Gagnrýnir umræðu Manuelu um varafyllingar: „Það er ömurlegt að konur þurfi að alast upp við svona brenglun“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. ágúst 2017 14:07 Manuela Ósk Harðardóttir er gríðarlega vinsæl á Snapchat GETTY „Það er ömurlegt að konur þurfi að alast upp við svona brenglun, það gerir mig mjög sorgmædda,“ skrifaði Sigrún Karls Kristínardóttir í opinni færslu á Facebook á laugardag. Ástæðan er umfjöllun Manuelu Óskar Harðardóttur á Snapchat um varafyllingar en þar sagði hún fylgjendum sínum frá afslætti sem þeir gætu fengið af slíkri meðferð. Færslan hefur fengið hörð viðbrögð og mikla dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Manuela Ósk segir að þetta sé ósanngjörn gagnrýni og að það sé ekki hennar hlutverk að vera fullkomin fyrirmynd. „Ég næ ekki almennilega utan um þessa normaliseringu á lýtaaðgerðum,“ segir Sigrún sem furðar sig á því að það sé hægt að kaupa varafyllingar á tilboði í gegnum Snapchat. „Það er ekki skrítið að ungar stelpur/konur séu að þróa með sér geð- og kvíðaraskanir í tengslum við útlit sitt og hafi brenglaðar hugmyndir um fegurð. Það er sorglegt að ungar stelpur muni notfæra sér þetta tilboð. Útlitskröfur sem að ungar stelpur setja á sjálfan sig eru svo fjarri raunveruleikanum, átröskunardeild landspítalans er að springa listinn er svo langur.“Ekki að reyna að vera fullkomin „Manneskjan er að gera mig ábyrga fyrir röskunum ungra stúlkna, sem er algjörlega fáránlegt,“ segir Manuela Ósk í samtali við Vísi. Finnst henni sjálfri ekki fréttnæmt að einhver hafi skoðun á því hvað hún geri við sinn eigin líkama. „Ég er að verða 34 ára gömul og sé engar upplýsingar um aldur þeirra sem fylgja mér á Snapchat. Ég get ekki tekið ábyrgð á því hver addar mér og get ekki borið ábyrgð á því hvort ég sé að segja eitthvað sem einhver þolir ekki að heyra. Foreldrar þurfa að passa hvað þeirra börn eru að gera á internetinu, ég passa mjög vel upp á hvað mín börn eru að gera og það er mitt verkefni.“ Upplifir hún sig sem skotmark í þessu máli. „Foreldrar eiga að passa hvað börnin þeirra eru að gera á internetinu. Það er ekki hægt að segja að fullt af stelpum líti upp til mín og ég þurfi að passa mig. Mér finnst frábært ef ég er fyrirmynd fyrir það góða sem ég er að gera en ég er ekkert fullkomin og er ekkert að reyna að vera það.“GETTYGreiddi sjálf fyrir meðferðina „Mér finnst ég ekki vera að setja óraunhæfar kröfur. Mér finnst það mín skylda að koma fram og segja að ég sé ekki með svona náttúrulegar varir, það væri óraunhæft. Ég hef aldrei normalíserað lýtaaðgerðir. Ég rek fyrirtæki og vinn hörðum höndum af því að byggja það upp, sem snýst einmitt um að styrkja ungar konur.“ Manuela Ósk segist mjög þreytt á því að fá stimpilinn slæm fyrirmynd. „Það eru fæstir sem vita hvað ég er pottþétt í því sem ég geri. Ég hef aldrei tekið sopa af áfengi, ég hef aldrei tekið smók af sígarettu, ég hef aldrei neytt fíkniefna, ég hef aldrei prófað neitt slíkt. Ég er komin upp í rúm tíu á kvöldin og vöknuð sex á morgnanna ef mér tekst að sofa. Ég vinn, eða er í skólanum eða með börnunum mínum. Ég er ekki á djamminu og þú sérð mig aldrei auglýsa slíkt líferni. Ég er með hæstu einkunn í skólanum.“ Hún segir að hún sprauti fyllingum í varir sínar en hafi ekki rætt það mikið áður. Vegna þess hversu margar spurningar hún fái um varafyllingar hafi hún ákveðið að tjá sig um þetta málefni. „Ég er 34 ára gömul kona og hlýt að geta ráðið því hvort að ég lita á mér hárið, hvítta á mér tennurnar eða ekki. Ég borgaði Evu Lísu fyrir þessa tilteknu þjónustu, þetta var engin auglýsing. Mér var ekki borgað fyrir að segja þetta,“ útskýrir Manuela Ósk. Tók hún það fram að fleiri snapparar hafi fjallað um varafyllingar á Snapchat.Finnst þetta ljót umræða Aðspurð um ástæðuna fyrir því að auglýsa afslátt eða kaupauka af ákveðinni varameðferð svarar Manuela Ósk að hún fái mjög reglulega spurningar um varafyllingar og skynji mikinn áhuga hjá sínum fylgjendum. „Mínir fylgjendur geta svo tekið upplýsta ákvörðun um það hvað þeir gera við sinn líkama. Ég get miðlað minni reynslu og sagt hvað mér finnst.“ Varðandi pistil Sigrúnar sagði Manuela Ósk: „Þessi manneskja ætti aðeins að horfa í kringum sig. Hvernig samfélagið er og hugsar stendur ekki og fellur með mér og mínu Snapchatti.“ Bætti hún því við að stelpur þurfi að vera eldri en 18 ára til þess að geta nýtt sér þennan kaupauka í varafyllingum sem hún hafi sagt frá á Snapchat. „Ég er ekki að biðja um að allir séu sammála mér, þessi kona má alveg vera ósammála mér. Ef henni líður betur með því að skella skuldinni á mig fyrir það hvernig samfélagið er, þá er það bara allt í lagi. En að hún hafi þörfina til að úthúða mér á opnum miðli, sem hefur ekki bara áhrif á mig og mína ímynd heldur líka börnin mín og fólkið sem mér þykir vænt um, þá finnst mér það mjög ljótt,“ segir Manuela Ósk að lokum.Hér fyrir neðan má lesa færslu Sigrúnar í heild sinni: Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Fleiri fréttir „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Makar þurfi að muna þýðingu þess að gagnrýna Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Sjá meira
„Það er ömurlegt að konur þurfi að alast upp við svona brenglun, það gerir mig mjög sorgmædda,“ skrifaði Sigrún Karls Kristínardóttir í opinni færslu á Facebook á laugardag. Ástæðan er umfjöllun Manuelu Óskar Harðardóttur á Snapchat um varafyllingar en þar sagði hún fylgjendum sínum frá afslætti sem þeir gætu fengið af slíkri meðferð. Færslan hefur fengið hörð viðbrögð og mikla dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Manuela Ósk segir að þetta sé ósanngjörn gagnrýni og að það sé ekki hennar hlutverk að vera fullkomin fyrirmynd. „Ég næ ekki almennilega utan um þessa normaliseringu á lýtaaðgerðum,“ segir Sigrún sem furðar sig á því að það sé hægt að kaupa varafyllingar á tilboði í gegnum Snapchat. „Það er ekki skrítið að ungar stelpur/konur séu að þróa með sér geð- og kvíðaraskanir í tengslum við útlit sitt og hafi brenglaðar hugmyndir um fegurð. Það er sorglegt að ungar stelpur muni notfæra sér þetta tilboð. Útlitskröfur sem að ungar stelpur setja á sjálfan sig eru svo fjarri raunveruleikanum, átröskunardeild landspítalans er að springa listinn er svo langur.“Ekki að reyna að vera fullkomin „Manneskjan er að gera mig ábyrga fyrir röskunum ungra stúlkna, sem er algjörlega fáránlegt,“ segir Manuela Ósk í samtali við Vísi. Finnst henni sjálfri ekki fréttnæmt að einhver hafi skoðun á því hvað hún geri við sinn eigin líkama. „Ég er að verða 34 ára gömul og sé engar upplýsingar um aldur þeirra sem fylgja mér á Snapchat. Ég get ekki tekið ábyrgð á því hver addar mér og get ekki borið ábyrgð á því hvort ég sé að segja eitthvað sem einhver þolir ekki að heyra. Foreldrar þurfa að passa hvað þeirra börn eru að gera á internetinu, ég passa mjög vel upp á hvað mín börn eru að gera og það er mitt verkefni.“ Upplifir hún sig sem skotmark í þessu máli. „Foreldrar eiga að passa hvað börnin þeirra eru að gera á internetinu. Það er ekki hægt að segja að fullt af stelpum líti upp til mín og ég þurfi að passa mig. Mér finnst frábært ef ég er fyrirmynd fyrir það góða sem ég er að gera en ég er ekkert fullkomin og er ekkert að reyna að vera það.“GETTYGreiddi sjálf fyrir meðferðina „Mér finnst ég ekki vera að setja óraunhæfar kröfur. Mér finnst það mín skylda að koma fram og segja að ég sé ekki með svona náttúrulegar varir, það væri óraunhæft. Ég hef aldrei normalíserað lýtaaðgerðir. Ég rek fyrirtæki og vinn hörðum höndum af því að byggja það upp, sem snýst einmitt um að styrkja ungar konur.“ Manuela Ósk segist mjög þreytt á því að fá stimpilinn slæm fyrirmynd. „Það eru fæstir sem vita hvað ég er pottþétt í því sem ég geri. Ég hef aldrei tekið sopa af áfengi, ég hef aldrei tekið smók af sígarettu, ég hef aldrei neytt fíkniefna, ég hef aldrei prófað neitt slíkt. Ég er komin upp í rúm tíu á kvöldin og vöknuð sex á morgnanna ef mér tekst að sofa. Ég vinn, eða er í skólanum eða með börnunum mínum. Ég er ekki á djamminu og þú sérð mig aldrei auglýsa slíkt líferni. Ég er með hæstu einkunn í skólanum.“ Hún segir að hún sprauti fyllingum í varir sínar en hafi ekki rætt það mikið áður. Vegna þess hversu margar spurningar hún fái um varafyllingar hafi hún ákveðið að tjá sig um þetta málefni. „Ég er 34 ára gömul kona og hlýt að geta ráðið því hvort að ég lita á mér hárið, hvítta á mér tennurnar eða ekki. Ég borgaði Evu Lísu fyrir þessa tilteknu þjónustu, þetta var engin auglýsing. Mér var ekki borgað fyrir að segja þetta,“ útskýrir Manuela Ósk. Tók hún það fram að fleiri snapparar hafi fjallað um varafyllingar á Snapchat.Finnst þetta ljót umræða Aðspurð um ástæðuna fyrir því að auglýsa afslátt eða kaupauka af ákveðinni varameðferð svarar Manuela Ósk að hún fái mjög reglulega spurningar um varafyllingar og skynji mikinn áhuga hjá sínum fylgjendum. „Mínir fylgjendur geta svo tekið upplýsta ákvörðun um það hvað þeir gera við sinn líkama. Ég get miðlað minni reynslu og sagt hvað mér finnst.“ Varðandi pistil Sigrúnar sagði Manuela Ósk: „Þessi manneskja ætti aðeins að horfa í kringum sig. Hvernig samfélagið er og hugsar stendur ekki og fellur með mér og mínu Snapchatti.“ Bætti hún því við að stelpur þurfi að vera eldri en 18 ára til þess að geta nýtt sér þennan kaupauka í varafyllingum sem hún hafi sagt frá á Snapchat. „Ég er ekki að biðja um að allir séu sammála mér, þessi kona má alveg vera ósammála mér. Ef henni líður betur með því að skella skuldinni á mig fyrir það hvernig samfélagið er, þá er það bara allt í lagi. En að hún hafi þörfina til að úthúða mér á opnum miðli, sem hefur ekki bara áhrif á mig og mína ímynd heldur líka börnin mín og fólkið sem mér þykir vænt um, þá finnst mér það mjög ljótt,“ segir Manuela Ósk að lokum.Hér fyrir neðan má lesa færslu Sigrúnar í heild sinni:
Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Fleiri fréttir „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Makar þurfi að muna þýðingu þess að gagnrýna Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Sjá meira