Framkvæmdastjóri HIV-samtakanna: Stærstu sigrarnir í höfn - en bara fyrir suma Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 09:30 Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV samtakanna „Stærstu sigrarnir eru í höfn fyrir homma og lesbíur. Við njótum lagalegs jafnréttis á við aðra og sýnileikinn er til staðar, unga fólkið kemur fyrr út og samfélagið allt og skólar til fyrirmyndar,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. „En við þurfum að standa vörð um réttindi jaðarhópa. Reynslan segir okkur að þau eru ekki sjálfsögð og Ísland hefur dregist aftur úr hvað varðar réttindi hinsegin fólks miðað við hin Evrópulöndin. Í dag standa spjótin sem dæmi á stöðu transfólks, sérstaklega unglinga og barna.“ Einar kom út úr skápnum fyrir 33 árum og segir ekki hægt að líkja saman lífi samkynhneigðra nú og á níunda áratugnum. „Fordómar voru miklir svo og þekkingarskortur. Það var mikið álag að koma út á þessum árum en jafnframt persónulegur léttir þrátt fyrir tíðarandann. Við nutum ekki mannréttinda á við aðra og ég segi stundum „hommar voru réttdræpir í gamla daga“. Það var hreinlega barist upp á líf og dauða fyrir tilveru samkynhneigða samfélagsins. Úthald, kjarkur, eldmóður og þrautseigja þeirra sem stóðu í stafni á þessum árum var svo öflug að þess verður lengi minnst. Ekki má gleymast að þakka og gleðjast yfir því sem hefur áunnist á ekki lengri tíma, í raun ótrúlegt kraftaverk.“ Einar segir Hinsegin daga mjög mikilvæga hátíð enn í dag. „Það er þetta með sýnileikann, stoltið, ástina og kærleikann og samkenndina. Ég græt oft af gleði og þakklæti á Gay Pride, það er svo ótrúlega stórt, fallegt og dýrmætt fyrir okkur eldri að sjá og finna velviljann og allt sem hefur áunnist í réttindabaráttunni.“ HIV ísland tekur þátt í göngunni í ár. „Við vonumst til að vera hópur sem gengur saman og vera sýnileg. Við höfum látið útbúa skilti með skilaboðum „HIV jákvæðir á lyfjum – smita ekki“ „Jákvæð og ósmitandi“, „Jákvæð og gordjöss“, „Bless fordómar – halló gordjöss“, „HIV jákvæðir á lyfjameðferð =ósmitandi“.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
„Stærstu sigrarnir eru í höfn fyrir homma og lesbíur. Við njótum lagalegs jafnréttis á við aðra og sýnileikinn er til staðar, unga fólkið kemur fyrr út og samfélagið allt og skólar til fyrirmyndar,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. „En við þurfum að standa vörð um réttindi jaðarhópa. Reynslan segir okkur að þau eru ekki sjálfsögð og Ísland hefur dregist aftur úr hvað varðar réttindi hinsegin fólks miðað við hin Evrópulöndin. Í dag standa spjótin sem dæmi á stöðu transfólks, sérstaklega unglinga og barna.“ Einar kom út úr skápnum fyrir 33 árum og segir ekki hægt að líkja saman lífi samkynhneigðra nú og á níunda áratugnum. „Fordómar voru miklir svo og þekkingarskortur. Það var mikið álag að koma út á þessum árum en jafnframt persónulegur léttir þrátt fyrir tíðarandann. Við nutum ekki mannréttinda á við aðra og ég segi stundum „hommar voru réttdræpir í gamla daga“. Það var hreinlega barist upp á líf og dauða fyrir tilveru samkynhneigða samfélagsins. Úthald, kjarkur, eldmóður og þrautseigja þeirra sem stóðu í stafni á þessum árum var svo öflug að þess verður lengi minnst. Ekki má gleymast að þakka og gleðjast yfir því sem hefur áunnist á ekki lengri tíma, í raun ótrúlegt kraftaverk.“ Einar segir Hinsegin daga mjög mikilvæga hátíð enn í dag. „Það er þetta með sýnileikann, stoltið, ástina og kærleikann og samkenndina. Ég græt oft af gleði og þakklæti á Gay Pride, það er svo ótrúlega stórt, fallegt og dýrmætt fyrir okkur eldri að sjá og finna velviljann og allt sem hefur áunnist í réttindabaráttunni.“ HIV ísland tekur þátt í göngunni í ár. „Við vonumst til að vera hópur sem gengur saman og vera sýnileg. Við höfum látið útbúa skilti með skilaboðum „HIV jákvæðir á lyfjum – smita ekki“ „Jákvæð og ósmitandi“, „Jákvæð og gordjöss“, „Bless fordómar – halló gordjöss“, „HIV jákvæðir á lyfjameðferð =ósmitandi“.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira