Kia með sölumet í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2017 11:32 Kia cee´d. Kia setti sölumet í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins en alls seldi suður-kóreski bílaframleiðandinn 251.472 bíla í álfunni sem er 9,5% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Kia hefur aldrei selt fleiri bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili. Markaðshlutdeild Kia jókst úr 2,8% í 3% í Evrópu og hefur aldrei verið hærri. Hybrid og rafbílar voru 7,5% af heildarsölu Kia í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins. ,,Söluaukning Kia hefur aukist þökk sé nýjum módelum sem hafa verið sett á markað á árinu og aukinni framleiðslu á bílum með rafmótor. Hinir nýju Rio og Picanto eru söluhæstir en Niro hefur einnig náð góðri sölu sem og Optima í öllum sínum útfærslum sem GT, Sportwagon og Plug-in Hybrid. Sala á rafbílum og Plug-in Hygbrid bílum jókst um 1% frá sama tíma í fyrra sem er mjög jákvætt. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia selur meira en 250.000 bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili og við erum að sjálfsögðu mjög ánægð og stolt með þann árangur," segir Michael Cole, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors. Á Íslandi hefur Kia átt gríðargóðu gengi að fagna og á fyrstu sex mánuðum ársins seldi Askja, umboðsaðili Kia á Íslandi 1.576 Kia bifreiðar og var Kia með rúmlega 11% markaðshlutdeild. Mikil aukning hefur átt sér stað í sölu Kia á árinu og sérstaklega til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Kia er önnur mest selda bíltegundin á Íslandi á þessu ári, eins og í fyrra. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent
Kia setti sölumet í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins en alls seldi suður-kóreski bílaframleiðandinn 251.472 bíla í álfunni sem er 9,5% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Kia hefur aldrei selt fleiri bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili. Markaðshlutdeild Kia jókst úr 2,8% í 3% í Evrópu og hefur aldrei verið hærri. Hybrid og rafbílar voru 7,5% af heildarsölu Kia í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins. ,,Söluaukning Kia hefur aukist þökk sé nýjum módelum sem hafa verið sett á markað á árinu og aukinni framleiðslu á bílum með rafmótor. Hinir nýju Rio og Picanto eru söluhæstir en Niro hefur einnig náð góðri sölu sem og Optima í öllum sínum útfærslum sem GT, Sportwagon og Plug-in Hybrid. Sala á rafbílum og Plug-in Hygbrid bílum jókst um 1% frá sama tíma í fyrra sem er mjög jákvætt. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia selur meira en 250.000 bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili og við erum að sjálfsögðu mjög ánægð og stolt með þann árangur," segir Michael Cole, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors. Á Íslandi hefur Kia átt gríðargóðu gengi að fagna og á fyrstu sex mánuðum ársins seldi Askja, umboðsaðili Kia á Íslandi 1.576 Kia bifreiðar og var Kia með rúmlega 11% markaðshlutdeild. Mikil aukning hefur átt sér stað í sölu Kia á árinu og sérstaklega til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Kia er önnur mest selda bíltegundin á Íslandi á þessu ári, eins og í fyrra.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent