Ærandi þögn Magnús Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2017 07:00 Samkoma og grimmileg ofbeldisverk hvítra þjóðernissinna í bænum Charlottesville í Virginíu koma því miður ekki á óvart. Þvert á móti er þetta líkamning þeirra öldu þjóðernishyggju og öfgahægristefnu sem gengur yfir hinn vestræna heim. Á því er Ísland engin undantekning, því miður, þó svo hér höfum við ekki enn séð samkomur eða árásir á borð við það sem átti sér stað í Bandaríkjunum. Það þarf þó ekki að leggjast í mikla rannsóknarvinnu til þess að sjá fordómafull viðhorf haturs, þjóðernishyggju og aðskilnaðar í íslenskri umræðu. Það er því brýnt fyrir íslenskt samfélag að taka af fullri alvöru umræðuna um þjóðernishyggju og öfgahægrimennsku og það er umræða sem allir flokkar og allir stjórnmálamenn þurfa að taka þátt í og enginn getur skotið sér undan með þögninni og því samþykki sem í henni felst. Í kjölfar atburðanna í Bandaríkjunum sjáum við einmitt hvaða afleiðingar þegjandi samþykki ríkjandi valdhafa og það valdamesta manns heims getur haft á þróun þessara mála. Donald Trump forðast að fordæma bæði hugmyndafræði og ofbeldisverk hvítra þjóðernissinna, enda áttu þeir sinn þátt í að koma honum til valda, sem fyrir vikið líta á það sem stuðning við sinn brenglaða málstað. Íslenskir ráðamenn þurfa auðvitað að fordæma þessa atburði, rétt eins og aðrir þjóðarleiðtogar og setja með því þrýsting á valdhafa vestanhafs. Að láta sem þessir atburðir séu einhvers konar einkamál Bandaríkjanna er aðeins til þess að auka svigrúm fyrir slíkt þjóðernishyggjubrölt. Í Bandaríkjunum eru fulltrúar fordóma, haturs og ofstækis í miklum meirihluta hvítir karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri. Karlmenn sem alast upp við lágt menntunarstig, bágan efnahag og veröld án tækifæra önnur en helst þau að ganga til liðs við herinn og vera í framlínu hernaðarátaka. Þeir eru reknir áfram af minnimáttarkennd, ótta við annað en það sem fyllir þeirra litlu veröld frá degi til dags og fordóma gagnvart öllu öðru. En ekkert af þessu er afsökun heldur aðeins ákveðin skýring á fáfræði og hatri eða með öðrum orðum, orsök og afleiðingu. Með sama hætti virðist þjóðernishyggjan á Íslandi oft leita réttlætingar í bágum aðstæðum ákveðinna samfélagshópa og vísa til þess að þar sem hér búi fólk við fátækt þá sé við innflytjendur og flóttamenn að sakast. Þetta er auðvitað æpandi rökleysa þar sem misskiptingin í íslensku samfélagi á sér allt aðrar skýringar en sú takmarkaða þjónusta sem við veitum fólki sem hingað leitar í sárri neyð. Þessi orðræða um að það sé ekki hægt að gera betur við fátæka, gamla fólkið, öryrkja og heilbrigðiskerfið af því að það sé verið að sinna útlendingum og flóttafólki er þannig ekkert annað en hatursorðræða af síðustu sort. Þetta verða íslensk stjórnmál og þá fyrst og fremst valdhafar að árétta svo gerlegt sé að hrekja þessa fordóma og það mannhatur sem þeim fylgja í eitt skipti fyrir öll. Það er þó hætt við því að það verði seint á meðan ráðandi öfl virðast vera að auka á misskiptinguna í samfélaginu frekar enn hitt. Haldi sú þróun áfram þegjandi og hljóðalaust út í eitt og hið óendanlega er hætt við að illa fari.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Samkoma og grimmileg ofbeldisverk hvítra þjóðernissinna í bænum Charlottesville í Virginíu koma því miður ekki á óvart. Þvert á móti er þetta líkamning þeirra öldu þjóðernishyggju og öfgahægristefnu sem gengur yfir hinn vestræna heim. Á því er Ísland engin undantekning, því miður, þó svo hér höfum við ekki enn séð samkomur eða árásir á borð við það sem átti sér stað í Bandaríkjunum. Það þarf þó ekki að leggjast í mikla rannsóknarvinnu til þess að sjá fordómafull viðhorf haturs, þjóðernishyggju og aðskilnaðar í íslenskri umræðu. Það er því brýnt fyrir íslenskt samfélag að taka af fullri alvöru umræðuna um þjóðernishyggju og öfgahægrimennsku og það er umræða sem allir flokkar og allir stjórnmálamenn þurfa að taka þátt í og enginn getur skotið sér undan með þögninni og því samþykki sem í henni felst. Í kjölfar atburðanna í Bandaríkjunum sjáum við einmitt hvaða afleiðingar þegjandi samþykki ríkjandi valdhafa og það valdamesta manns heims getur haft á þróun þessara mála. Donald Trump forðast að fordæma bæði hugmyndafræði og ofbeldisverk hvítra þjóðernissinna, enda áttu þeir sinn þátt í að koma honum til valda, sem fyrir vikið líta á það sem stuðning við sinn brenglaða málstað. Íslenskir ráðamenn þurfa auðvitað að fordæma þessa atburði, rétt eins og aðrir þjóðarleiðtogar og setja með því þrýsting á valdhafa vestanhafs. Að láta sem þessir atburðir séu einhvers konar einkamál Bandaríkjanna er aðeins til þess að auka svigrúm fyrir slíkt þjóðernishyggjubrölt. Í Bandaríkjunum eru fulltrúar fordóma, haturs og ofstækis í miklum meirihluta hvítir karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri. Karlmenn sem alast upp við lágt menntunarstig, bágan efnahag og veröld án tækifæra önnur en helst þau að ganga til liðs við herinn og vera í framlínu hernaðarátaka. Þeir eru reknir áfram af minnimáttarkennd, ótta við annað en það sem fyllir þeirra litlu veröld frá degi til dags og fordóma gagnvart öllu öðru. En ekkert af þessu er afsökun heldur aðeins ákveðin skýring á fáfræði og hatri eða með öðrum orðum, orsök og afleiðingu. Með sama hætti virðist þjóðernishyggjan á Íslandi oft leita réttlætingar í bágum aðstæðum ákveðinna samfélagshópa og vísa til þess að þar sem hér búi fólk við fátækt þá sé við innflytjendur og flóttamenn að sakast. Þetta er auðvitað æpandi rökleysa þar sem misskiptingin í íslensku samfélagi á sér allt aðrar skýringar en sú takmarkaða þjónusta sem við veitum fólki sem hingað leitar í sárri neyð. Þessi orðræða um að það sé ekki hægt að gera betur við fátæka, gamla fólkið, öryrkja og heilbrigðiskerfið af því að það sé verið að sinna útlendingum og flóttafólki er þannig ekkert annað en hatursorðræða af síðustu sort. Þetta verða íslensk stjórnmál og þá fyrst og fremst valdhafar að árétta svo gerlegt sé að hrekja þessa fordóma og það mannhatur sem þeim fylgja í eitt skipti fyrir öll. Það er þó hætt við því að það verði seint á meðan ráðandi öfl virðast vera að auka á misskiptinguna í samfélaginu frekar enn hitt. Haldi sú þróun áfram þegjandi og hljóðalaust út í eitt og hið óendanlega er hætt við að illa fari.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. ágúst.