Tónlist

RIF plata lítur loksins dagsins ljós

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Andri Ásgrímsson úr RIF náði loksins að klára og gefa út plötuna Yfir djúpin dagur skín.
Andri Ásgrímsson úr RIF náði loksins að klára og gefa út plötuna Yfir djúpin dagur skín. Vísir/Ernir
„Þetta er plata sem ég hef verið að vinna að í frekar langan tíma, átakanlegt verkefni sem ég þurfti að klára. Það var aðallega peningaleysi sem olli því að þetta tók svona langan tíma – það kostar að fara í stúdíó, og svo bara lífið, lífið tekur meiri tíma heldur en að gera tónlist – tónlist er ekki söluvæn vara í dag og er alltaf á kantinum,“ segir Andri Ásgrímsson tónlistarmaður en hann ásamt Haraldi Þorsteinssyni sendi frá sér plötuna Yfir djúpin dagur skín. Þeir starfa sem hljómsveitin RIF en hafa þó ýmislegt brallað í tónlistinni gegnum tíðina – Andri hefur lengi spilað með Leaves­ og með Haraldi í hljómsveitinni Náttfara.

„þetta er dálítið þjóðleg plata – ég er að syngja á íslensku. Það var eiginlega konseptið, ég hef aðallega verið í „instrumental“ tónlist; Náttfara og svo gerði ég sólóplötu 2009 sem hét Orrustan um Esjuna sem var bara „instrumental“. Svo þetta var smá „challenge“ fyrir mig, að fara út í þennan anga tónlistar og syngja á íslensku.

Ég var að gera lög við texta eftir Stein Steinarr og út frá því fór ég að gera eigin texta. Þannig að þetta var svolítið spennandi á tímabili en síðan var þetta sett í skúffu. En núna er þetta loksins komið.“

RIF spilar í Lucky Records í dag klukkan fimm. Plötuna má kaupa á geisladisk og vínyl í Smekkleysu, Lucky Records og Kaffi Vínyl auk þess sem hlusta má á hana á Spotify og iTunes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.