Stjórnmál og lygar: Taka tvö Þorvaldur Gylfason skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Fyrir viku lýsti ég því á þessum stað hvernig lygar geta kallað yfir menn fangelsisdóma í Bandaríkjunum. Þetta á ekki bara við um meinsæri fyrir rétti, heldur einnig um ósannindi í vitnaleiðslum saksóknara og þingnefnda. Lygin er höfð refsiverð þar eð hún getur hindrað framgang réttvísinnar. Á Bretlandi eru viðurlög við lygum vægari og einnig hér heima. Alþingi setti þingmönnum ekki siðareglur fyrr en í fyrra, 2016. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti Íslands, sinnti í engu tilmælum forsætisráðherra um að setja forsetaembættinu siðareglur eftir að Rannsóknarnefnd Alþingis (8. bindi, bls. 170-178) fór hörðum orðum um framgöngu forsetans í aðdraganda hrunsins. Forsetinn bar því við að forsætisráðherra hefur ekki boðvald yfir forsetanum. Forsetinn hegðaði sér eins og óstýrilátur unglingur sem neitar að taka til í herberginu sínu og beitir lagarökum, líkt og lög trompi góða siði.Meiri hluti var til staðar á Alþingi Málflutningur sumra þeirra sem halda áfram að standa í vegi fyrir staðfestingu nýju stjórnarskrárinnar sem 2/3 hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 markast af ósannindum. Ein lygin er að Alþingi hafi ekki getað staðfest nýju stjórnarskrána vorið 2013 þar eð ekki hafi verið meiri hluti fyrir staðfestingu á Alþingi. Þetta er ósatt. Fyrir lá skrifleg staðfesting 32ja þingmanna um að þeir vildu staðfesta stjórnarskrána fyrir þinglok vorið 2013. Meðal þeirra sem ekki fengust til að lýsa yfir stuðningi við staðfestingu voru þrír þingmenn sem höfðu þó greitt atkvæði með því að bjóða til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, þ. á m. þv. formaður Samfylkingarinnar og forseti Alþingis í sama flokki, flokknum sem hafði haft forustu um stjórnarskrármálið á Alþingi frá hruni. Því mátti ljóst vera að staðfesting stjórnarskrárinnar hefði hlotið a.m.k. 32 atkvæði á Alþingi. Sennilega hefði um helmingur minni hlutans setið hjá við atkvæðagreiðsluna eða látið sig vanta líkt og gerzt hafði við aðrar atkvæðagreiðslur um málið í þinginu. Aðeins 15 þingmenn greiddu atkvæði gegn því að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012. Staðfestingin vorið 2013 strandaði á því að forseti Alþingis braut þingsköp með því að láta ekki greiða atkvæði um málið. Hún var síðan sett yfir siðanefnd Alþingis eins og til að bíta höfuðið af skömminni.Stjórnarbætur kosta átök Önnur lygi er að breytingar á stjórnarskrá verði að fara fram í „víðtækri og varanlegri sátt“ eins og forseti Íslands hélt fram í nýársávarpi sínu 2013 röskum tveim mánuðum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fullyrðing forsetans fv. er röng. Í fyrsta lagi stangast hún á við sögu stjórnarskrárbreytinga hér heima. Veigamestu breytingarnar voru gerðar 1942 og 1959 þegar misvægi atkvæðisréttar eftir búsetu hafði keyrt um þverbak. Jöfnun atkvæðisréttar mætti svo harðri andstöðu Framsóknarflokksins að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn á þingi töluðust varla við lengi eftir átökin og gátu ekki aftur unnið saman í ríkisstjórn fyrr en fimm til 15 árum síðar, 1947 og 1974. Enn ein stjórnarskrárnefnd Alþingis 2013-2016 náði engum árangri vegna ágreinings enda fengust tillögur hennar ekki einu sinni ræddar í þinginu. Í annan stað stangast fullyrðing forsetans fv. einnig á við þá sögulegu staðreynd að nýjar stjórnarskrár úti um heim verða nær ævinlega til í kjölfar áfalla (hruns, sjálfstæðistöku, styrjaldar o.s.frv.) og kosta hörð átök. Nær allar stjórnarskrár heimsins mættu harðri andstöðu, einnig þær sem bezt hafa reynzt eins og t.d. stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1787 og Þýzkalands frá 1949. Þetta stafar af því að stjórnarskrám er öðrum þræði ætlað að reisa girðingar til að vernda almannahag gegn sérhagsmunum og gegn ofríki valdhafa. Krafa um víðtæka og varanlega (!) sátt milli stjórnmálaflokka um stjórnarskrá sem þegar hefur hlotið stuðning 67% kjósenda í þjóðaratkvæði er beinlínis ögrun við lýðræði, ósvífinn fyrirsláttur.Tæknilegur ágreiningur? Nei Ein lygin enn – og hún er sýnu alvarlegust – er að andstaðan gegn staðfestingu stjórnarskrárinnar stafi af tæknilegum ágreiningi um ýmis ákvæði eins og það sé leyfilegt í lýðræðisríki að ógilda þjóðaratkvæðagreiðslu eftir á. Þeir sem áskilja sér rétt til að hafa úrslit þjóðaratkvæðis að engu sýna lýðræðinu lítilsvirðingu. Forsetinn fv. setti fyrir sig í ræðu sinni fáein ákvæði um stjórnskipunina, ákvæði sem Alþingi hafði engar athugasemdir gert við eftir meira en heils árs yfirlegu. Alþingi sá því með réttu enga ástæðu til að spyrja kjósendur um þessi stjórnskipunarákvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Andstaðan við nýju stjórnarskrána stafar að langmestu leyti af andstöðu útvegsmanna og erindreka þeirra við ákvæðið um auðlindir í þjóðareigu og um fullt gjald, þ.e. markaðsgjald, fyrir réttinn til að nýta auðlindirnar. Þetta er þó aldrei sagt berum orðum enda hlaut auðlindaákvæðið stuðning 83% kjósenda 2012. Allt þrefið um önnur ákvæði, þref sem hófst ekki fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, er einber fyrirsláttur af hálfu þeirra sem virðast vilja leggja heilbrigðiskerfið og aðra almannaþjónustu í rúst svo þeir sjálfir geti haldið áfram að hirða 90% af sjávarrentunni frekar en að fólkið í landinu öðlist stjórnarskrárvarinn rétt til að ráðstafa arðinum af eignum sínum. Landsmenn hafa samið sér nýja stjórnarskrá og lýst eindregnum stuðningi við hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þref stjórnmálaflokka á Alþingi um málið er þinginu ósamboðið og getur ekki komið í veg fyrir að nýja stjórnarskráin öðlist gildi, ekki meðan Ísland er lýðræðisríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Tengdar fréttir Stjórnmál og lygar Stjórnmálamenn hagræða stundum sannleikanum. Þeir ljúga stundum að kjósendum og hver að öðrum. Það liggur fyrir. Sumir beinlínis lifa lífinu ljúgandi, t.d. Trump Bandaríkjaforseti. 3. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Fyrir viku lýsti ég því á þessum stað hvernig lygar geta kallað yfir menn fangelsisdóma í Bandaríkjunum. Þetta á ekki bara við um meinsæri fyrir rétti, heldur einnig um ósannindi í vitnaleiðslum saksóknara og þingnefnda. Lygin er höfð refsiverð þar eð hún getur hindrað framgang réttvísinnar. Á Bretlandi eru viðurlög við lygum vægari og einnig hér heima. Alþingi setti þingmönnum ekki siðareglur fyrr en í fyrra, 2016. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti Íslands, sinnti í engu tilmælum forsætisráðherra um að setja forsetaembættinu siðareglur eftir að Rannsóknarnefnd Alþingis (8. bindi, bls. 170-178) fór hörðum orðum um framgöngu forsetans í aðdraganda hrunsins. Forsetinn bar því við að forsætisráðherra hefur ekki boðvald yfir forsetanum. Forsetinn hegðaði sér eins og óstýrilátur unglingur sem neitar að taka til í herberginu sínu og beitir lagarökum, líkt og lög trompi góða siði.Meiri hluti var til staðar á Alþingi Málflutningur sumra þeirra sem halda áfram að standa í vegi fyrir staðfestingu nýju stjórnarskrárinnar sem 2/3 hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 markast af ósannindum. Ein lygin er að Alþingi hafi ekki getað staðfest nýju stjórnarskrána vorið 2013 þar eð ekki hafi verið meiri hluti fyrir staðfestingu á Alþingi. Þetta er ósatt. Fyrir lá skrifleg staðfesting 32ja þingmanna um að þeir vildu staðfesta stjórnarskrána fyrir þinglok vorið 2013. Meðal þeirra sem ekki fengust til að lýsa yfir stuðningi við staðfestingu voru þrír þingmenn sem höfðu þó greitt atkvæði með því að bjóða til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, þ. á m. þv. formaður Samfylkingarinnar og forseti Alþingis í sama flokki, flokknum sem hafði haft forustu um stjórnarskrármálið á Alþingi frá hruni. Því mátti ljóst vera að staðfesting stjórnarskrárinnar hefði hlotið a.m.k. 32 atkvæði á Alþingi. Sennilega hefði um helmingur minni hlutans setið hjá við atkvæðagreiðsluna eða látið sig vanta líkt og gerzt hafði við aðrar atkvæðagreiðslur um málið í þinginu. Aðeins 15 þingmenn greiddu atkvæði gegn því að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012. Staðfestingin vorið 2013 strandaði á því að forseti Alþingis braut þingsköp með því að láta ekki greiða atkvæði um málið. Hún var síðan sett yfir siðanefnd Alþingis eins og til að bíta höfuðið af skömminni.Stjórnarbætur kosta átök Önnur lygi er að breytingar á stjórnarskrá verði að fara fram í „víðtækri og varanlegri sátt“ eins og forseti Íslands hélt fram í nýársávarpi sínu 2013 röskum tveim mánuðum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fullyrðing forsetans fv. er röng. Í fyrsta lagi stangast hún á við sögu stjórnarskrárbreytinga hér heima. Veigamestu breytingarnar voru gerðar 1942 og 1959 þegar misvægi atkvæðisréttar eftir búsetu hafði keyrt um þverbak. Jöfnun atkvæðisréttar mætti svo harðri andstöðu Framsóknarflokksins að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn á þingi töluðust varla við lengi eftir átökin og gátu ekki aftur unnið saman í ríkisstjórn fyrr en fimm til 15 árum síðar, 1947 og 1974. Enn ein stjórnarskrárnefnd Alþingis 2013-2016 náði engum árangri vegna ágreinings enda fengust tillögur hennar ekki einu sinni ræddar í þinginu. Í annan stað stangast fullyrðing forsetans fv. einnig á við þá sögulegu staðreynd að nýjar stjórnarskrár úti um heim verða nær ævinlega til í kjölfar áfalla (hruns, sjálfstæðistöku, styrjaldar o.s.frv.) og kosta hörð átök. Nær allar stjórnarskrár heimsins mættu harðri andstöðu, einnig þær sem bezt hafa reynzt eins og t.d. stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1787 og Þýzkalands frá 1949. Þetta stafar af því að stjórnarskrám er öðrum þræði ætlað að reisa girðingar til að vernda almannahag gegn sérhagsmunum og gegn ofríki valdhafa. Krafa um víðtæka og varanlega (!) sátt milli stjórnmálaflokka um stjórnarskrá sem þegar hefur hlotið stuðning 67% kjósenda í þjóðaratkvæði er beinlínis ögrun við lýðræði, ósvífinn fyrirsláttur.Tæknilegur ágreiningur? Nei Ein lygin enn – og hún er sýnu alvarlegust – er að andstaðan gegn staðfestingu stjórnarskrárinnar stafi af tæknilegum ágreiningi um ýmis ákvæði eins og það sé leyfilegt í lýðræðisríki að ógilda þjóðaratkvæðagreiðslu eftir á. Þeir sem áskilja sér rétt til að hafa úrslit þjóðaratkvæðis að engu sýna lýðræðinu lítilsvirðingu. Forsetinn fv. setti fyrir sig í ræðu sinni fáein ákvæði um stjórnskipunina, ákvæði sem Alþingi hafði engar athugasemdir gert við eftir meira en heils árs yfirlegu. Alþingi sá því með réttu enga ástæðu til að spyrja kjósendur um þessi stjórnskipunarákvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Andstaðan við nýju stjórnarskrána stafar að langmestu leyti af andstöðu útvegsmanna og erindreka þeirra við ákvæðið um auðlindir í þjóðareigu og um fullt gjald, þ.e. markaðsgjald, fyrir réttinn til að nýta auðlindirnar. Þetta er þó aldrei sagt berum orðum enda hlaut auðlindaákvæðið stuðning 83% kjósenda 2012. Allt þrefið um önnur ákvæði, þref sem hófst ekki fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, er einber fyrirsláttur af hálfu þeirra sem virðast vilja leggja heilbrigðiskerfið og aðra almannaþjónustu í rúst svo þeir sjálfir geti haldið áfram að hirða 90% af sjávarrentunni frekar en að fólkið í landinu öðlist stjórnarskrárvarinn rétt til að ráðstafa arðinum af eignum sínum. Landsmenn hafa samið sér nýja stjórnarskrá og lýst eindregnum stuðningi við hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þref stjórnmálaflokka á Alþingi um málið er þinginu ósamboðið og getur ekki komið í veg fyrir að nýja stjórnarskráin öðlist gildi, ekki meðan Ísland er lýðræðisríki.
Stjórnmál og lygar Stjórnmálamenn hagræða stundum sannleikanum. Þeir ljúga stundum að kjósendum og hver að öðrum. Það liggur fyrir. Sumir beinlínis lifa lífinu ljúgandi, t.d. Trump Bandaríkjaforseti. 3. ágúst 2017 10:00