Ekki vera sóði Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. september 2017 07:00 Glöggir göngugarpar sem gengið hafa á Esjuna undanfarið hafa vafalaust tekið eftir kassa af orkustykkjum sem hefur orðið á vegi þeirra á leið upp fjallið. Um er að ræða svokölluð orkustykki frá Kellogg’s sem vafalaust eiga að vera næring til að auðvelda fólki gönguna. Enginn ætlar Nóa Síríusi, umboðsaðila Kellogg’s stykkjanna, að hafa viljandi stuðlað að sóðaskap. En staðreyndin er, að göngufólki hefur ekki verið treystandi í umgengni við kassann góða, því umbúðirnar hafa fundist á víð og dreif um Esjuhlíðar og nágrenni. Reykjavíkurborg hefur gripið í taumana og farið fram á að kassinn verði fjarlægður. Í þessu samhengi er ástæða til að staldra við. Við göngum nefnilega ekki nógu vel um úti í guðsgrænni náttúrunni – og raunar ekki heldur inni í bæjum og borgum. Mörgum sem koma til Reykjavíkur finnst þrifnaði og umhirðu ábótavant. Þar liggur sökin ekki bara hjá borgaryfirvöldum, heldur ekki síður hjá okkur sjálfum. Umhverfi helst ekki hreint og snyrtilegt nema íbúarnir og yfirvöld leggist á eitt. Kellogg’s-umbúðirnar eru bara ein birtingarmynd. Göngumenn hvar sem er taka eftir rusli á víðavangi. Á fjölförnum gönguleiðum í nágrenni höfuðborgarinnar eru sígarettustubbar á víð og dreif. Og þótt ótrúlega hljómi, hafa einstaka hundaeigendur fyrir því að tína upp skítinn eftir rakka sína og setja í plastpoka, sem þeir svo skilja eftir á víðavangi. Það er undarleg ráðstöfun, því skíturinn eyðist í náttúrunni en plastið ekki. Sumir eru okkur hinum til eftirbreytni og ganga með poka til að tína upp rusl eftir samborgara sína, þótt þeir básúni það ekki endilega á torgum. Sóðaskapinn er víða að finna. Yfirfullar ruslatunnur á vinsælum áningarstöðum, bjórdósir og fjúkandi plast við einstakar náttúruperlur. Sóðaskapurinn er kannski stærsta ógnin við verðmæta sérstöðu, sem við fengum í arf, og umheimurinn hefur tekið eftir í æ ríkari mæli. Ferðaþjónustan hefur byggst upp með ógnarhraða. Eðlilegt er að hún þjáist af vaxtarverkjum og sé ekki við öllu búin. Þar mætti ýmislegt betur fara. Þá afsökun höfum við hins vegar ekki gagnvart okkur sjálfum, hvernig við göngum um. Okkur þykir sjálfsagt að heimsækja náttúruperlur sem eru innan seilingar. En þær verða fljótar að drabbast niður ef umgengni okkar sjálfra er ábótavant. Ísland hefur á sér orð fyrir hreinleika og náttúrufegurð. Það er orðspor sem okkur á að vera annt um. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda því. Það snýr líka að daglegri neyslu, til dæmis notkun umhverfisvænni fararskjóta. Það er ruddaskapur og tillitsleysi að henda rusli á víðavangi. Við eigum að bera ábyrgð á okkur sjálfum, hvert og eitt. Ekki henda rusli. Vertu ekki sóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun
Glöggir göngugarpar sem gengið hafa á Esjuna undanfarið hafa vafalaust tekið eftir kassa af orkustykkjum sem hefur orðið á vegi þeirra á leið upp fjallið. Um er að ræða svokölluð orkustykki frá Kellogg’s sem vafalaust eiga að vera næring til að auðvelda fólki gönguna. Enginn ætlar Nóa Síríusi, umboðsaðila Kellogg’s stykkjanna, að hafa viljandi stuðlað að sóðaskap. En staðreyndin er, að göngufólki hefur ekki verið treystandi í umgengni við kassann góða, því umbúðirnar hafa fundist á víð og dreif um Esjuhlíðar og nágrenni. Reykjavíkurborg hefur gripið í taumana og farið fram á að kassinn verði fjarlægður. Í þessu samhengi er ástæða til að staldra við. Við göngum nefnilega ekki nógu vel um úti í guðsgrænni náttúrunni – og raunar ekki heldur inni í bæjum og borgum. Mörgum sem koma til Reykjavíkur finnst þrifnaði og umhirðu ábótavant. Þar liggur sökin ekki bara hjá borgaryfirvöldum, heldur ekki síður hjá okkur sjálfum. Umhverfi helst ekki hreint og snyrtilegt nema íbúarnir og yfirvöld leggist á eitt. Kellogg’s-umbúðirnar eru bara ein birtingarmynd. Göngumenn hvar sem er taka eftir rusli á víðavangi. Á fjölförnum gönguleiðum í nágrenni höfuðborgarinnar eru sígarettustubbar á víð og dreif. Og þótt ótrúlega hljómi, hafa einstaka hundaeigendur fyrir því að tína upp skítinn eftir rakka sína og setja í plastpoka, sem þeir svo skilja eftir á víðavangi. Það er undarleg ráðstöfun, því skíturinn eyðist í náttúrunni en plastið ekki. Sumir eru okkur hinum til eftirbreytni og ganga með poka til að tína upp rusl eftir samborgara sína, þótt þeir básúni það ekki endilega á torgum. Sóðaskapinn er víða að finna. Yfirfullar ruslatunnur á vinsælum áningarstöðum, bjórdósir og fjúkandi plast við einstakar náttúruperlur. Sóðaskapurinn er kannski stærsta ógnin við verðmæta sérstöðu, sem við fengum í arf, og umheimurinn hefur tekið eftir í æ ríkari mæli. Ferðaþjónustan hefur byggst upp með ógnarhraða. Eðlilegt er að hún þjáist af vaxtarverkjum og sé ekki við öllu búin. Þar mætti ýmislegt betur fara. Þá afsökun höfum við hins vegar ekki gagnvart okkur sjálfum, hvernig við göngum um. Okkur þykir sjálfsagt að heimsækja náttúruperlur sem eru innan seilingar. En þær verða fljótar að drabbast niður ef umgengni okkar sjálfra er ábótavant. Ísland hefur á sér orð fyrir hreinleika og náttúrufegurð. Það er orðspor sem okkur á að vera annt um. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda því. Það snýr líka að daglegri neyslu, til dæmis notkun umhverfisvænni fararskjóta. Það er ruddaskapur og tillitsleysi að henda rusli á víðavangi. Við eigum að bera ábyrgð á okkur sjálfum, hvert og eitt. Ekki henda rusli. Vertu ekki sóði.