Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 0-1 | Slysalegt sigurmark fór langt með að fella Skagamenn Stefán Árni Pálsson skrifar 20. ágúst 2017 18:15 Brian Stuart McLean tryggði ÍBV þrjú stig í dag. Vísir/Andri Marinó ÍBV vann frábæran sigur, 1-0, á ÍA uppi á Skaga í Pepsi-deildinni í dag og var sigur Eyjamanna lífsins nauðsynlegur. Bikarmeistarar Eyjamanna fóru í burtu með þrjú dýrmæt stig frá Skaganum og skilja Skagamenn eftir í mjög slæmum málum á botni deildarinnar. Brian Stuart McLean skoraði sigurmarkið með skalla sem fór á einhvern óskiljanlegan hátt í gegnum klofið á Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. Þetta var fyrsti deildarsigur Eyjamanna síðan í júní. Af hverju vann ÍBV? Liðið var bara betri í dag og stjórnaði ferðinni nánast allan leikinn. Vörn ÍBV var aldrei í neinum vandræðum með hugmyndsnauðan sóknarleik ÍA og var sigur þeirra einhvern veginn aldrei í hættu. Skagamenn voru bara ekkert líklegir til að skora og alls ekki að sjá að þeir væru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Hverjir stóðu upp úr? Varnarlína Eyjamanna var sterk og gáfu fá færi á sig. Brian McLean skoraði eitt mark og stóð vörnina eins og herforingi. Hann batt öftustu línu vel saman og stjórnaði henni. Þessi leikur fer aldrei í sögubækurnar fyrir mikla skemmtun en Eyjamenn áttu þennan sigur svo sannarlega skilið. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Skagamanna var einfaldlega í molum og gat Garðar Gunnlaugsson lítið gert einn uppi á topp. Liðið var ekkert sérstaklega líklegt til þess að jafna leikinn og hvað þá vinna hann. Heimamenn gáfu aðeins í undir lokin en það var ekki nóg. Það er erfitt að sjá Skagamenn bjarga sér að þessu sinni. Þeir spila í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð, nema eitthvað kraftaverk gerist. Hvað gerist næst? Eyjamenn eiga heldur betur erfiðan leik í næstu umferð en liðið mætir topplið Vals. Þeir verða helst að ná í sigur í þeim leik. Skagamenn fara í heimsókn í Kópavoginn og mæta þar Blikum í algjörum fallbaráttuslag. Til að eiga einhverja von verður liðið að vinna, það er nauðsynlegt. Maður leiksins: Brian McLean en allar einkunnir leikmanna má sjá ef ýtt er á Liðin Gunnlaugur: Ég ræð engu um það hvort ég verði áfram með liðið„Það eru rosalega þung skref hjá okkur eftir þennan leik,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið í kvöld. „Við reyndum hvað við gátum í seinni hálfleik til að koma inn marki en því miður þá vildi boltinn ekki inn. Þetta er því niðurstaðan sem eru gríðarleg vonbrigði.“ Hann segir að Skagamenn hafi lagt allt í sölurnar undir lokin þar sem þeir hefðu engu að tapa. „Við fengum nægilega mörg föst leikatriði til að gera betur en við gerðum í dag.“ Gunnlaugur var ekki sáttur við það hvernig menn mættu til leiks. „Við fórum vel yfir það í hálfleiknum og ég var ekki sáttur með það hvernig holningin á liðinu var í byrjun leiks.“ Skagamenn eru núna sex stigum frá næsta liði á botni deildarinnar þegar sex leikir eru eftir. Gunnlaugur fékk þá spurningu hvort hann gæti haldið liðinu uppi. „Ég tel mig vera sá maður sem getur snúið þessu gengi við og það er búið að reyna ýmislegt síðustu vikur. En ég ræð engu um það hvort ég verði áfram eða ekki. Ég mun leggja mitt af mörkum en auðvitað er þetta gríðarlega erfitt þegar hvert tapið kemur á fætur öðru.“ Kristján: Verður barátta fram yfir síðasta leik„Þetta var bara fínn leikur hjá okkur í fyrri hálfleik og byrjun síðari en við hleyptum þeim allt af mikið inn í þetta undir lokin,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við getum í raun þakkað markverðinum að hafa náð þessum sigri í kvöld, því hann var magnaður undir lokin. Menn voru bara alltof stressaðir undir lokin.“ Kristján segir að það hafi verið lenskan hjá ÍBV í sumar að ná ekki að drepa leikina. „Núna erum við komnir með 1-0 sigra og ég held að það sé bara mjög gott að ná því að halda hreinu. Þessi pakki er svo þéttur stigalega að þetta verður bara barátta alveg þar til að mótið er búið.“ Pepsi Max-deild karla
ÍBV vann frábæran sigur, 1-0, á ÍA uppi á Skaga í Pepsi-deildinni í dag og var sigur Eyjamanna lífsins nauðsynlegur. Bikarmeistarar Eyjamanna fóru í burtu með þrjú dýrmæt stig frá Skaganum og skilja Skagamenn eftir í mjög slæmum málum á botni deildarinnar. Brian Stuart McLean skoraði sigurmarkið með skalla sem fór á einhvern óskiljanlegan hátt í gegnum klofið á Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. Þetta var fyrsti deildarsigur Eyjamanna síðan í júní. Af hverju vann ÍBV? Liðið var bara betri í dag og stjórnaði ferðinni nánast allan leikinn. Vörn ÍBV var aldrei í neinum vandræðum með hugmyndsnauðan sóknarleik ÍA og var sigur þeirra einhvern veginn aldrei í hættu. Skagamenn voru bara ekkert líklegir til að skora og alls ekki að sjá að þeir væru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Hverjir stóðu upp úr? Varnarlína Eyjamanna var sterk og gáfu fá færi á sig. Brian McLean skoraði eitt mark og stóð vörnina eins og herforingi. Hann batt öftustu línu vel saman og stjórnaði henni. Þessi leikur fer aldrei í sögubækurnar fyrir mikla skemmtun en Eyjamenn áttu þennan sigur svo sannarlega skilið. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Skagamanna var einfaldlega í molum og gat Garðar Gunnlaugsson lítið gert einn uppi á topp. Liðið var ekkert sérstaklega líklegt til þess að jafna leikinn og hvað þá vinna hann. Heimamenn gáfu aðeins í undir lokin en það var ekki nóg. Það er erfitt að sjá Skagamenn bjarga sér að þessu sinni. Þeir spila í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð, nema eitthvað kraftaverk gerist. Hvað gerist næst? Eyjamenn eiga heldur betur erfiðan leik í næstu umferð en liðið mætir topplið Vals. Þeir verða helst að ná í sigur í þeim leik. Skagamenn fara í heimsókn í Kópavoginn og mæta þar Blikum í algjörum fallbaráttuslag. Til að eiga einhverja von verður liðið að vinna, það er nauðsynlegt. Maður leiksins: Brian McLean en allar einkunnir leikmanna má sjá ef ýtt er á Liðin Gunnlaugur: Ég ræð engu um það hvort ég verði áfram með liðið„Það eru rosalega þung skref hjá okkur eftir þennan leik,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið í kvöld. „Við reyndum hvað við gátum í seinni hálfleik til að koma inn marki en því miður þá vildi boltinn ekki inn. Þetta er því niðurstaðan sem eru gríðarleg vonbrigði.“ Hann segir að Skagamenn hafi lagt allt í sölurnar undir lokin þar sem þeir hefðu engu að tapa. „Við fengum nægilega mörg föst leikatriði til að gera betur en við gerðum í dag.“ Gunnlaugur var ekki sáttur við það hvernig menn mættu til leiks. „Við fórum vel yfir það í hálfleiknum og ég var ekki sáttur með það hvernig holningin á liðinu var í byrjun leiks.“ Skagamenn eru núna sex stigum frá næsta liði á botni deildarinnar þegar sex leikir eru eftir. Gunnlaugur fékk þá spurningu hvort hann gæti haldið liðinu uppi. „Ég tel mig vera sá maður sem getur snúið þessu gengi við og það er búið að reyna ýmislegt síðustu vikur. En ég ræð engu um það hvort ég verði áfram eða ekki. Ég mun leggja mitt af mörkum en auðvitað er þetta gríðarlega erfitt þegar hvert tapið kemur á fætur öðru.“ Kristján: Verður barátta fram yfir síðasta leik„Þetta var bara fínn leikur hjá okkur í fyrri hálfleik og byrjun síðari en við hleyptum þeim allt af mikið inn í þetta undir lokin,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við getum í raun þakkað markverðinum að hafa náð þessum sigri í kvöld, því hann var magnaður undir lokin. Menn voru bara alltof stressaðir undir lokin.“ Kristján segir að það hafi verið lenskan hjá ÍBV í sumar að ná ekki að drepa leikina. „Núna erum við komnir með 1-0 sigra og ég held að það sé bara mjög gott að ná því að halda hreinu. Þessi pakki er svo þéttur stigalega að þetta verður bara barátta alveg þar til að mótið er búið.“
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti