Hamfarir Magnús Guðmundsson skrifar 24. júlí 2017 07:00 Það er undarlegt með okkur Íslendinga að það virðist þurfa náttúruhamfarir til þess að við áttum okkur á mikilvægi þess að gæta hvert annars og þeim samtakamætti sem í okkur býr. En þegar hörmungarástand af einhvers konar samfélagslegum toga ríkir meðal meðbræðra okkar og -systra, þá sækjast úrbætur hægt og illa en pólitísk sundrung er þeim mun meiri. Fátt lýsir þessu betur en ástandið á húsnæðismarkaði víða um land og það viðvarandi úrræðaleysi sem þar virðist ríkja. Í Reykjavík eru yfir þúsund manns á biðlista eftir félagslegu húsnæði og nýverið var fjallað um mál þriggja barna móður sem hefur verið á biðlista síðan 2015. Hún fékk engin svör önnur en þau að húsnæðisnefnd væri í fríi ásamt fjölda starfsfólks og var henni ráðlagt að hafa samband við gistiskýli eða Kvennaathvarfið. Í vikunni var einnig fjallað um mál fjögurra barna móður í Reykjanesbæ sem hefur ítrekað leitað til félagsmálayfirvalda en þar hefur verið fátt um svör. Henni var reyndar bent á að það væri fullt af góðum fósturforeldrum fyrir eldri börnin. Í júlí var líka fjallað um konu á sjötugsaldri sem hefur síðustu vikur búið í fellihýsi á tjaldstæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði sem hún hafði búið í til níu ára var selt. Fátt er um svör hjá bæjaryfirvöldum. Allt eru þetta nýlegar fréttir og þessir einstaklingar og fjölskyldur þeirra aðeins brot af þeim sem búa í raun við sára neyð á húsnæðismarkaði. Margir eru með börn á framfæri og í Reykjavík hefur borgarráð samþykkt að skipa starfshóp sem geri úttekt á húsnæðisaðstæðum barna. Skipan nefnda og starfshópa er þó tæpast það sem viðkomandi einstaklingar hafa verið að vonast eftir en þó er það kannski skárra en aðgerðaleysið víða. En miðað við að biðlisti eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík hefur aldrei verið lengri er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort róttækar aðgerðir til úrbóta ættu ekki að vera verkefni starfshópsins. En það breytir því ekki að húsnæðisvandi þjóðarinnar er fyrir lifandis löngu orðinn viðameiri en svo að hægt sé að varpa allri ábyrgð á stök sveitarfélög. Ekki hefði það hvarflað að okkur árið 1973 að segja húsnæðisvanda Vestmannaeyinga í kjölfar eldgossins vera þeirra vandamál. Þvert á móti. Því lítil þjóð sem er rík að auðlindum á að búa við þau forréttindi að vandi einnar fjölskyldu sé vandi samfélagsins. Óháð því hvaða orsakir liggja að baki og hvort þær eiga rætur að rekja til náttúru, efnahagslífs, félagslegra aðstæðna og þannig mætti áfram telja. Ef íslenskir pólitíkusar geta ekki einu sinni komið sér saman um þetta er illa komið fyrir íslensku samfélagi. Að börn, eldri borgarar eða hver sem er sé á hrakhólum mánuðum og jafnvel árum saman er ekki það samfélag sem nokkur Íslendingur vill sjá. Það er því í raun með ólíkindum að ráðherra félagsmála skuli ekki fyrir löngu hafa kallað öll sveitarfélög á landinu saman til róttækra aðgerða. Því ástandið er litlu skárra en af völdum náttúruhamfara og þá efast enginn um getu okkar til samstöðu og lausna.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er undarlegt með okkur Íslendinga að það virðist þurfa náttúruhamfarir til þess að við áttum okkur á mikilvægi þess að gæta hvert annars og þeim samtakamætti sem í okkur býr. En þegar hörmungarástand af einhvers konar samfélagslegum toga ríkir meðal meðbræðra okkar og -systra, þá sækjast úrbætur hægt og illa en pólitísk sundrung er þeim mun meiri. Fátt lýsir þessu betur en ástandið á húsnæðismarkaði víða um land og það viðvarandi úrræðaleysi sem þar virðist ríkja. Í Reykjavík eru yfir þúsund manns á biðlista eftir félagslegu húsnæði og nýverið var fjallað um mál þriggja barna móður sem hefur verið á biðlista síðan 2015. Hún fékk engin svör önnur en þau að húsnæðisnefnd væri í fríi ásamt fjölda starfsfólks og var henni ráðlagt að hafa samband við gistiskýli eða Kvennaathvarfið. Í vikunni var einnig fjallað um mál fjögurra barna móður í Reykjanesbæ sem hefur ítrekað leitað til félagsmálayfirvalda en þar hefur verið fátt um svör. Henni var reyndar bent á að það væri fullt af góðum fósturforeldrum fyrir eldri börnin. Í júlí var líka fjallað um konu á sjötugsaldri sem hefur síðustu vikur búið í fellihýsi á tjaldstæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði sem hún hafði búið í til níu ára var selt. Fátt er um svör hjá bæjaryfirvöldum. Allt eru þetta nýlegar fréttir og þessir einstaklingar og fjölskyldur þeirra aðeins brot af þeim sem búa í raun við sára neyð á húsnæðismarkaði. Margir eru með börn á framfæri og í Reykjavík hefur borgarráð samþykkt að skipa starfshóp sem geri úttekt á húsnæðisaðstæðum barna. Skipan nefnda og starfshópa er þó tæpast það sem viðkomandi einstaklingar hafa verið að vonast eftir en þó er það kannski skárra en aðgerðaleysið víða. En miðað við að biðlisti eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík hefur aldrei verið lengri er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort róttækar aðgerðir til úrbóta ættu ekki að vera verkefni starfshópsins. En það breytir því ekki að húsnæðisvandi þjóðarinnar er fyrir lifandis löngu orðinn viðameiri en svo að hægt sé að varpa allri ábyrgð á stök sveitarfélög. Ekki hefði það hvarflað að okkur árið 1973 að segja húsnæðisvanda Vestmannaeyinga í kjölfar eldgossins vera þeirra vandamál. Þvert á móti. Því lítil þjóð sem er rík að auðlindum á að búa við þau forréttindi að vandi einnar fjölskyldu sé vandi samfélagsins. Óháð því hvaða orsakir liggja að baki og hvort þær eiga rætur að rekja til náttúru, efnahagslífs, félagslegra aðstæðna og þannig mætti áfram telja. Ef íslenskir pólitíkusar geta ekki einu sinni komið sér saman um þetta er illa komið fyrir íslensku samfélagi. Að börn, eldri borgarar eða hver sem er sé á hrakhólum mánuðum og jafnvel árum saman er ekki það samfélag sem nokkur Íslendingur vill sjá. Það er því í raun með ólíkindum að ráðherra félagsmála skuli ekki fyrir löngu hafa kallað öll sveitarfélög á landinu saman til róttækra aðgerða. Því ástandið er litlu skárra en af völdum náttúruhamfara og þá efast enginn um getu okkar til samstöðu og lausna.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júlí.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun