Lífið samstarf

Margmiðlunarhönnuður á krabbameinslækningadeild

Landspítali kynnir
Ástríður Edda segir Landspítala allt öðruvísi vinnustað en hún bjóst við.
Ástríður Edda segir Landspítala allt öðruvísi vinnustað en hún bjóst við.
Mannauðsramminn:  Ástríður Edda Geirsdóttir er deildarritari á krabbameinslækningadeildinni 11E á Landspítala við Hringbraut þar sem hún hefur starfað í liðlega eitt ár. Ástríður Edda er menntaður þjónn og starfaði áður meðal annars á veitingastaðnum Nauthóli.

"Mig langaði að breyta til og skipta um takt frá þeirri vinnu. Annars er ég margmiðlunarhönnuður frá Tækniskóla Íslands og grafískur miðlari í ofanálag, þannig að minn bakgrunnur er nokkuð fjölbreyttur. Óskastarfið er að fást við hönnun, en þangað til er ég hérna og líkar ágætlega."

Ástríður Edda er alin upp í Árbænum, en býr nú Fossvogi með tólf ára syni sínum sem er upprennandi sellóleikari. "Ég var að læra prjóna og ætlaði þannig að koma mér upp áhugamáli til að slaka á með, en það hefur gengið ósköp hægt. Skemmtilegast þykir mér að fara í ræktina og annað hvort smella mér í lyftingar eða taka sprett í hjólatíma. Svo var ég að læra foam-flex um daginn, en það snýst um liðleika og mýkt sem er meðal annars náð fram með notkun á sniðugri frauðplastrúllu."

Ástríður Edda segir Landspítala allt öðruvísi vinnustað en hún bjóst við. "Álagið er mikið og flæðið ólíkt því sem ég hef upplifað annars staðar. Ég gæfi mikið fyrir að vera með betri tölvubúnað við höndina. En starfsfólkið hér og andrúmsloftið er vitaskuld einstakt. Það er svo mikil hlýja, alúð og atorka í öllum hérna, þrátt fyrir umhverfi sem er oft erfitt." 

Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér

Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×