Lokahnykkurinn Hörður Ægisson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Aðkoma ríkisins að bönkunum kom til af nauðsyn eftir fjármálaáfallið. Níu árum síðar er sú staða enn uppi að þeir starfa munaðarlausir. Þegar stjórnvöld leystu til sín Íslandsbanka varð ljóst að ríkið sæti uppi með eigið fé í bönkunum sem næmi um 20 prósentum af landsframleiðslu. Eftir á að hyggja voru það mögulega mistök. Betra hefði líklega verið að eftirláta kröfuhöfum Glitnis, rétt eins og í tilfelli Kaupþings, það verkefni að koma bankanum í hendur nýrra og virkra eigenda en um leið tryggja að söluandvirðið færi nánast allt til ríkissjóðs. Fáir stjórnmálamenn sjá nefnilega nauðsyn þess að hefjast handa við að losa um hluti ríkisins í bönkunum heldur tala fremur fyrir óbreyttu ástandi. Þetta mun nú breytast. Fyrirhugað útboð og skráning Arion banka er um margt einstakt. Útboðið er eitt hið stærsta sem haldið hefur verið og aldrei áður hefur íslenskt fyrirtæki ráðist í hlutafjárútboð sem er markaðssett fyrst og fremst til erlendra fjárfesta. Áhugi þeirra virðist sannarlega vera fyrir hendi. Erlendir sjóðir hafa skráð sig fyrir fjárfestaloforðum fyrir um 100 milljarða. Þar er ekki um að ræða vogunarsjóði heldur einkum erlenda verðbréfasjóði sem eru sumir hverjir jafnframt hluthafar í öðrum bönkum á Norðurlöndum. Aðkoma slíkra sjóða að Arion banka yrði fagnaðarefni – fyrir bankann og íslenskt efnahagslíf. Hvort af útboðinu verður er hins vegar háð því skilyrði að stjórnvöld staðfesti við Kaupþing að þau falli frá mögulegum forkaupsrétti. Öllum má enda vera ljóst að almennt útboð verður ekki haldið á sama tíma og ríkið segist ætla að halda opnum þeim möguleika að nýta sér forkaupsrétt ef gengið í útboðinu verður undir 0,8 miðað við eigið fé. Slíkt myndi aftra fjárfestum frá þátttöku og koma í veg fyrir að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Ríkið, sem mun fá meirihluta söluandvirðis hlutarins í sinn hlut, væri með öðrum orðum að skjóta sig í fótinn. Hvernig kom þessi forkaupsréttur til? Slíkt ákvæði var sett inn í stöðugleikaskilyrði stjórnvalda sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu 2015. Þetta var gert til að girða fyrir þann möguleika, sem var vissulega fyrir hendi, að kröfuhafar myndu selja bankann á hrakvirði til erlendra sjóða þar sem þeir sjálfir væru hinir endanlegu eigendur. Með öðrum orðum að þeir tækju snúning á ríkið sem hefði þá orðið af miklum fjármunum. Allir sem þekkja til þessara samninga, meðal annars forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, vita hins vegar að forkaupsrétturinn var aðeins hugsaður við sölu í lokuðu útboði. Í samningunum er gert ráð fyrir því að stjórnvöld falli frá forkaupsréttinum við opið útboð – það væri enda fráleitt að ríkið teldi sig vita betur en markaðurinn hvers virði Arion banki væri. Útboðið snýst samt ekki aðeins um það hvort ríkið fái nokkrum milljörðum meira eða minna í sinn hlut. Það eru einnig aðrir og meiri hagsmunir sem eru undir. Lokahnykkurinn í farsælli endurreisn íslensks efnahagslífs hlýtur að felast í því að koma á eðlilegu eignarhaldi á bankakerfinu. Söluferli Arion banka er fyrsta skrefið á þeirri vegferð. Er það sérstakt keppikefli stjórnvalda að fá þriðja bankann til sín? Því verður vart trúað. Ef svo er þá getur að minnsta kosti Sjálfstæðisflokkurinn farið að snúa sér að einhverju öðru en að þykjast vera málsvari þeirra sem telja að ríkið eigi almennt ekki að koma að áhættusömum bankarekstri.Leiðarinn birtist í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Hörður Ægisson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun
Aðkoma ríkisins að bönkunum kom til af nauðsyn eftir fjármálaáfallið. Níu árum síðar er sú staða enn uppi að þeir starfa munaðarlausir. Þegar stjórnvöld leystu til sín Íslandsbanka varð ljóst að ríkið sæti uppi með eigið fé í bönkunum sem næmi um 20 prósentum af landsframleiðslu. Eftir á að hyggja voru það mögulega mistök. Betra hefði líklega verið að eftirláta kröfuhöfum Glitnis, rétt eins og í tilfelli Kaupþings, það verkefni að koma bankanum í hendur nýrra og virkra eigenda en um leið tryggja að söluandvirðið færi nánast allt til ríkissjóðs. Fáir stjórnmálamenn sjá nefnilega nauðsyn þess að hefjast handa við að losa um hluti ríkisins í bönkunum heldur tala fremur fyrir óbreyttu ástandi. Þetta mun nú breytast. Fyrirhugað útboð og skráning Arion banka er um margt einstakt. Útboðið er eitt hið stærsta sem haldið hefur verið og aldrei áður hefur íslenskt fyrirtæki ráðist í hlutafjárútboð sem er markaðssett fyrst og fremst til erlendra fjárfesta. Áhugi þeirra virðist sannarlega vera fyrir hendi. Erlendir sjóðir hafa skráð sig fyrir fjárfestaloforðum fyrir um 100 milljarða. Þar er ekki um að ræða vogunarsjóði heldur einkum erlenda verðbréfasjóði sem eru sumir hverjir jafnframt hluthafar í öðrum bönkum á Norðurlöndum. Aðkoma slíkra sjóða að Arion banka yrði fagnaðarefni – fyrir bankann og íslenskt efnahagslíf. Hvort af útboðinu verður er hins vegar háð því skilyrði að stjórnvöld staðfesti við Kaupþing að þau falli frá mögulegum forkaupsrétti. Öllum má enda vera ljóst að almennt útboð verður ekki haldið á sama tíma og ríkið segist ætla að halda opnum þeim möguleika að nýta sér forkaupsrétt ef gengið í útboðinu verður undir 0,8 miðað við eigið fé. Slíkt myndi aftra fjárfestum frá þátttöku og koma í veg fyrir að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Ríkið, sem mun fá meirihluta söluandvirðis hlutarins í sinn hlut, væri með öðrum orðum að skjóta sig í fótinn. Hvernig kom þessi forkaupsréttur til? Slíkt ákvæði var sett inn í stöðugleikaskilyrði stjórnvalda sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu 2015. Þetta var gert til að girða fyrir þann möguleika, sem var vissulega fyrir hendi, að kröfuhafar myndu selja bankann á hrakvirði til erlendra sjóða þar sem þeir sjálfir væru hinir endanlegu eigendur. Með öðrum orðum að þeir tækju snúning á ríkið sem hefði þá orðið af miklum fjármunum. Allir sem þekkja til þessara samninga, meðal annars forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, vita hins vegar að forkaupsrétturinn var aðeins hugsaður við sölu í lokuðu útboði. Í samningunum er gert ráð fyrir því að stjórnvöld falli frá forkaupsréttinum við opið útboð – það væri enda fráleitt að ríkið teldi sig vita betur en markaðurinn hvers virði Arion banki væri. Útboðið snýst samt ekki aðeins um það hvort ríkið fái nokkrum milljörðum meira eða minna í sinn hlut. Það eru einnig aðrir og meiri hagsmunir sem eru undir. Lokahnykkurinn í farsælli endurreisn íslensks efnahagslífs hlýtur að felast í því að koma á eðlilegu eignarhaldi á bankakerfinu. Söluferli Arion banka er fyrsta skrefið á þeirri vegferð. Er það sérstakt keppikefli stjórnvalda að fá þriðja bankann til sín? Því verður vart trúað. Ef svo er þá getur að minnsta kosti Sjálfstæðisflokkurinn farið að snúa sér að einhverju öðru en að þykjast vera málsvari þeirra sem telja að ríkið eigi almennt ekki að koma að áhættusömum bankarekstri.Leiðarinn birtist í Fréttablaðinu.