Camilla Rut sýnir frá undirbúningnum: „Það er erfitt að hlaupa þegar maður er að byrja“ 16. ágúst 2017 09:00 Camilla Rut er á Snapchat undir nafninu camyklikk. Camilla Rut Snapparinn Camilla Rut er ein þeirra sem hleypur til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar þetta er skrifað er hún í fimmta sæti í áheitasöfnun hlauparanna. Camilla Rut hefur safnað 648.137 krónum fyrir Barnaspítala Hringsins síðunni Hlaupastyrkur og enn eru nokkrir dagar eftir af áheitasöfnuninni. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum, ekki einu sinni í mínum villtustu draumum. Þetta er alveg frábært og það er svo gott að geta gefið til baka,“ sagði Camilla Rut í samtali við Vísi. Yngri bróðir Camillu Rutar og tveir frændur hennar hafa þurft að dvelja á Barnaspítalanum vegna veikinda og því var val hennar á góðgerðarfélagi einstaklega persónuleg.Aldrei farið út að hlaupa„Þegar ég heimsótti frænda minn á Barnaspítala Hringsins á dögunum rak ég augun í að flest tækin og tólin sem voru inni á herberginu hans voru merkt sem gjöf frá Hringskonum. Ég áttaði mig þá á því hversu mikið Hringskonur eru að gera fyrir Barnaspítalann.“ Camilla Rut skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum um að hlaupa og safna áheitum. Camilla Rut sló til þrátt fyrir að vera ekki hlaupari og er hún spennt fyrir hlaupinu á laugardag. „Ég skráði mig í hlaupið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum. Ég hafði svo samband við líkamsræktarstöðina sem ég er að æfa hjá til þess að athuga hvort að það væru einhverjir þjálfarar lausir til þess að taka mig að sér í sumar. Ég var nefnilega ekki í neinu hlaupaformi,“ segir Camilla Rut og hlær. Hún hafði aldrei farið út að hlaupa þegar hún byrjaði þessa þjálfun svo undirbúningsferlið fyrir Reykjavíkurmaraþonið hefur verið henni krefjandi áskorun.Camilla RutErfitt ferli„Gurrý bauðst til þess að taka mig að sér og er ég ótrúlega fegin því,“ segir Camilla Rut en hennar fylgjendur á Snapchat hafa fengið að sjá hlaupaæfingarnar og annan undirbúning í allt sumar. „Ég hef verið að hlaupa allt að átta kílómetra í sumar og ætla ekkert að hlaupa 10 kílómetra fyrr en í hlaupinu sjálfu,“útskýrir Camilla Rut. „Ég ákvað að taka sjálfa mig í gegn á sama tíma og það rífur alltaf í, bæði líkamlega og andlega, þegar maður gerir það. Þetta hefur því verið átakamikið sumar og mikið búið að ganga á. Þetta eru samt breytingar til hins betra. Þó að þetta sé alltaf erfitt þegar á því stendur kemur maður bara sterkari til baka. Það er erfitt að hlaupa þegar maður er að byrja en þegar þolið kemur þá verður þetta auðveldara. Þetta gengur upp á endanum.“ Guðríður Torfadóttir þjálfari Camillu er dugleg að hvetja hana áfram í hlaupunum en Camilla Rut segist einnig fá mikla hvatningu í gegnum Snapchat frá fylgjendum sínum, ættingjum og vinum. „Ég skipti á milli Tinu Turner og Mötley Crüe, það hjálpar mér í gegnum þetta,“ segir hlauparinn um tónlistarval sitt á æfingum.Eins og sjá má á þessu skjáskoti af Snapchat fær Camilla Rut mikla hvatningu frá sínum fylgjendum þegar hún fer út að hlaupaCamilla RutSýnir allar hliðar á Snapchat„Ég hef leyft mínum fylgjendum að sjá allar hliðarnar á þessu, um daginn grét ég,“ segir Camilla en hún hefur talað mjög opinskátt um kvíða og andlega líðan á Snapchat. „Fólk kann virkilega að meta það að maður sé raunverulegur og sýni allt það sem er í gangi. Mér finnst mikilvægt að sýna líka þegar þetta er erfitt og mér gengur ekki vel. Að taka sjálfan sig í gegn er enginn dans á rósum.“ Camilla Rut er orðin þekkt fyrir sína einlægni á Snapchat og virðast margir tengja við hana og það sem hún er að ganga í gegnum. „Ég er hreinskilin og er ekki að fela neitt eða sykurhúða hlutina. Það er svo gott að vera alltaf samkvæmur sjálfum sér.“Hér má finna áheitasíðu Camillu. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Snapparinn Camilla Rut er ein þeirra sem hleypur til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar þetta er skrifað er hún í fimmta sæti í áheitasöfnun hlauparanna. Camilla Rut hefur safnað 648.137 krónum fyrir Barnaspítala Hringsins síðunni Hlaupastyrkur og enn eru nokkrir dagar eftir af áheitasöfnuninni. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum, ekki einu sinni í mínum villtustu draumum. Þetta er alveg frábært og það er svo gott að geta gefið til baka,“ sagði Camilla Rut í samtali við Vísi. Yngri bróðir Camillu Rutar og tveir frændur hennar hafa þurft að dvelja á Barnaspítalanum vegna veikinda og því var val hennar á góðgerðarfélagi einstaklega persónuleg.Aldrei farið út að hlaupa„Þegar ég heimsótti frænda minn á Barnaspítala Hringsins á dögunum rak ég augun í að flest tækin og tólin sem voru inni á herberginu hans voru merkt sem gjöf frá Hringskonum. Ég áttaði mig þá á því hversu mikið Hringskonur eru að gera fyrir Barnaspítalann.“ Camilla Rut skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum um að hlaupa og safna áheitum. Camilla Rut sló til þrátt fyrir að vera ekki hlaupari og er hún spennt fyrir hlaupinu á laugardag. „Ég skráði mig í hlaupið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum. Ég hafði svo samband við líkamsræktarstöðina sem ég er að æfa hjá til þess að athuga hvort að það væru einhverjir þjálfarar lausir til þess að taka mig að sér í sumar. Ég var nefnilega ekki í neinu hlaupaformi,“ segir Camilla Rut og hlær. Hún hafði aldrei farið út að hlaupa þegar hún byrjaði þessa þjálfun svo undirbúningsferlið fyrir Reykjavíkurmaraþonið hefur verið henni krefjandi áskorun.Camilla RutErfitt ferli„Gurrý bauðst til þess að taka mig að sér og er ég ótrúlega fegin því,“ segir Camilla Rut en hennar fylgjendur á Snapchat hafa fengið að sjá hlaupaæfingarnar og annan undirbúning í allt sumar. „Ég hef verið að hlaupa allt að átta kílómetra í sumar og ætla ekkert að hlaupa 10 kílómetra fyrr en í hlaupinu sjálfu,“útskýrir Camilla Rut. „Ég ákvað að taka sjálfa mig í gegn á sama tíma og það rífur alltaf í, bæði líkamlega og andlega, þegar maður gerir það. Þetta hefur því verið átakamikið sumar og mikið búið að ganga á. Þetta eru samt breytingar til hins betra. Þó að þetta sé alltaf erfitt þegar á því stendur kemur maður bara sterkari til baka. Það er erfitt að hlaupa þegar maður er að byrja en þegar þolið kemur þá verður þetta auðveldara. Þetta gengur upp á endanum.“ Guðríður Torfadóttir þjálfari Camillu er dugleg að hvetja hana áfram í hlaupunum en Camilla Rut segist einnig fá mikla hvatningu í gegnum Snapchat frá fylgjendum sínum, ættingjum og vinum. „Ég skipti á milli Tinu Turner og Mötley Crüe, það hjálpar mér í gegnum þetta,“ segir hlauparinn um tónlistarval sitt á æfingum.Eins og sjá má á þessu skjáskoti af Snapchat fær Camilla Rut mikla hvatningu frá sínum fylgjendum þegar hún fer út að hlaupaCamilla RutSýnir allar hliðar á Snapchat„Ég hef leyft mínum fylgjendum að sjá allar hliðarnar á þessu, um daginn grét ég,“ segir Camilla en hún hefur talað mjög opinskátt um kvíða og andlega líðan á Snapchat. „Fólk kann virkilega að meta það að maður sé raunverulegur og sýni allt það sem er í gangi. Mér finnst mikilvægt að sýna líka þegar þetta er erfitt og mér gengur ekki vel. Að taka sjálfan sig í gegn er enginn dans á rósum.“ Camilla Rut er orðin þekkt fyrir sína einlægni á Snapchat og virðast margir tengja við hana og það sem hún er að ganga í gegnum. „Ég er hreinskilin og er ekki að fela neitt eða sykurhúða hlutina. Það er svo gott að vera alltaf samkvæmur sjálfum sér.“Hér má finna áheitasíðu Camillu.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira