Trans fólk ætti ekki að þurfa greiningu Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 09:15 Ugla og Fox fyrir utan Downingstræti 10. Aðsendmynd/FoxFisher Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, transaktivisti, segist vilja breyta því að transfólk þurfi að fá greiningu á kynama (e. gender dysphoria) til þess að geta breytt fæðingarvottorði sínu og lifa samkvæmt sinni kynvitund í að minnsta kosti tvö ár áður en hægt er að gangast undir kynleiðréttingu. „Sömuleiðis eru biðlistar til að fá heilbrigðisþjónustu sem tengist aðlögunarferli transfólks allt að tveggja ára bið. Það þurfa að verða miklar breytingar og transfólk ætti að geta breytt öllum skjölum og skilríkjum án þess að þurfa greiningu eða þurfa að bíða í tvö ár.”Fái að skrá kyn sitt sem X Sömuleiðis er mikilvægt að kynsegin fólk fá lagaleg réttindi og geti skráð kyn sitt sem 'x' á opinber skjöl og skilríki. Það þarf að tryggja þeim aðgang að heilbrigðiskerfinu og sjá til þess að allt fólk hafi aðgang burtséð frá kynvitund. Sömuleiðis þarf að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir transbörn og -unglinga og byggja þá þjónustu betur upp svo hún sé styðjandi og mun opnari og auðveldari til að koma í veg fyrir frekari vanlíðan transbarna og -unglinga. Samkvæmt nýrri rannsókn eru hátt í 50% transnemenda í Bretlandi sem hafa reynt eða íhugað sjálfsvíg vegna fordóma og eineltis," segir Ugla. Ugla býr í Bretlandi með maka sínum, Fox Fisher, sem einnig er aktivisti. Saman fengu hún og hán boð frá forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, um að koma í móttöku tileinkaða hinsegin fólki þann 19. júlí síðastliðinn. Slík móttaka er haldin árlega og er aktivistum og forystufólki hinseginhreyfinga boðið.Framarlega í umræðunni „Maki minn hefur verið mjög sýnilegur í þjóðfélagsumræðunni um transmálefni í Bretlandi síðan 2011 og ég hef líka látið á mér bera eftir að ég flutti þangað," útskýrir Ugla. „Forsætisráðherra hélt ræðu þar sem hún talaði um stöðu hinsegin fólks og nefndi þar mismunun gagnvart transfólki væri stórt vandamál í Bretlandi. Hún nefndi að flokkurinn hennar væri að endurskoða núgildandi lög, The Gender Recognition Act (2004), sem er mikið fagnaðarefni og mikil þörf á.Málefni transfólks í höndum Íhaldsflokksins undir forystu May – bindur þú miklar vonir við að eitthvað verði gert? „Flokkurinn hefur ekki verið þekktur fyrir að vera hinsegin fólki mjög vænn og þau hafa einnig farið í samstarf með DUP flokknum á Írlandi sem elur á hinsegin hatri, útlendingaandúð og vinnur gagngert gegn réttindum kvenna. Slíkt samstarf getur aldrei leitt til góðs og segir ýmislegt um siðferðisvitund Íhaldsflokksins að vilja vera kennd við DUP í formlegu samstarfi. Ef vegamiklar breytingar eiga sér stað mun það koma mér á óvart,“ segir Ugla. „Ísland og Bretland eru að mörgu leyti samstíga og til að tryggja transfólk hérlendis þarf sömuleiðis að lyfta sjúkdómsgreiningu burt hérlendis, sjá til þess að heilbrigðiskerfið sé aðgengilegt fyrir kynsegin fólk og það séu skýrar verklagsreglur í kringum heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis þarf að sjá til þess að heilbrigðisþjónusta fyrir transungmenni sé skýr, fagleg og aðgengileg. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, transaktivisti, segist vilja breyta því að transfólk þurfi að fá greiningu á kynama (e. gender dysphoria) til þess að geta breytt fæðingarvottorði sínu og lifa samkvæmt sinni kynvitund í að minnsta kosti tvö ár áður en hægt er að gangast undir kynleiðréttingu. „Sömuleiðis eru biðlistar til að fá heilbrigðisþjónustu sem tengist aðlögunarferli transfólks allt að tveggja ára bið. Það þurfa að verða miklar breytingar og transfólk ætti að geta breytt öllum skjölum og skilríkjum án þess að þurfa greiningu eða þurfa að bíða í tvö ár.”Fái að skrá kyn sitt sem X Sömuleiðis er mikilvægt að kynsegin fólk fá lagaleg réttindi og geti skráð kyn sitt sem 'x' á opinber skjöl og skilríki. Það þarf að tryggja þeim aðgang að heilbrigðiskerfinu og sjá til þess að allt fólk hafi aðgang burtséð frá kynvitund. Sömuleiðis þarf að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir transbörn og -unglinga og byggja þá þjónustu betur upp svo hún sé styðjandi og mun opnari og auðveldari til að koma í veg fyrir frekari vanlíðan transbarna og -unglinga. Samkvæmt nýrri rannsókn eru hátt í 50% transnemenda í Bretlandi sem hafa reynt eða íhugað sjálfsvíg vegna fordóma og eineltis," segir Ugla. Ugla býr í Bretlandi með maka sínum, Fox Fisher, sem einnig er aktivisti. Saman fengu hún og hán boð frá forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, um að koma í móttöku tileinkaða hinsegin fólki þann 19. júlí síðastliðinn. Slík móttaka er haldin árlega og er aktivistum og forystufólki hinseginhreyfinga boðið.Framarlega í umræðunni „Maki minn hefur verið mjög sýnilegur í þjóðfélagsumræðunni um transmálefni í Bretlandi síðan 2011 og ég hef líka látið á mér bera eftir að ég flutti þangað," útskýrir Ugla. „Forsætisráðherra hélt ræðu þar sem hún talaði um stöðu hinsegin fólks og nefndi þar mismunun gagnvart transfólki væri stórt vandamál í Bretlandi. Hún nefndi að flokkurinn hennar væri að endurskoða núgildandi lög, The Gender Recognition Act (2004), sem er mikið fagnaðarefni og mikil þörf á.Málefni transfólks í höndum Íhaldsflokksins undir forystu May – bindur þú miklar vonir við að eitthvað verði gert? „Flokkurinn hefur ekki verið þekktur fyrir að vera hinsegin fólki mjög vænn og þau hafa einnig farið í samstarf með DUP flokknum á Írlandi sem elur á hinsegin hatri, útlendingaandúð og vinnur gagngert gegn réttindum kvenna. Slíkt samstarf getur aldrei leitt til góðs og segir ýmislegt um siðferðisvitund Íhaldsflokksins að vilja vera kennd við DUP í formlegu samstarfi. Ef vegamiklar breytingar eiga sér stað mun það koma mér á óvart,“ segir Ugla. „Ísland og Bretland eru að mörgu leyti samstíga og til að tryggja transfólk hérlendis þarf sömuleiðis að lyfta sjúkdómsgreiningu burt hérlendis, sjá til þess að heilbrigðiskerfið sé aðgengilegt fyrir kynsegin fólk og það séu skýrar verklagsreglur í kringum heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis þarf að sjá til þess að heilbrigðisþjónusta fyrir transungmenni sé skýr, fagleg og aðgengileg.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Sjá meira