Lífið

Máni lofar góðri stemningu á tónleikum „skattgreiðendum að kostnaðarlausu“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mætingin á tónleikana er alltaf með besta móti.
Mætingin á tónleikana er alltaf með besta móti. Visir/Daníel
„Þetta hafa verið bestu tónleikarnir á Menningarnótt síðustu tíu árin, ég fullyrði það,“ segir Þorkell Máni Pétursson, betur þekktur sem Máni, um Menningarnæturtónleika útvarpsstöðvarinnar X-977 í samvinnu við Bar 11 og Norr 11. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og standa „þar til fyrsta rakettan fer í loftið,“ sem er um ellefu leytið.

„Þessir tónleikar eru skattgreiðendum algjörlega að kostnaðarlausu, það er mikilvægt að halda því til haga,“ segir Máni sem er að vonum spenntur fyrir kvöldinu. Í samtali við Vísi segir Máni að Menningarnæturtónleikarnir séu stærsti viðburðurinn sem útvarpsstöðin X-977 stendur fyrir á árinu.

Frosti Logason og Máni Pétursson, útvarpsmenn á X-inu 977 standa ásamt Bar 11 og Norr 11 fyrir tónleikum í portinu á bak við Bar 11.Visir
Útvarpsmaðurinn lofar „geggjuðu show-i og góðri stemningu frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu“ og bætir við að enginn verði svikinn af tónleikunum en í portinu á bakvið Bar 11 koma fram Ása, Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar, Tappi Tíkarrass, Atomstation, Emmsjé Gauti, Kilo, Dimma og síðan slá rappararnir í XXX Rottweiler hundum botninn í tónlistarveisluna.

„Allir sem hafa einhvern tíman hlustað á útvarp vita það að við erum eina útvarpsstöðin á Íslandi sem spilar gæðamúsík,“ segir Máni að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.