Frjáls undan öllu krumpi sem safnast upp í lífinu Magnús Guðmundsson skrifar 3. ágúst 2017 10:30 Tómas Lemarquis hefur lengi haft mikinn áhuga á andlegum málefnum og lagt stund á shamanisma og heilun. Visir/Stefán Leikarinn Tómas Lemarquis er fertugur í dag en hann var hinn rólegasti yfir þessum tímamótum þegar blaðamaður náði af honum tali enda önnum kafinn við að undirbúa ferð til Perú sem hann leggur í ásamt góðu föruneyti á morgun. Að Tómas sé á faraldsfæti kemur þó eflaust engum sem til hans þekkja á óvart en hann hefur óneitanlega verið á miklu flakki síðustu ár. „Já, það er nú búið að vera flakk á mér um talsvert langt skeið. Ég hef bæði verið á ferðalögum og svo hef ég búið erlendis alveg frá 2003. Fyrst var ég í París í þrjú ár, síðan bjó ég í Berlín en svo er ég núna fluttur með annan fótinn til Los Angeles.“ Tómas segir að það sé nú fyrst og fremst leiklistin sem hafi dregið hann svona víða á þessum tíma og í LA sé hann að fylgja því eftir. „Þar er ég að fara í prufur og svona að vinna með mínum umboðsmanni en ég er kominn með atvinnuleyfi þannig að ég svona ákvað að láta reyna á þetta.“ En er þetta ekki harður heimur? „Jú, jú, þetta er harður heimur,“ tekur Tómas undir er nú engu að síður hinn rólegasti. „En ég kann bara mjög vel við þetta. Maður er búinn að byggja upp ákveðið þol í þessu í gegnum öll þessu ár. Þetta er auðvitað mikið af nei-um og allt það en ég er hættur að taka það inn á mig. Áður fyrr hefði ég kannski verið rosalega spældur að rétt missa af hlutverki en núna lít ég frekar á það sem jákvætt að vera á meðal þeirra sem koma sterklega til greina, þannig að þetta er svona spurning um afstöðu. Ég horfi núna frekar til þess að maður sé að færast nær og það er auðvitað jákvætt. En annars er einhver Hollywood ræma sem er að koma út á næstunni og ég er í henni,“ laumar Tómas út úr sér hinn rólegasti yfir upphefðinni og bætir við: „En ég má bara ekki nefna hana enn sem komið er. Svo eru líka tvær aðrar myndir að koma út á næstunni þar sem ég er með hlutverk og önnur þeirra er íslensk en hin rúmensk. Þannig að það er heilmikið að gerast.“ Tómas segir að það angri hann ekki sem leikara að hoppa á milli þessara tungumála við starfið. „Nei, það er ekkert mál. Ætli að það sé ekki hinn tvítyngdi bakgrunnur minn sem hjálpar til við þetta. Þetta er ekkert sem ég hef sóst eftir heldur má segja að tungumálin hafi bara komið upp í hendurnar á mér. Ég var leiðsögumaður uppi á jökli í sumar og er mikið fyrir að komast út í náttúruna og þar hoppa ég alveg linnulaust á milli tungumála,“ segir Tómas og brosir. Varðandi afmælisdaginn sjálfan þá segir Tómas að hann komi nú til með að fara í undirbúning Perúferðar sem standi fyrir dyrum daginn eftir. „Ég er að fara í þriggja vikna ferðalag með hóp af fólki. Við erum að fara til Perú að labba í fjöllunum. En ég stunda mikið andleg mál og hef verið að læra shamanisma og heilun sem á ættir að rekja til Perú. En ég er ekkert í þessum ofskynjunarlyfjum eins og sumir gera í Perú en ég hef mikinn áhuga á transástandinu og vitundinni þannig að þessi ferð er líka andleg í þeim skilningi. Ég fór þarna 2012 en þetta er land sem kallar mikið á mig. Einu sinni fór ég til Nepal og var að hugleiða í fjöllunum og hef farið í nokkrar svona lengri reisur í gegnum tíðina og yfirleitt er það eitthvað andlega tengt.“ Tómas segir að þetta hafi þróast á einhverjum árum og að í raun tengist þetta líka leiklistinni. „Þetta svona losar um allt sem stendur í vegi fyrir manni og hjálpar mér ótvírætt sem leikara. En fyrst og fremst með því að vera frjáls undan öllu því krumpi sem maður safnar saman í lífinu, það er gott fyrir alla. En til þess að vera leikari þá þarf maður að vera laus við komplexa og frjáls.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. ágúst. Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Leikarinn Tómas Lemarquis er fertugur í dag en hann var hinn rólegasti yfir þessum tímamótum þegar blaðamaður náði af honum tali enda önnum kafinn við að undirbúa ferð til Perú sem hann leggur í ásamt góðu föruneyti á morgun. Að Tómas sé á faraldsfæti kemur þó eflaust engum sem til hans þekkja á óvart en hann hefur óneitanlega verið á miklu flakki síðustu ár. „Já, það er nú búið að vera flakk á mér um talsvert langt skeið. Ég hef bæði verið á ferðalögum og svo hef ég búið erlendis alveg frá 2003. Fyrst var ég í París í þrjú ár, síðan bjó ég í Berlín en svo er ég núna fluttur með annan fótinn til Los Angeles.“ Tómas segir að það sé nú fyrst og fremst leiklistin sem hafi dregið hann svona víða á þessum tíma og í LA sé hann að fylgja því eftir. „Þar er ég að fara í prufur og svona að vinna með mínum umboðsmanni en ég er kominn með atvinnuleyfi þannig að ég svona ákvað að láta reyna á þetta.“ En er þetta ekki harður heimur? „Jú, jú, þetta er harður heimur,“ tekur Tómas undir er nú engu að síður hinn rólegasti. „En ég kann bara mjög vel við þetta. Maður er búinn að byggja upp ákveðið þol í þessu í gegnum öll þessu ár. Þetta er auðvitað mikið af nei-um og allt það en ég er hættur að taka það inn á mig. Áður fyrr hefði ég kannski verið rosalega spældur að rétt missa af hlutverki en núna lít ég frekar á það sem jákvætt að vera á meðal þeirra sem koma sterklega til greina, þannig að þetta er svona spurning um afstöðu. Ég horfi núna frekar til þess að maður sé að færast nær og það er auðvitað jákvætt. En annars er einhver Hollywood ræma sem er að koma út á næstunni og ég er í henni,“ laumar Tómas út úr sér hinn rólegasti yfir upphefðinni og bætir við: „En ég má bara ekki nefna hana enn sem komið er. Svo eru líka tvær aðrar myndir að koma út á næstunni þar sem ég er með hlutverk og önnur þeirra er íslensk en hin rúmensk. Þannig að það er heilmikið að gerast.“ Tómas segir að það angri hann ekki sem leikara að hoppa á milli þessara tungumála við starfið. „Nei, það er ekkert mál. Ætli að það sé ekki hinn tvítyngdi bakgrunnur minn sem hjálpar til við þetta. Þetta er ekkert sem ég hef sóst eftir heldur má segja að tungumálin hafi bara komið upp í hendurnar á mér. Ég var leiðsögumaður uppi á jökli í sumar og er mikið fyrir að komast út í náttúruna og þar hoppa ég alveg linnulaust á milli tungumála,“ segir Tómas og brosir. Varðandi afmælisdaginn sjálfan þá segir Tómas að hann komi nú til með að fara í undirbúning Perúferðar sem standi fyrir dyrum daginn eftir. „Ég er að fara í þriggja vikna ferðalag með hóp af fólki. Við erum að fara til Perú að labba í fjöllunum. En ég stunda mikið andleg mál og hef verið að læra shamanisma og heilun sem á ættir að rekja til Perú. En ég er ekkert í þessum ofskynjunarlyfjum eins og sumir gera í Perú en ég hef mikinn áhuga á transástandinu og vitundinni þannig að þessi ferð er líka andleg í þeim skilningi. Ég fór þarna 2012 en þetta er land sem kallar mikið á mig. Einu sinni fór ég til Nepal og var að hugleiða í fjöllunum og hef farið í nokkrar svona lengri reisur í gegnum tíðina og yfirleitt er það eitthvað andlega tengt.“ Tómas segir að þetta hafi þróast á einhverjum árum og að í raun tengist þetta líka leiklistinni. „Þetta svona losar um allt sem stendur í vegi fyrir manni og hjálpar mér ótvírætt sem leikara. En fyrst og fremst með því að vera frjáls undan öllu því krumpi sem maður safnar saman í lífinu, það er gott fyrir alla. En til þess að vera leikari þá þarf maður að vera laus við komplexa og frjáls.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. ágúst.
Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira