Fallegastur jeppa Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 09:00 Þó aðrar bílgerðir Range Rover séu flottar þá slær þessi nýi þeim létt við, bæði að innra og ytra útliti. Reynsluakstur - Range Rover VelarÞær eru ekki svo ýkja margar bílgerðirnar sem lúxusbílaframleiðandinn Land Rover smíðar af Range Rover bílum. Það er hinn hefðbundni stóri Range Rover, Range Rover Sport og Range Rover Evoque. Því teljast það tímamót þegar fjórða bílgerðin er kynnt til sögunnar, þ.e. Range Rover Velar. Það gerðu þeir Bretarnir sannarlega með stæl og hóuðu í blaðamenn til Noregs þar sem finna má landslag sem hentar þessum bíl einkar vel. Það hlýtur samt að vera vandasamt verk að tefla fram nýjum jeppa í lúxusflokki í samkeppninni við svo marga lúxusbílaframleiðendur sem keppst hafa við að undanförnu að kynna nýja jeppa í löngum röðum. Það hafa meira að segja frægir sportbílaframleiðendur gert sem aldrei áður hafa smíðað jeppa. Það jákvæða er þó að enn virðist mjög mikil eftirspurn eftir dýrum og flottum jeppum í heiminum. Til að gera langa sögu stutta þá hefur Land Rover tekist það með bravör með þessum nýja Range Rover Velar.Klifrað upp 1.400 metra fjall að skíðasvæðini Stranda í Noregi. Þarna stóð Velar sig frábærlega, sem reyndar allsstaðar.Guðdómlega flottur að innanFyrir það fyrsta þá er þessi bíll guðdómlega flottur að ytra útliti. Að áliti greinarritara er hér kominn fallegasti jeppinn sem í boði er í heiminum í dag, punktur og basta. Það liggur við að segja að flottari hönnun hafi ekki sést síðan Audi TT fór að rúlla af færiböndunum árið 1998. Bíllinn er í senn kraftalegur en með svo fágaðar línur og sportlegar að hann mun næstum snúa áhorfendur úr hálsliðnum við að fylgja honum eftir. Ef að ytra útlitið er fallegt, hvað mætti þó segja um innra útlitið, nema að það sé fátt sem slær því ytra við nema þá það innra. Hreint vaðandi lúxus, frábært efnisval, mikil tækni en aðallega svo smekkleg hönnun að maður tekur andköf. Það má hreinlega velta því fyrir sér hvað Land Rover ætlar að gera fyrir stærri og dýrari Range Rover bílinn til að toppa þetta, en Velar er nú miklu flottari að innan en sá stóri. En talandi um stóra jeppa þá má segja að Velar sé kannski hin fullkomna stærð af jeppa, að minnsta kosti er yfrið pláss fyrir alla farþega og hann er líka með nógu stórt skottpláss, eða 673 lítra. Samt er bíllinn nettur að sjá. Oft hefur maður haft það á tilfinningunni að hinir ýmsu bandarísku jeppar og jafnvel japanskir og þýskir séu einfaldlega of stórir og klunnalegir og það hefur komið niður á aksturseiginleikum þeirra. Í Velar er ef til vill hin hárrétta stærð fundin.Aflmiklar vélar og val um 5 gerðirÍ dýrum lúxusbílum er hjartað gjarnan að finna undir húddinu og þegar kemur að Velar er um margt að velja, einar 3 dísilvélar og 2 bensínvélar. Dísilvélarnar eru 180, 240 og 300 hestafla og eru tvær þær fyrstnefndu í raun sama 2,0 lítra vélin en í mismunandi útfærslu. Sú aflmesta er 3,0 lítra. Bensínvélarnar eru 250 og 380 hestafla, sú minni 2,0 lítra og 4 strokka, en sú stærri 3,0 lítra og V6. Með aflmeiri bensínvélinni er þessi myndarlegi bíll aðeins 5,3 sekúndur í hundraðið. Það var hreinn unaður að aka þeim bíl og þvílíkt afl sem er til staðar. Til prufunar í reynsluakstrinum var sá bíll og 300 hestafla dísilútgáfan, en þar fer enginn letingi heldur. Báðir eru þessir bílar með geggjaðar vélar og 300 hestafla dísilvélin er sú sama og finna má í nýjum F-Pace jeppa Jaguar, enda þar um að ræða sama fyrirtæki. Sú útfærsla bílsins sem seinust er að taka sprettinn í 100 er 180 hestafla dísilútgáfan, sem samt er þó ekki nema 8,4 sekúndur. Vélarnar menga á bilinu 142-214 CO2 og teljast því engir umhverfissóðar. Fegurðin uppmáluð og í takt við landslagið.Mögnuð drifgetaÞó margt kæmi á óvart við akstur þessa frábæra bíls þá var það ekki síst drifgeta hans. Hæfni hans og klifurgeta í erfiðum torfærum er engu lík. Í Noregi fékk hann aldeilsi líka að sanna það og til að mynda var klifið upp 1.400 metra uppá Stranda skíðasvæðið og þar var oft svo bratt og grýtt að vorkunnsemi gætti í garð bílsins. En áfram kleif hann þess brekku með þvílíkum stæl og það var ekki frá því að ökumaður væri orðinn þreyttur á að þræða skorningana á leiðanda og mikið feginn dásemdar hádegismatnum sem boðið var uppá á toppnum þar sem leyndist frábær skíðahutta. Það á náttúrulega ekki að koma neinum á óvart mikil drifgeta Range Rover eða Land Rover bíla. Það er samt bara svo gaman að láta minna sig á það með svona mögnuðum hætti. Það er líka þægilegt að vita af því að vaðgeta þessa bíls er 65 cm. Hljóðkerfi bílsins er kapítuli útaf fyrir sig, en það er 1.600 wött og með 23 hátalara. Annan eins hljóm í bíl hefur undirritaður ekki heyrt og alveg sama var hve hátt var hækkað í græjunum, aldrei gætti bjögunar. Þetta þarf þó að sérpanta í bílinn. Tæknibúnaðurinn í þessum bíl er frábær og of lítið pláss hér til að tíunda hann allan, en ástæða er þó sérstaklega að nefna hemlastýrðu togstýringuna sem skilar einstökum akstureiginleikum og afköstum í akstri. Það er engin ástæða til að keppast við það að kaupa Velar með stærstu felgunum því það skemmir akstursgetuna, ekki síst í ófærum. Í borgarakstri er Velar á pari við hinn nýja F-Pace, en hann slær honum við í torfærum. Velar má fá frá 9.990.000 kr. en í kynningarútgáfunni með 380 hestafla bensínvélinni kostar hann 21.190.000 kr. Með Velar er kominn fallegasti jeppi götunnar og kannski bara sá besti.Geggjað mælaborð í Velar.Kostir: Útlit, innrétting, torfærugetaÓkostir: Verð á dýrustu útgáfum 2,0 lítra dísilvél, 240 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 154 g/km CO2 Hröðun: 8,3 sek. Hámarkshraði: 250 km/klst Verð frá: 11.090.000 kr. Umboð: BLEkkert nema endalausir stórir skjáir í mælaborðinu. Lookar geðveikt. Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent
Reynsluakstur - Range Rover VelarÞær eru ekki svo ýkja margar bílgerðirnar sem lúxusbílaframleiðandinn Land Rover smíðar af Range Rover bílum. Það er hinn hefðbundni stóri Range Rover, Range Rover Sport og Range Rover Evoque. Því teljast það tímamót þegar fjórða bílgerðin er kynnt til sögunnar, þ.e. Range Rover Velar. Það gerðu þeir Bretarnir sannarlega með stæl og hóuðu í blaðamenn til Noregs þar sem finna má landslag sem hentar þessum bíl einkar vel. Það hlýtur samt að vera vandasamt verk að tefla fram nýjum jeppa í lúxusflokki í samkeppninni við svo marga lúxusbílaframleiðendur sem keppst hafa við að undanförnu að kynna nýja jeppa í löngum röðum. Það hafa meira að segja frægir sportbílaframleiðendur gert sem aldrei áður hafa smíðað jeppa. Það jákvæða er þó að enn virðist mjög mikil eftirspurn eftir dýrum og flottum jeppum í heiminum. Til að gera langa sögu stutta þá hefur Land Rover tekist það með bravör með þessum nýja Range Rover Velar.Klifrað upp 1.400 metra fjall að skíðasvæðini Stranda í Noregi. Þarna stóð Velar sig frábærlega, sem reyndar allsstaðar.Guðdómlega flottur að innanFyrir það fyrsta þá er þessi bíll guðdómlega flottur að ytra útliti. Að áliti greinarritara er hér kominn fallegasti jeppinn sem í boði er í heiminum í dag, punktur og basta. Það liggur við að segja að flottari hönnun hafi ekki sést síðan Audi TT fór að rúlla af færiböndunum árið 1998. Bíllinn er í senn kraftalegur en með svo fágaðar línur og sportlegar að hann mun næstum snúa áhorfendur úr hálsliðnum við að fylgja honum eftir. Ef að ytra útlitið er fallegt, hvað mætti þó segja um innra útlitið, nema að það sé fátt sem slær því ytra við nema þá það innra. Hreint vaðandi lúxus, frábært efnisval, mikil tækni en aðallega svo smekkleg hönnun að maður tekur andköf. Það má hreinlega velta því fyrir sér hvað Land Rover ætlar að gera fyrir stærri og dýrari Range Rover bílinn til að toppa þetta, en Velar er nú miklu flottari að innan en sá stóri. En talandi um stóra jeppa þá má segja að Velar sé kannski hin fullkomna stærð af jeppa, að minnsta kosti er yfrið pláss fyrir alla farþega og hann er líka með nógu stórt skottpláss, eða 673 lítra. Samt er bíllinn nettur að sjá. Oft hefur maður haft það á tilfinningunni að hinir ýmsu bandarísku jeppar og jafnvel japanskir og þýskir séu einfaldlega of stórir og klunnalegir og það hefur komið niður á aksturseiginleikum þeirra. Í Velar er ef til vill hin hárrétta stærð fundin.Aflmiklar vélar og val um 5 gerðirÍ dýrum lúxusbílum er hjartað gjarnan að finna undir húddinu og þegar kemur að Velar er um margt að velja, einar 3 dísilvélar og 2 bensínvélar. Dísilvélarnar eru 180, 240 og 300 hestafla og eru tvær þær fyrstnefndu í raun sama 2,0 lítra vélin en í mismunandi útfærslu. Sú aflmesta er 3,0 lítra. Bensínvélarnar eru 250 og 380 hestafla, sú minni 2,0 lítra og 4 strokka, en sú stærri 3,0 lítra og V6. Með aflmeiri bensínvélinni er þessi myndarlegi bíll aðeins 5,3 sekúndur í hundraðið. Það var hreinn unaður að aka þeim bíl og þvílíkt afl sem er til staðar. Til prufunar í reynsluakstrinum var sá bíll og 300 hestafla dísilútgáfan, en þar fer enginn letingi heldur. Báðir eru þessir bílar með geggjaðar vélar og 300 hestafla dísilvélin er sú sama og finna má í nýjum F-Pace jeppa Jaguar, enda þar um að ræða sama fyrirtæki. Sú útfærsla bílsins sem seinust er að taka sprettinn í 100 er 180 hestafla dísilútgáfan, sem samt er þó ekki nema 8,4 sekúndur. Vélarnar menga á bilinu 142-214 CO2 og teljast því engir umhverfissóðar. Fegurðin uppmáluð og í takt við landslagið.Mögnuð drifgetaÞó margt kæmi á óvart við akstur þessa frábæra bíls þá var það ekki síst drifgeta hans. Hæfni hans og klifurgeta í erfiðum torfærum er engu lík. Í Noregi fékk hann aldeilsi líka að sanna það og til að mynda var klifið upp 1.400 metra uppá Stranda skíðasvæðið og þar var oft svo bratt og grýtt að vorkunnsemi gætti í garð bílsins. En áfram kleif hann þess brekku með þvílíkum stæl og það var ekki frá því að ökumaður væri orðinn þreyttur á að þræða skorningana á leiðanda og mikið feginn dásemdar hádegismatnum sem boðið var uppá á toppnum þar sem leyndist frábær skíðahutta. Það á náttúrulega ekki að koma neinum á óvart mikil drifgeta Range Rover eða Land Rover bíla. Það er samt bara svo gaman að láta minna sig á það með svona mögnuðum hætti. Það er líka þægilegt að vita af því að vaðgeta þessa bíls er 65 cm. Hljóðkerfi bílsins er kapítuli útaf fyrir sig, en það er 1.600 wött og með 23 hátalara. Annan eins hljóm í bíl hefur undirritaður ekki heyrt og alveg sama var hve hátt var hækkað í græjunum, aldrei gætti bjögunar. Þetta þarf þó að sérpanta í bílinn. Tæknibúnaðurinn í þessum bíl er frábær og of lítið pláss hér til að tíunda hann allan, en ástæða er þó sérstaklega að nefna hemlastýrðu togstýringuna sem skilar einstökum akstureiginleikum og afköstum í akstri. Það er engin ástæða til að keppast við það að kaupa Velar með stærstu felgunum því það skemmir akstursgetuna, ekki síst í ófærum. Í borgarakstri er Velar á pari við hinn nýja F-Pace, en hann slær honum við í torfærum. Velar má fá frá 9.990.000 kr. en í kynningarútgáfunni með 380 hestafla bensínvélinni kostar hann 21.190.000 kr. Með Velar er kominn fallegasti jeppi götunnar og kannski bara sá besti.Geggjað mælaborð í Velar.Kostir: Útlit, innrétting, torfærugetaÓkostir: Verð á dýrustu útgáfum 2,0 lítra dísilvél, 240 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 154 g/km CO2 Hröðun: 8,3 sek. Hámarkshraði: 250 km/klst Verð frá: 11.090.000 kr. Umboð: BLEkkert nema endalausir stórir skjáir í mælaborðinu. Lookar geðveikt.
Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent