Uppvakningur Lára G. Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2017 07:00 Unglingar geta verið erfiðir. Móðir mín er til vitnis um það. Ekki nóg með að unglingar séu að slíta sig frá naflastrengnum heldur eru þeir oft vakandi fram á nótt. Ég ber ábyrgð á unglingi sem tekur rispur og liggur andvaka í nokkrar klukkustundir. Ég veit að unglingurinn hefur mikinn áhuga á samfélagsmiðlum eins og önnur börn og að komast á næsta leikjaborð í tölvuleik en það eru ekki einu ástæðurnar sem halda fyrir honum vöku. Unglingar eru ekki í sama tímabelti og aðrir, svona líkamlega séð. Líkamsklukkunni seinkar á unglingsaldri sem þýðir að þeir verða seinna þreyttir en aðrir. Það getur skapað ákveðin vandræði þegar unglingur er rifinn upp úr rekkju árla morguns eða skipað í háttinn á kristilegum tíma. Eftir því sem saxast á svefninn safnast upp þreyta, pirringur, einbeitingar- og eirðarleysi. Við segjum þá stundum að við séum komin með uppvakning á heimilið. Ég tók fræðin heim og gaf unglingnum melatónínpillu eftir kvöldmat. Eftir það heyrðust ljúf svefnhljóð úr herberginu hans á eðlilegum háttatíma. Þegar andvökunætur endurtaka sig dugar að gefa honum melatónín nokkur kvöld og þá dettur hann í „réttan takt“. Melatónín er svefnlyf að því leyti að það getur hjálpað til við að flýta líkamsklukkunni og fá okkur til að sofna fyrr. Að því gefnu að við séum ekki í mikilli birtu eins og fyrir framan tölvuskjá því birta seinkar líkamsklukkunni. Samfélagið er ekki sniðið að líkamsklukku unglings og meðan svo er þá vil ég heldur hafa úthvíldan ungling á heimilinu en uppvakning. Í framtíðinni munum við vonandi aðlaga umhverfið unglingum eins og að leyfa þeim að mæta seinna í skólann en venja er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Unglingar geta verið erfiðir. Móðir mín er til vitnis um það. Ekki nóg með að unglingar séu að slíta sig frá naflastrengnum heldur eru þeir oft vakandi fram á nótt. Ég ber ábyrgð á unglingi sem tekur rispur og liggur andvaka í nokkrar klukkustundir. Ég veit að unglingurinn hefur mikinn áhuga á samfélagsmiðlum eins og önnur börn og að komast á næsta leikjaborð í tölvuleik en það eru ekki einu ástæðurnar sem halda fyrir honum vöku. Unglingar eru ekki í sama tímabelti og aðrir, svona líkamlega séð. Líkamsklukkunni seinkar á unglingsaldri sem þýðir að þeir verða seinna þreyttir en aðrir. Það getur skapað ákveðin vandræði þegar unglingur er rifinn upp úr rekkju árla morguns eða skipað í háttinn á kristilegum tíma. Eftir því sem saxast á svefninn safnast upp þreyta, pirringur, einbeitingar- og eirðarleysi. Við segjum þá stundum að við séum komin með uppvakning á heimilið. Ég tók fræðin heim og gaf unglingnum melatónínpillu eftir kvöldmat. Eftir það heyrðust ljúf svefnhljóð úr herberginu hans á eðlilegum háttatíma. Þegar andvökunætur endurtaka sig dugar að gefa honum melatónín nokkur kvöld og þá dettur hann í „réttan takt“. Melatónín er svefnlyf að því leyti að það getur hjálpað til við að flýta líkamsklukkunni og fá okkur til að sofna fyrr. Að því gefnu að við séum ekki í mikilli birtu eins og fyrir framan tölvuskjá því birta seinkar líkamsklukkunni. Samfélagið er ekki sniðið að líkamsklukku unglings og meðan svo er þá vil ég heldur hafa úthvíldan ungling á heimilinu en uppvakning. Í framtíðinni munum við vonandi aðlaga umhverfið unglingum eins og að leyfa þeim að mæta seinna í skólann en venja er.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun