Lífið

Segir Woody Allen og Roman Polanski vera magnaða leikstjóra

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kate Winslet sagðist ekkert vita um málið.
Kate Winslet sagðist ekkert vita um málið. Vísir/getty

Leikkonan Kate Winslet setur það ekki fyrir sig að leikstjórinn Woody Allen hafi verið sakaður um kynferðisofbeldi og tók þá ákvörðun að starfa fyrir hann því hann sé „magnaður leikstjóri.“

Allen var gefið að sök að hafa misnotað stjúpdóttur sína en saksóknari ákvað að gefa ekki út ákæru í málinu.

Woody Allen segist aldrei hugsa um þær þungu sakir sem á hann voru bornar. Hann vill ekki tjá sig neitt frekar um ásakanirnar.Vísir/getty

Aðspurð hvort hún hafi verið hikandi að taka að sér hlutverk í mynd Allens vegna þessa segist Winslet ekki hafa þekkt Allen áður. Leikkonan fer með aðalhlutverkið í nýjustu mynd Allens, Wonder Wheel en auk hennar leika aðrir þekktir leikarar í myndinni á borð við Justin Timberlake, Debi Mazar og Juno Temple.

„Auðvitað hugsar maður um það en ég þekkti ekki Woody og ég veit ekki neitt um þessa fjölskyldu. Sem leikkona í myndinni verður maður að halda ákveðinni fjarlægð og segja sem er að ég veit í raun ekki neitt um þetta. Ég veit ekki hvort þetta sé satt,“ segir leikkonan í viðtali við New York Times um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Allens.

Kate Winslet tók sérstaklega fram að Roman Polanski væri líka magnaður leikstjóri, spurð út í sína afstöðu til Allens.Vísir/getty

Hún segist eftir nokkra umhugsun hafa ákveðið að leggja þessar hugsanir til hliðar og vinna með Woody. „Hann er magnaður leikstjóri,“ segir Winslet sem bætir við að sér þyki Roman Polanski einnig magnaður í sínu starfi en Polanski nauðgaði þrettán ára stúlku á áttunda áratugnum í Los Angeles. „Ég átti einstaka upplifun í vinnunni með þessum mönnum og það er sannleikurinn.“


Tengdar fréttir

Opið bréf Dylan Farrow vekur heimsathygli

Virðingin sem Woody Allen nýtur í kvikmyndaiðnaðinum er lýsandi dæmi þess að samfélagið bregst ítrekað fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréfi Dylan Farrow, dóttur Allens, sem birtist í The New York Times í gærkvöldi, en þar lýsir hún misnotkun af hálfu föður síns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.