Lífið

Svona stóð Frikki Dór sig fyrir tíu dögum á Fiskideginum mikla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki í miklum vandræðum að þessu sinni.
Ekki í miklum vandræðum að þessu sinni.
Söngvarinn Friðrik Dór átti í erfiðleikum með tæknibúnaðinn sinn, svo kallað innra eyra, á stórtónleikum Rásar 2 á Arnarhóli á Menningarnótt á laugardagskvöldið. 

Tónleikarnir voru í beinni útsendigu á RÚV og tóku áhorfendur fljótlega eftir því að ekki var allt með feldu á sviðinu. 

„Mér hefur oft liðið betur eftir gigg en það er erfitt fyrir alla að moka upp eftir þrefalt rafmagnsleysi á tíu mínútum með ellefu manna band á sviðinu en svona gerist bara. Þetta er bein útsending, allt getur gerst í beinni. Við tókum þetta bara á kassann, keyrðum þetta í gegn og skemmtum okkur vel,“ sagði Friðrik í samtali við RÚV strax eftir tónleikana. 

Sjónvarpsstöðin N4 var með útsendingu frá stórtónleikum á Dalvík fyrir tíu dögum og þar kom Friðrik Dór fram á Fiskideginum mikla.

Stöðin deilir í dag myndbandi frá tónleikunum þar sem Friðrik Dór tekur lagið Í síðasta skipti með hljómsveit sinni og er munurinn talsverður eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×