Við verðum að spila af hörku Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2017 06:30 Pedersen ásamt aðstoðarþjálfurum sínum á æfingu í gær. fréttablaðið/vilhelm Craig Pedersen landsliðsþjálfari tilkynnti formlega í gær hvaða tólf leikmenn fara til Finnlands í dag og spila á EM sem hefst þar í vikunni. Það kom ekkert á óvart í vali þjálfarans sem hélt sig við sömu menn og í síðustu æfingaleikjum. „Við vorum búnir að ákveða hópinn áður en við fórum í síðustu ferð til Ungverjalands og Litháen. Við vorum nokkuð vissir er við fórum til Rússlands en það var smá áhyggjuefni með meiðsli sem við urðum að taka inn í reikninginn þar,“ segir Pedersen en þó svo hann sé kominn með sinn tólf manna hóp þá eru enn smá meiðslaáhyggjur.Tveir tæpir „Haukur Helgi er ekki nógu góður í bakinu en mun æfa í dag. Jón Arnór er líka slæmur í náranum en hann verður betri með hverjum deginum. Hann ætti því að geta spilað með okkur.“ Íslenska liðið hefur náð góðum undirbúningi fyrir mótið. Æft mikið saman og spilað fjölda leikja. Þjálfarinn er ánægður með það. „Við náðum strax góðu flæði. Við höfum spilað fína leiki og sérstaklega gegn Rússum og Litháum. Þá sýndum við þann baráttuanda sem þarf alltaf að vera í liðinu. Í Ungverjalandi spiluðum við sautján frábærar mínútur en síðan tóku þeir okkur í gegn en við sýndum hvað við getum gegn bestu liðunum,“ segir Pedersen en íslenska liðið tapaði þessum leikjum. En hefur hann ekkert áhyggjur af andlegu hliðinni fyrir mótið? „Það má ekki gleyma því að við vorum að spila við frábær lið. Litháen er þriðja besta lið heims með tvo NBA-menn í byrjunarliðinu. Við verðum að nýta það sem við við höfum. Spila af hörku og með miklum krafti. Við verðum líka að spila vel saman sem lið og ef það tekst þá náum við vonandi að hanga í andstæðingum okkar.“Skilja allt eftir á gólfinu Andstæðingar Íslands í Finnlandi eru allir mjög sterkir og Pedersen segir að stundum geti farið svo að besti leikur Íslands dugi ekki til að vinna leik. „Þetta eru góð lið og hafa mikla yfirburði á okkur í ákveðnum þáttum. Þau hafa því getuna til þess að spila ekki sinn besta leik en geta samt unnið okkur. Við verðum því að skilja allt eftir á gólfinu. Meira getum við ekki gert og vonandi skilar það okkur sigri eða sigrum,“ segir Pedersen en hans lið er ekki eins óskrifað blað líkt og það var síðast er Ísland komst á EM. „Við verðum að mæta til leiks með sama hugarfar og síðast. Að við séum minna liðið sem þurfi að leggja meira á sig en andstæðingurinn. Þannig vinnum við fleiri lausa bolta og gefum okkur betra tækifæri í leikjunum en ella. Þessi riðill er jafn sterkur og riðillinn sem við vorum í síðast. Ef við spilum vel þá getum við unnið leik en þessi lið eru öll alltaf sigurstranglegri en við. Ég vil sjá okkur spila vel, leggja okkur alla fram og sjá hverju það skilar okkur.“Jón Arnór í meðferð eftir æfingu í gær.vísir/vilhelmJón Arnór allur að koma til Jón Arnór Stefánsson var með umbúðir utan um hægri fótinn eftir æfingu liðsins í dag. Standið á honum hefur ekki verið nógu gott en hann segist allur vera að koma til. „Ég er búinn að vera meiddur í öllum undirbúningnum en hef síðustu tvær vikur gert mikið meira. Ég er enn í hreyfingu sem ég er að stýra sjálfur. Ég er ekki farinn að taka á því af fullu. Ég tel mig geta byrjað af fullu núna og er bjartsýnn á að ég geti hjálpað liðinu. Mínar væntingar eru að komast í nógu gott stand til þess að geta hjálpað liðinu. Vera til taks,“ segir Jón Arnór en hvaða væntingar hefur hann fyrir mótið? „Að við leggjum okkur meira fram en hitt liðið. Hafa trú á því sem við erum að gera. Þessir þættir verða að vera í lagi. Fókusinn sé á að við gerum meira en andstæðingurinn og sá þáttur mun skila okkur einhverjum úrslitum því við erum ekki að fara að yfirspila neina andstæðinga. Með vinnunni gefum við okkur möguleika á því að stela kannski sigri sem væri ofboðslega sætt.“ EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Craig Pedersen landsliðsþjálfari tilkynnti formlega í gær hvaða tólf leikmenn fara til Finnlands í dag og spila á EM sem hefst þar í vikunni. Það kom ekkert á óvart í vali þjálfarans sem hélt sig við sömu menn og í síðustu æfingaleikjum. „Við vorum búnir að ákveða hópinn áður en við fórum í síðustu ferð til Ungverjalands og Litháen. Við vorum nokkuð vissir er við fórum til Rússlands en það var smá áhyggjuefni með meiðsli sem við urðum að taka inn í reikninginn þar,“ segir Pedersen en þó svo hann sé kominn með sinn tólf manna hóp þá eru enn smá meiðslaáhyggjur.Tveir tæpir „Haukur Helgi er ekki nógu góður í bakinu en mun æfa í dag. Jón Arnór er líka slæmur í náranum en hann verður betri með hverjum deginum. Hann ætti því að geta spilað með okkur.“ Íslenska liðið hefur náð góðum undirbúningi fyrir mótið. Æft mikið saman og spilað fjölda leikja. Þjálfarinn er ánægður með það. „Við náðum strax góðu flæði. Við höfum spilað fína leiki og sérstaklega gegn Rússum og Litháum. Þá sýndum við þann baráttuanda sem þarf alltaf að vera í liðinu. Í Ungverjalandi spiluðum við sautján frábærar mínútur en síðan tóku þeir okkur í gegn en við sýndum hvað við getum gegn bestu liðunum,“ segir Pedersen en íslenska liðið tapaði þessum leikjum. En hefur hann ekkert áhyggjur af andlegu hliðinni fyrir mótið? „Það má ekki gleyma því að við vorum að spila við frábær lið. Litháen er þriðja besta lið heims með tvo NBA-menn í byrjunarliðinu. Við verðum að nýta það sem við við höfum. Spila af hörku og með miklum krafti. Við verðum líka að spila vel saman sem lið og ef það tekst þá náum við vonandi að hanga í andstæðingum okkar.“Skilja allt eftir á gólfinu Andstæðingar Íslands í Finnlandi eru allir mjög sterkir og Pedersen segir að stundum geti farið svo að besti leikur Íslands dugi ekki til að vinna leik. „Þetta eru góð lið og hafa mikla yfirburði á okkur í ákveðnum þáttum. Þau hafa því getuna til þess að spila ekki sinn besta leik en geta samt unnið okkur. Við verðum því að skilja allt eftir á gólfinu. Meira getum við ekki gert og vonandi skilar það okkur sigri eða sigrum,“ segir Pedersen en hans lið er ekki eins óskrifað blað líkt og það var síðast er Ísland komst á EM. „Við verðum að mæta til leiks með sama hugarfar og síðast. Að við séum minna liðið sem þurfi að leggja meira á sig en andstæðingurinn. Þannig vinnum við fleiri lausa bolta og gefum okkur betra tækifæri í leikjunum en ella. Þessi riðill er jafn sterkur og riðillinn sem við vorum í síðast. Ef við spilum vel þá getum við unnið leik en þessi lið eru öll alltaf sigurstranglegri en við. Ég vil sjá okkur spila vel, leggja okkur alla fram og sjá hverju það skilar okkur.“Jón Arnór í meðferð eftir æfingu í gær.vísir/vilhelmJón Arnór allur að koma til Jón Arnór Stefánsson var með umbúðir utan um hægri fótinn eftir æfingu liðsins í dag. Standið á honum hefur ekki verið nógu gott en hann segist allur vera að koma til. „Ég er búinn að vera meiddur í öllum undirbúningnum en hef síðustu tvær vikur gert mikið meira. Ég er enn í hreyfingu sem ég er að stýra sjálfur. Ég er ekki farinn að taka á því af fullu. Ég tel mig geta byrjað af fullu núna og er bjartsýnn á að ég geti hjálpað liðinu. Mínar væntingar eru að komast í nógu gott stand til þess að geta hjálpað liðinu. Vera til taks,“ segir Jón Arnór en hvaða væntingar hefur hann fyrir mótið? „Að við leggjum okkur meira fram en hitt liðið. Hafa trú á því sem við erum að gera. Þessir þættir verða að vera í lagi. Fókusinn sé á að við gerum meira en andstæðingurinn og sá þáttur mun skila okkur einhverjum úrslitum því við erum ekki að fara að yfirspila neina andstæðinga. Með vinnunni gefum við okkur möguleika á því að stela kannski sigri sem væri ofboðslega sætt.“
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum