaðist mín stundum þegar ég fór heim á kvöldin. Oftast get ég slitið mig frá hlutverkinu en í þessu tilfelli var það erfitt. Það var greypt í mig.“ Þættirnir, sem eru meðal annars framleiddir af Kidman og Reese Witherspoon voru einkar sigursælir á hátíðinni en þeir voru sýndir á Stöð 2 í vor. "With this we shine a light on domestic abuse .. it exists far more than we allow ourselves to know." – Nicole Kidman, #Emmys winner. pic.twitter.com/1fs5WJZ1qs— Glamour (@glamourmag) September 18, 2017
Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour