Trans fólk ætti ekki að þurfa greiningu Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 09:15 Ugla og Fox fyrir utan Downingstræti 10. Aðsendmynd/FoxFisher Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, transaktivisti, segist vilja breyta því að transfólk þurfi að fá greiningu á kynama (e. gender dysphoria) til þess að geta breytt fæðingarvottorði sínu og lifa samkvæmt sinni kynvitund í að minnsta kosti tvö ár áður en hægt er að gangast undir kynleiðréttingu. „Sömuleiðis eru biðlistar til að fá heilbrigðisþjónustu sem tengist aðlögunarferli transfólks allt að tveggja ára bið. Það þurfa að verða miklar breytingar og transfólk ætti að geta breytt öllum skjölum og skilríkjum án þess að þurfa greiningu eða þurfa að bíða í tvö ár.”Fái að skrá kyn sitt sem X Sömuleiðis er mikilvægt að kynsegin fólk fá lagaleg réttindi og geti skráð kyn sitt sem 'x' á opinber skjöl og skilríki. Það þarf að tryggja þeim aðgang að heilbrigðiskerfinu og sjá til þess að allt fólk hafi aðgang burtséð frá kynvitund. Sömuleiðis þarf að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir transbörn og -unglinga og byggja þá þjónustu betur upp svo hún sé styðjandi og mun opnari og auðveldari til að koma í veg fyrir frekari vanlíðan transbarna og -unglinga. Samkvæmt nýrri rannsókn eru hátt í 50% transnemenda í Bretlandi sem hafa reynt eða íhugað sjálfsvíg vegna fordóma og eineltis," segir Ugla. Ugla býr í Bretlandi með maka sínum, Fox Fisher, sem einnig er aktivisti. Saman fengu hún og hán boð frá forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, um að koma í móttöku tileinkaða hinsegin fólki þann 19. júlí síðastliðinn. Slík móttaka er haldin árlega og er aktivistum og forystufólki hinseginhreyfinga boðið.Framarlega í umræðunni „Maki minn hefur verið mjög sýnilegur í þjóðfélagsumræðunni um transmálefni í Bretlandi síðan 2011 og ég hef líka látið á mér bera eftir að ég flutti þangað," útskýrir Ugla. „Forsætisráðherra hélt ræðu þar sem hún talaði um stöðu hinsegin fólks og nefndi þar mismunun gagnvart transfólki væri stórt vandamál í Bretlandi. Hún nefndi að flokkurinn hennar væri að endurskoða núgildandi lög, The Gender Recognition Act (2004), sem er mikið fagnaðarefni og mikil þörf á.Málefni transfólks í höndum Íhaldsflokksins undir forystu May – bindur þú miklar vonir við að eitthvað verði gert? „Flokkurinn hefur ekki verið þekktur fyrir að vera hinsegin fólki mjög vænn og þau hafa einnig farið í samstarf með DUP flokknum á Írlandi sem elur á hinsegin hatri, útlendingaandúð og vinnur gagngert gegn réttindum kvenna. Slíkt samstarf getur aldrei leitt til góðs og segir ýmislegt um siðferðisvitund Íhaldsflokksins að vilja vera kennd við DUP í formlegu samstarfi. Ef vegamiklar breytingar eiga sér stað mun það koma mér á óvart,“ segir Ugla. „Ísland og Bretland eru að mörgu leyti samstíga og til að tryggja transfólk hérlendis þarf sömuleiðis að lyfta sjúkdómsgreiningu burt hérlendis, sjá til þess að heilbrigðiskerfið sé aðgengilegt fyrir kynsegin fólk og það séu skýrar verklagsreglur í kringum heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis þarf að sjá til þess að heilbrigðisþjónusta fyrir transungmenni sé skýr, fagleg og aðgengileg. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, transaktivisti, segist vilja breyta því að transfólk þurfi að fá greiningu á kynama (e. gender dysphoria) til þess að geta breytt fæðingarvottorði sínu og lifa samkvæmt sinni kynvitund í að minnsta kosti tvö ár áður en hægt er að gangast undir kynleiðréttingu. „Sömuleiðis eru biðlistar til að fá heilbrigðisþjónustu sem tengist aðlögunarferli transfólks allt að tveggja ára bið. Það þurfa að verða miklar breytingar og transfólk ætti að geta breytt öllum skjölum og skilríkjum án þess að þurfa greiningu eða þurfa að bíða í tvö ár.”Fái að skrá kyn sitt sem X Sömuleiðis er mikilvægt að kynsegin fólk fá lagaleg réttindi og geti skráð kyn sitt sem 'x' á opinber skjöl og skilríki. Það þarf að tryggja þeim aðgang að heilbrigðiskerfinu og sjá til þess að allt fólk hafi aðgang burtséð frá kynvitund. Sömuleiðis þarf að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir transbörn og -unglinga og byggja þá þjónustu betur upp svo hún sé styðjandi og mun opnari og auðveldari til að koma í veg fyrir frekari vanlíðan transbarna og -unglinga. Samkvæmt nýrri rannsókn eru hátt í 50% transnemenda í Bretlandi sem hafa reynt eða íhugað sjálfsvíg vegna fordóma og eineltis," segir Ugla. Ugla býr í Bretlandi með maka sínum, Fox Fisher, sem einnig er aktivisti. Saman fengu hún og hán boð frá forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, um að koma í móttöku tileinkaða hinsegin fólki þann 19. júlí síðastliðinn. Slík móttaka er haldin árlega og er aktivistum og forystufólki hinseginhreyfinga boðið.Framarlega í umræðunni „Maki minn hefur verið mjög sýnilegur í þjóðfélagsumræðunni um transmálefni í Bretlandi síðan 2011 og ég hef líka látið á mér bera eftir að ég flutti þangað," útskýrir Ugla. „Forsætisráðherra hélt ræðu þar sem hún talaði um stöðu hinsegin fólks og nefndi þar mismunun gagnvart transfólki væri stórt vandamál í Bretlandi. Hún nefndi að flokkurinn hennar væri að endurskoða núgildandi lög, The Gender Recognition Act (2004), sem er mikið fagnaðarefni og mikil þörf á.Málefni transfólks í höndum Íhaldsflokksins undir forystu May – bindur þú miklar vonir við að eitthvað verði gert? „Flokkurinn hefur ekki verið þekktur fyrir að vera hinsegin fólki mjög vænn og þau hafa einnig farið í samstarf með DUP flokknum á Írlandi sem elur á hinsegin hatri, útlendingaandúð og vinnur gagngert gegn réttindum kvenna. Slíkt samstarf getur aldrei leitt til góðs og segir ýmislegt um siðferðisvitund Íhaldsflokksins að vilja vera kennd við DUP í formlegu samstarfi. Ef vegamiklar breytingar eiga sér stað mun það koma mér á óvart,“ segir Ugla. „Ísland og Bretland eru að mörgu leyti samstíga og til að tryggja transfólk hérlendis þarf sömuleiðis að lyfta sjúkdómsgreiningu burt hérlendis, sjá til þess að heilbrigðiskerfið sé aðgengilegt fyrir kynsegin fólk og það séu skýrar verklagsreglur í kringum heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis þarf að sjá til þess að heilbrigðisþjónusta fyrir transungmenni sé skýr, fagleg og aðgengileg.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira