Renault-Nissan stærsti bílaframleiðandi heims á fyrri helmingi ársins Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2017 10:45 Renault, Nissan og Mitsubishi er nú orðinn risastór bílaframleiðandi og stærri en Volkswagen og Toyota. Það er ekki lengur Volkswagen eða Toyota sem framleiða flesta bíla á heimsvísu, heldur Renault-Nissan, en sala Mitsubishi bíla telst nú með sölu Renault-Nissan eftir að fyrirtækið keypti ráðandi hlut í Mitsubishi. Renault-Nissan seldi 5,27 milljón bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins og sló með því við bæði Volkswagen eða Toyota. Búist er við því að heildarsala Renault-Nissan á árinu verði 10,5 milljón bílar og með því mun fyrirtækið örugglega verða söluhæsti bílaframleiðandi heims á ár. Gert er ráð fyrir því að sala Renault-Nissan verði orðin 14 milljón bílar á ári árið 2022 og að 30% af heildarsölu fyrirtækjanna verði í formi rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Þá er gert ráð fyrir því að velta Renault-Nissan verði orðin 25.700 milljarðar króna, eða þriðjungi meira en á þessu ári. Renault-Nissan gerir ráð fyrir að þá verði fyrirtækið búið að kynna 12 nýja hreinræktaða rafmagnsbíla og með því byggja á góðri sölu núverandi söluhárra rafmagnsbíla sinna, Nissan Leaf og Renault Zoe. Renault-Nissan ætlar einnig að auka hressilega við hagnað fyrirtækisins með stærðarhagkvæmni og sameiginlegri notkun íhluta í bílum Renault, Nissan og Mitsubishi. Árið 2022 gerir Renault-Nissan ráð fyrir því að 70% bíla Renault-Nissan og Mitsubishi eigi sameiginlegan undirvagn með annarri gerð bíls fyrirtækjanna og að 75% þeirra sé með sömu vél og í annarri gerð. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent
Það er ekki lengur Volkswagen eða Toyota sem framleiða flesta bíla á heimsvísu, heldur Renault-Nissan, en sala Mitsubishi bíla telst nú með sölu Renault-Nissan eftir að fyrirtækið keypti ráðandi hlut í Mitsubishi. Renault-Nissan seldi 5,27 milljón bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins og sló með því við bæði Volkswagen eða Toyota. Búist er við því að heildarsala Renault-Nissan á árinu verði 10,5 milljón bílar og með því mun fyrirtækið örugglega verða söluhæsti bílaframleiðandi heims á ár. Gert er ráð fyrir því að sala Renault-Nissan verði orðin 14 milljón bílar á ári árið 2022 og að 30% af heildarsölu fyrirtækjanna verði í formi rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Þá er gert ráð fyrir því að velta Renault-Nissan verði orðin 25.700 milljarðar króna, eða þriðjungi meira en á þessu ári. Renault-Nissan gerir ráð fyrir að þá verði fyrirtækið búið að kynna 12 nýja hreinræktaða rafmagnsbíla og með því byggja á góðri sölu núverandi söluhárra rafmagnsbíla sinna, Nissan Leaf og Renault Zoe. Renault-Nissan ætlar einnig að auka hressilega við hagnað fyrirtækisins með stærðarhagkvæmni og sameiginlegri notkun íhluta í bílum Renault, Nissan og Mitsubishi. Árið 2022 gerir Renault-Nissan ráð fyrir því að 70% bíla Renault-Nissan og Mitsubishi eigi sameiginlegan undirvagn með annarri gerð bíls fyrirtækjanna og að 75% þeirra sé með sömu vél og í annarri gerð.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent