Best að búa til börn og tónlist Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 09:30 MYND/ERNIR Ása á ferskasta lag sumarsins, Always. Nokkuð nýlega komst hún í snertingu við náðargjafirnar sem hún hlaut í vöggugjöf. Komin sjö mánuði á leið ætlar Ása að útdeila fjöri og kynþokka um alla borg á Menningarnótt. „Maður á alltaf að elska. Það er svo mikið í húfi,“ segir Ása Elínardóttir af staðfestu. Hún hefur fundið fyrir því að vera pínu leiðinleg á þriðju meðgöngunni. Lag hennar Always hefur hitt landsmenn í hjartastað í sumar; dillandi og þokkafullt. „Ég samdi Always til mannsins míns, Guðmundar. Lagið er um það þegar maður fer að rífast yfir fáránlegum hlutum sem skipta engu máli, eins og ruslapoka sem engin nennir með út í tunnu. Af hverju að eyða tímanum í að rífast í stað þess að elska og þakka fyrir það sem maður hefur?“ Ása á von á sínu þriðja barni í október. Hún er 28 ára og á fyrir ellefu ára dóttur og son á fjórða ári. „Ég varð ófrísk sextán ára og nýorðin sautján þegar dóttir mín fæddist. Ég elska börn og dreymdi um að eignast þau fjögur en ætlaði mér það ekki svona ung. Ég er samt fegin að það gerðist og held að maður sé tilbúinn í þann slag þegar maður lendir í honum,“ segir Ása. Hún ráðleggur unglingsstúlkum þó að bíða með barneignir fram yfir tvítugt. Fyrst þarf maður að hlaupa af sér hornin. Ég fékk mikinn stuðning frá mömmu og var dálítið týnd orðin tvítug og stelpan þriggja ára. Þroski fyrir móðurhlutverkið fannst mér koma um 23 ára og þá sá ég alfarið um hana sjálf.“ Það er óvenjulegt að brátt þriggja barna móðir hasli sér völl og meiki það í tónlistarbransanum. „Dóttir mín er alltaf að segja við mig að hún vilji venjulega mömmu sem fari í lækninn eða hjúkkuna, en við vinkonur mínar segist hún hafa gaman af því að ég sé í tónlist. Ég held að fæstum ellefu ára börnum þyki mömmur sínar vera kúl. Við erum búnar að vera saman síðan ég var krakki sjálf og við erum mjög tengdar. Það er heiður að vera mamma hennar og ég er þakklát fyrir að vera á draumastað í lífinu. Það er best í heimi að búa til börn og tónlist.“ Sálufélagarnir Jin og Jang Fjórða barnið bíður betri tíma. Fyrst vill Ása gefa út plötur og sú fyrsta, Paradise of Love, er væntanleg í september. „Lögin mín fjalla gjarnan um ástina. Lagið Paradise of Love er annað lagið sem ég samdi og þar syng ég um leitina að hamingjunni, sem fyrir mitt leyti finnst í kærleikanum og nærveru með fólkinu mínu. Crocodile Tears er um sambandsslit. Það eru alltof margir í samböndum sem þeim líður illa í og þegar maður er í sambandi sem ekki gengur upp verður maður dofinn og getur ekki elskað.“ Ása er ástfangin af Guðmundi sem reyndi fyrst að fanga hjarta hennar þegar hún var átján. „En þá var ég í mínum heimi og vissi ekki neitt, eins og venjulega. Við hittumst svo aftur þegar ég var 23 og þá varð ekki aftur snúið. Við fluttum inn saman, nánast eftir fyrsta deit, og erum tengd sterkum böndum. Saman erum við eins og jin og jang; andstæður og bætum hvort annað upp og eigum stórt og fallegt líf saman.“ Þau Guðmundur eru dugleg að ferðast utan landsteina með börnin sín en heima finnst þeim best að vera hvort í annars faðmi. „Við erum afar tengd fjölskylda og þykir best að vera saman. Við förum út að leika með börnunum og borðum góðan mat, því ég hef yndi af eldamennsku og ætlaði í kokkinn á sínum tíma. Ég er ekki eins liðtæk í tiltektinni en Gummi er góður í henni,“ segir Ása hláturmild.Ása naut velgengni sem fyrirsæta í París á unglingsárunum.MYND/ERNIRGrætur ef hreyfir við fólki Ása var tvítug þegar hún tók sér gítar í hönd og hóf að kenna sjálfri sér að spila í gegnum YouTube. Ljóð samdi hún af kappi strax á unglingsárum. „Ljóðin voru um allt milli himins og jarðar. Ég samdi fyrsta ljóðið til að fá útrás fyrir tilfinningar þegar vinkona mín lenti í bílslysi í 7. bekk. Mér liggur margt á hjarta enda er lífið svo stórt. Áhrif tónlistar eru heilandi og þegar ég veit til þess að hafa hreyft við fólki með lagasmíðum mínum get ég beinlínis grátið.“ Þegar Ása var komin með gítar í hönd smullu lög og textar saman hjá henni. „Ég komst að því að ég get samið lög eftir pöntun. Ég hafði enga hæfileika sem barn, var aldrei góð í neinu og með enga menntun í tónlist, svo mín vöggugjöf hefur verið að geta samið lög eins og ekkert sé. Og þá hugsaði ég með mér að annaðhvort færi ég í háskólanám og rústaði því, eða ég rústaði þessum tónlistarferli. Það hefur gengið vonum framar og fyrir það er ég afar þakklát. Það er ekki sjálfgefið því svo mikið er til af góðri tónlist,“ segir Ása hamingjusöm. Henni líður vel á sviði og er þríbókuð í dag, á Menningarnótt. Fyrst í Dillon-garðinum klukkan 15, svo á Menningarnótt X-ins í portinu á bak við Bar 11 klukkan 17 og í Garðpartíi Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum í kvöld. „Dagurinn verður samfellt partí og ég hlakka mikið til þótt það verði púsl að hlaupa á milli ólétt,“ segir hún hlæjandi. „Í fyrstu var ég smeyk við tilhugsunina um að koma fram því ég hafði verið í spilun í útvarpi áður en ég steig fyrst á svið í maí. Þann dag náði ég ekki andanum fyrir spenningi en eftirleikurinn var auðveldur. Nú hlakka ég alltaf til og er ekkert stressuð, enda hví ætti ég að vera óstyrk eða feimin? Þetta er mín tónlist og það getur enginn sungið hana eins og ég geri. Mér finnst bara heiður að fá að syngja eigin tónlist og að aðrir leggi við hlustir.“ Það voru Johnny Cash og frú hans, June Carter, sem gáfu Ásu hugrekki til að springa út sem söngfugl. „Það er fortíðarþrá í takti mínum og tónum. Ég hlustaði mikið á Johnny Cash og June um tvítugt. Hann syngur ekki beint vel og það gaf mér kjark til að syngja sjálf. Mér fannst söngrödd mín alltaf skrýtin en uppgötvaði að röddin er mitt hljóðfæri sem mér ber að nýta og fagna eins og hún er.“Ása segir miður þegar lyf við ADHD eru töluð niður og telur að það hefði breytt miklu fyrir sig að fá slík lyf sem barn.MYND/ERNIRLyf við ADHD breyttu lífinu Ása segir gefandi að umbreyta tilfinningum í tónlist. „Ég var flækt barn, með mikinn athyglisbrest. Gekk illa í skóla, tengdi illa við hina krakkana og dvaldi oft í eigin heimi. Á unglingsárunum fór það að vera erfitt því ég hafði engin tök á náminu og gat ekki einbeitt mér,“ segir Ása sem á fullorðinsaldri, eða fyrir um tveimur árum, fékk loks lyf við athyglisbrestinum. „Það breytti lífi mínu. Loksins náði ég að skilgreina sjálfa mig og fór að semja tónlist. Mér finnst miður þegar lyf við ADHD eru töluð niður, hefði ég verið sett á lyf sem barn hefði það gert svo mikið fyrir mig. Ég gat aldrei verið í hópíþróttum og var alltaf fyrir neðan í öllu og því óskaplega týnd og kvíðin.“ Að upplagi er Ása glaðlynd og kát en hún segir að sér hafi oft liðið illa á uppvaxtarárunum. „Það er aldrei gott að vera unglingsstúlka með brotna sjálfsmynd; uppfull af vanmetakennd. Allir voru betri en ég í öllu og mín lausn var að gefa skít í allt nám þegar ég var á unglingastigi grunnskólans. Ég hafði sannarlega lagt mig alla fram og gert mitt besta, en kennarinn sagði jafnharðan að það væri ekki nógu gott,“ segir Ása, og fór að vinna í fiski og við módelstörf þar til hún varð ófrísk sextán ára. „Ég tók þátt í fyrirsætukeppni á fjórtánda árinu og fór í kjölfarið til Parísar þar sem ég vann fyrir Wella og fleiri merki. Mér þótti það ekkert merkilegt. Mér gekk vel en fannst bransinn innihaldslaus og kúplaði mig út eftir tvö ár við módelstörf. Enn í dag er ég fegin að ég entist ekki í þeim bransa því fjórtán ára hefur maður ekki nógu sterk bein í hann.“ Nýjasta lag Ásu heitir Broken Wings og er komið á Spotify. Myndband er væntanlegt á næstu dögum. „Ég samdi lagið þegar vinkonu minni leið illa. Það er sárt að finna til vanmáttar þegar kemur að vanlíðan annarra og geta ekki tekið sorgina frá þeim. Í myndbandinu lokast stelpa inni í húsi, sem ég tengi við eigin athyglisbrest. Mitt ADHD er þannig að ég lokast inni í eigin heimi og það er erfitt að ná í mig. Þá er eins og ég hafi lokað mig af en það er ekki raunin. Ég er bara læst inni. Þannig er athyglisbrestur; einhverfukeimur þar sem maður lokast inni í eigin hugarfangelsi.“Hægt er að fylgjast með Ásu á Facebook og SnapChat undir Asaelinar. Menningarnótt Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Ása á ferskasta lag sumarsins, Always. Nokkuð nýlega komst hún í snertingu við náðargjafirnar sem hún hlaut í vöggugjöf. Komin sjö mánuði á leið ætlar Ása að útdeila fjöri og kynþokka um alla borg á Menningarnótt. „Maður á alltaf að elska. Það er svo mikið í húfi,“ segir Ása Elínardóttir af staðfestu. Hún hefur fundið fyrir því að vera pínu leiðinleg á þriðju meðgöngunni. Lag hennar Always hefur hitt landsmenn í hjartastað í sumar; dillandi og þokkafullt. „Ég samdi Always til mannsins míns, Guðmundar. Lagið er um það þegar maður fer að rífast yfir fáránlegum hlutum sem skipta engu máli, eins og ruslapoka sem engin nennir með út í tunnu. Af hverju að eyða tímanum í að rífast í stað þess að elska og þakka fyrir það sem maður hefur?“ Ása á von á sínu þriðja barni í október. Hún er 28 ára og á fyrir ellefu ára dóttur og son á fjórða ári. „Ég varð ófrísk sextán ára og nýorðin sautján þegar dóttir mín fæddist. Ég elska börn og dreymdi um að eignast þau fjögur en ætlaði mér það ekki svona ung. Ég er samt fegin að það gerðist og held að maður sé tilbúinn í þann slag þegar maður lendir í honum,“ segir Ása. Hún ráðleggur unglingsstúlkum þó að bíða með barneignir fram yfir tvítugt. Fyrst þarf maður að hlaupa af sér hornin. Ég fékk mikinn stuðning frá mömmu og var dálítið týnd orðin tvítug og stelpan þriggja ára. Þroski fyrir móðurhlutverkið fannst mér koma um 23 ára og þá sá ég alfarið um hana sjálf.“ Það er óvenjulegt að brátt þriggja barna móðir hasli sér völl og meiki það í tónlistarbransanum. „Dóttir mín er alltaf að segja við mig að hún vilji venjulega mömmu sem fari í lækninn eða hjúkkuna, en við vinkonur mínar segist hún hafa gaman af því að ég sé í tónlist. Ég held að fæstum ellefu ára börnum þyki mömmur sínar vera kúl. Við erum búnar að vera saman síðan ég var krakki sjálf og við erum mjög tengdar. Það er heiður að vera mamma hennar og ég er þakklát fyrir að vera á draumastað í lífinu. Það er best í heimi að búa til börn og tónlist.“ Sálufélagarnir Jin og Jang Fjórða barnið bíður betri tíma. Fyrst vill Ása gefa út plötur og sú fyrsta, Paradise of Love, er væntanleg í september. „Lögin mín fjalla gjarnan um ástina. Lagið Paradise of Love er annað lagið sem ég samdi og þar syng ég um leitina að hamingjunni, sem fyrir mitt leyti finnst í kærleikanum og nærveru með fólkinu mínu. Crocodile Tears er um sambandsslit. Það eru alltof margir í samböndum sem þeim líður illa í og þegar maður er í sambandi sem ekki gengur upp verður maður dofinn og getur ekki elskað.“ Ása er ástfangin af Guðmundi sem reyndi fyrst að fanga hjarta hennar þegar hún var átján. „En þá var ég í mínum heimi og vissi ekki neitt, eins og venjulega. Við hittumst svo aftur þegar ég var 23 og þá varð ekki aftur snúið. Við fluttum inn saman, nánast eftir fyrsta deit, og erum tengd sterkum böndum. Saman erum við eins og jin og jang; andstæður og bætum hvort annað upp og eigum stórt og fallegt líf saman.“ Þau Guðmundur eru dugleg að ferðast utan landsteina með börnin sín en heima finnst þeim best að vera hvort í annars faðmi. „Við erum afar tengd fjölskylda og þykir best að vera saman. Við förum út að leika með börnunum og borðum góðan mat, því ég hef yndi af eldamennsku og ætlaði í kokkinn á sínum tíma. Ég er ekki eins liðtæk í tiltektinni en Gummi er góður í henni,“ segir Ása hláturmild.Ása naut velgengni sem fyrirsæta í París á unglingsárunum.MYND/ERNIRGrætur ef hreyfir við fólki Ása var tvítug þegar hún tók sér gítar í hönd og hóf að kenna sjálfri sér að spila í gegnum YouTube. Ljóð samdi hún af kappi strax á unglingsárum. „Ljóðin voru um allt milli himins og jarðar. Ég samdi fyrsta ljóðið til að fá útrás fyrir tilfinningar þegar vinkona mín lenti í bílslysi í 7. bekk. Mér liggur margt á hjarta enda er lífið svo stórt. Áhrif tónlistar eru heilandi og þegar ég veit til þess að hafa hreyft við fólki með lagasmíðum mínum get ég beinlínis grátið.“ Þegar Ása var komin með gítar í hönd smullu lög og textar saman hjá henni. „Ég komst að því að ég get samið lög eftir pöntun. Ég hafði enga hæfileika sem barn, var aldrei góð í neinu og með enga menntun í tónlist, svo mín vöggugjöf hefur verið að geta samið lög eins og ekkert sé. Og þá hugsaði ég með mér að annaðhvort færi ég í háskólanám og rústaði því, eða ég rústaði þessum tónlistarferli. Það hefur gengið vonum framar og fyrir það er ég afar þakklát. Það er ekki sjálfgefið því svo mikið er til af góðri tónlist,“ segir Ása hamingjusöm. Henni líður vel á sviði og er þríbókuð í dag, á Menningarnótt. Fyrst í Dillon-garðinum klukkan 15, svo á Menningarnótt X-ins í portinu á bak við Bar 11 klukkan 17 og í Garðpartíi Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum í kvöld. „Dagurinn verður samfellt partí og ég hlakka mikið til þótt það verði púsl að hlaupa á milli ólétt,“ segir hún hlæjandi. „Í fyrstu var ég smeyk við tilhugsunina um að koma fram því ég hafði verið í spilun í útvarpi áður en ég steig fyrst á svið í maí. Þann dag náði ég ekki andanum fyrir spenningi en eftirleikurinn var auðveldur. Nú hlakka ég alltaf til og er ekkert stressuð, enda hví ætti ég að vera óstyrk eða feimin? Þetta er mín tónlist og það getur enginn sungið hana eins og ég geri. Mér finnst bara heiður að fá að syngja eigin tónlist og að aðrir leggi við hlustir.“ Það voru Johnny Cash og frú hans, June Carter, sem gáfu Ásu hugrekki til að springa út sem söngfugl. „Það er fortíðarþrá í takti mínum og tónum. Ég hlustaði mikið á Johnny Cash og June um tvítugt. Hann syngur ekki beint vel og það gaf mér kjark til að syngja sjálf. Mér fannst söngrödd mín alltaf skrýtin en uppgötvaði að röddin er mitt hljóðfæri sem mér ber að nýta og fagna eins og hún er.“Ása segir miður þegar lyf við ADHD eru töluð niður og telur að það hefði breytt miklu fyrir sig að fá slík lyf sem barn.MYND/ERNIRLyf við ADHD breyttu lífinu Ása segir gefandi að umbreyta tilfinningum í tónlist. „Ég var flækt barn, með mikinn athyglisbrest. Gekk illa í skóla, tengdi illa við hina krakkana og dvaldi oft í eigin heimi. Á unglingsárunum fór það að vera erfitt því ég hafði engin tök á náminu og gat ekki einbeitt mér,“ segir Ása sem á fullorðinsaldri, eða fyrir um tveimur árum, fékk loks lyf við athyglisbrestinum. „Það breytti lífi mínu. Loksins náði ég að skilgreina sjálfa mig og fór að semja tónlist. Mér finnst miður þegar lyf við ADHD eru töluð niður, hefði ég verið sett á lyf sem barn hefði það gert svo mikið fyrir mig. Ég gat aldrei verið í hópíþróttum og var alltaf fyrir neðan í öllu og því óskaplega týnd og kvíðin.“ Að upplagi er Ása glaðlynd og kát en hún segir að sér hafi oft liðið illa á uppvaxtarárunum. „Það er aldrei gott að vera unglingsstúlka með brotna sjálfsmynd; uppfull af vanmetakennd. Allir voru betri en ég í öllu og mín lausn var að gefa skít í allt nám þegar ég var á unglingastigi grunnskólans. Ég hafði sannarlega lagt mig alla fram og gert mitt besta, en kennarinn sagði jafnharðan að það væri ekki nógu gott,“ segir Ása, og fór að vinna í fiski og við módelstörf þar til hún varð ófrísk sextán ára. „Ég tók þátt í fyrirsætukeppni á fjórtánda árinu og fór í kjölfarið til Parísar þar sem ég vann fyrir Wella og fleiri merki. Mér þótti það ekkert merkilegt. Mér gekk vel en fannst bransinn innihaldslaus og kúplaði mig út eftir tvö ár við módelstörf. Enn í dag er ég fegin að ég entist ekki í þeim bransa því fjórtán ára hefur maður ekki nógu sterk bein í hann.“ Nýjasta lag Ásu heitir Broken Wings og er komið á Spotify. Myndband er væntanlegt á næstu dögum. „Ég samdi lagið þegar vinkonu minni leið illa. Það er sárt að finna til vanmáttar þegar kemur að vanlíðan annarra og geta ekki tekið sorgina frá þeim. Í myndbandinu lokast stelpa inni í húsi, sem ég tengi við eigin athyglisbrest. Mitt ADHD er þannig að ég lokast inni í eigin heimi og það er erfitt að ná í mig. Þá er eins og ég hafi lokað mig af en það er ekki raunin. Ég er bara læst inni. Þannig er athyglisbrestur; einhverfukeimur þar sem maður lokast inni í eigin hugarfangelsi.“Hægt er að fylgjast með Ásu á Facebook og SnapChat undir Asaelinar.
Menningarnótt Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira