Það er félagsleg athöfn að skrifa Stílvopnið kynnir 15. ágúst 2017 11:00 Björg Árnadóttir rithöfundur skoðar ritlist frá ótal sjónarhornum á námskeiðum Stílvopnsins. mynd/eyþór MYND/EYÞÓR Mér hefur aldrei þótt einmanalegt að skrifa,“ segir Björg Árnadóttir rithöfundur og stofnandi Stílvopnsins, en fyrirtækið hefur vakið athygli vegna námskeiða sem leiða saman skrifandi fólk. Námskeiðin eru haldin í ReykjavíkurAkademíunni en hægt er að panta þau hvert á land sem er.Að skrifa skáldskapBjörg kynntist skapandi skrifum í Svíþjóð fyrir þrjátíu árum og hefur kennt ritun síðan. „Ég fór til Svíþjóðar sem myndlistarkennari en kom heim sex árum síðar sem blaðamaður og ritunarkennari og bætti svo við mig meistaranámi í menntunarfræðum skapandi greina.“ Skapandi skrif snúast um að virkja sköpunarhæfnina en Björg leggur líka áherslu á að fólk skrifi sögur. „Ég þjálfa persónusköpun, ritun samtala og uppbyggingu frásagnar en reyni auðvitað líka að hlusta eftir hinu raunverulega erindi hvers höfundar. Í haust býð ég nýtt námskeið eða ritsmiðju þar sem þátttakendur nýta kraftinn í hópnum til að þróa eigin hugmyndir í stað þess að leysa verkefni kennarans,“ segir Björg og bætir við að fólk komi á ritunarnámskeið af ólíkum ástæðum. „Sumir hafa atvinnu af því að skrifa en aðra langar bara að prófa eða vilja verða betri lesendur. Breiddin í hópnum er kennslufræðilegt tækifæri sem eykur möguleika allra á að læra af hinum. Það skemmtilega er að á ritunarnámskeiðum þarf ekkert að tyggja ofan í fólk. Við kunnum öll að segja sögur og þekkjum aðferðir bókmenntanna úr bókum og bíómyndum. Í raun þarf lítið að kenna heldur galdra fram dulda þekkingu fólks.“Að skrifa um skoðanir og endurminningarBreidd hópsins er líka mikil á námskeiðum um greinaskrif og um ritun endurminninga. „Fólk sem kemur til að skrifa um minningar er á þrítugsaldri og upp úr. Flestir skrifa eigin minningar en ótrúlega margir koma samt af því að þá langar til að varðveita minningar annarra. Þetta er þó ekki fagnámskeið í sagnfræðilegri ævisagnaritun heldur nota ég margvíslegar kveikjur til að vekja minningar, oft löngu gleymdar, og bendi á ólíkar aðferðir við að skrá þær,“ segir Björg og bætir við að námskeiðið um greinaskrif sé hins vegar tilraun til að taka umræðu um hvernig við tökum umræðuna. „Ég hjálpa fólki að finna flöt á þeim málefnum sem brenna á því, ydda skoðanir sínar og setja þær í viðeigandi búning fyrir ólíka miðla.“ Ritunarnámskeið Stílvopnsins fjalla um að fanga hugmyndir og gera þær læsilegar. „Lítill tími gefst þó til að grannskoða málfar og stíl hvers og eins. Úr því ætla ég að bæta í haust með námskeiði þar sem möguleikar tungumálsins verða rannsakaðir og rýnt í stíl hvers þátttakanda,“ segir Björg sem undanfarinn áratug hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi um valdeflandi og félagsörvandi kennsluaðferðir. „Þær nýti ég á námskeiðunum en býð einnig smiðjur um félagsörvun og skapandi valdeflingu. Öll námskeið Stílvopnsins er hægt að fá sérsniðin fyrir hópa og vinnustaði.“ Sjá nánar hér Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Mér hefur aldrei þótt einmanalegt að skrifa,“ segir Björg Árnadóttir rithöfundur og stofnandi Stílvopnsins, en fyrirtækið hefur vakið athygli vegna námskeiða sem leiða saman skrifandi fólk. Námskeiðin eru haldin í ReykjavíkurAkademíunni en hægt er að panta þau hvert á land sem er.Að skrifa skáldskapBjörg kynntist skapandi skrifum í Svíþjóð fyrir þrjátíu árum og hefur kennt ritun síðan. „Ég fór til Svíþjóðar sem myndlistarkennari en kom heim sex árum síðar sem blaðamaður og ritunarkennari og bætti svo við mig meistaranámi í menntunarfræðum skapandi greina.“ Skapandi skrif snúast um að virkja sköpunarhæfnina en Björg leggur líka áherslu á að fólk skrifi sögur. „Ég þjálfa persónusköpun, ritun samtala og uppbyggingu frásagnar en reyni auðvitað líka að hlusta eftir hinu raunverulega erindi hvers höfundar. Í haust býð ég nýtt námskeið eða ritsmiðju þar sem þátttakendur nýta kraftinn í hópnum til að þróa eigin hugmyndir í stað þess að leysa verkefni kennarans,“ segir Björg og bætir við að fólk komi á ritunarnámskeið af ólíkum ástæðum. „Sumir hafa atvinnu af því að skrifa en aðra langar bara að prófa eða vilja verða betri lesendur. Breiddin í hópnum er kennslufræðilegt tækifæri sem eykur möguleika allra á að læra af hinum. Það skemmtilega er að á ritunarnámskeiðum þarf ekkert að tyggja ofan í fólk. Við kunnum öll að segja sögur og þekkjum aðferðir bókmenntanna úr bókum og bíómyndum. Í raun þarf lítið að kenna heldur galdra fram dulda þekkingu fólks.“Að skrifa um skoðanir og endurminningarBreidd hópsins er líka mikil á námskeiðum um greinaskrif og um ritun endurminninga. „Fólk sem kemur til að skrifa um minningar er á þrítugsaldri og upp úr. Flestir skrifa eigin minningar en ótrúlega margir koma samt af því að þá langar til að varðveita minningar annarra. Þetta er þó ekki fagnámskeið í sagnfræðilegri ævisagnaritun heldur nota ég margvíslegar kveikjur til að vekja minningar, oft löngu gleymdar, og bendi á ólíkar aðferðir við að skrá þær,“ segir Björg og bætir við að námskeiðið um greinaskrif sé hins vegar tilraun til að taka umræðu um hvernig við tökum umræðuna. „Ég hjálpa fólki að finna flöt á þeim málefnum sem brenna á því, ydda skoðanir sínar og setja þær í viðeigandi búning fyrir ólíka miðla.“ Ritunarnámskeið Stílvopnsins fjalla um að fanga hugmyndir og gera þær læsilegar. „Lítill tími gefst þó til að grannskoða málfar og stíl hvers og eins. Úr því ætla ég að bæta í haust með námskeiði þar sem möguleikar tungumálsins verða rannsakaðir og rýnt í stíl hvers þátttakanda,“ segir Björg sem undanfarinn áratug hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi um valdeflandi og félagsörvandi kennsluaðferðir. „Þær nýti ég á námskeiðunum en býð einnig smiðjur um félagsörvun og skapandi valdeflingu. Öll námskeið Stílvopnsins er hægt að fá sérsniðin fyrir hópa og vinnustaði.“ Sjá nánar hér
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira