Komin aftur á fullt með nýja stofu Guðný Hrönn skrifar 25. júlí 2017 09:30 Ólafía og Andri Már eru eigendur húðflúrstofunnar Immortal Art. vísir/STEFÁN „Við fengum þetta nýja húsnæði afhent í janúar, þá tók við ferli með heilbrigðiseftirlitinu og svo framvegis. Og fljótlega eftir það vorum við komin aftur af stað,“ segir húðflúrlistakonan Ólafía Kristjánsdóttir, annar eigandi Immortal Art, um nýju stofuna sem hún og unnusti hennar, Andri Már Engilbertsson, opnuðu fyrr á árinu eftir að hafa orðið fyrir því að önnur stofa sem þau áttu var skemmd þegar sprengju var hent inn um glugga. Nýja stofan er með öðru sniði en gengur og gerist á Íslandi og það er augljóst að mikið hefur verið lagt í að ná fram notalegu andrúmslofti.Stofan er björt og stílhrein í svarthvítu þema og skyssur og teikningar prýða veggi. Stofan samanstendur af nokkrum herbergjum sem hægt er að loka af, skrifstofu og kaffistofu svo eitthvað sé nefnt. „Við erum með mjög svipaðan smekk, okkur finnst þessi stíll rosalega flottur og við vorum alltaf sammála um hvernig við vildum hafa stofuna okkar,“ segir Ólafía. „Já, við vildum hafa þetta „private“-stúdíó sem þýðir að stofan er lokuð og það kemur enginn og truflar. Viðskiptavinurinn fær næði og líka listamaðurinn. Það getur sem sagt enginn bara labbað inn á stofuna,“ segir Andri um fyrirkomulagið. Þess má geta að til að komast inn á stofuna þarf að panta tíma og svo hringja dyrabjöllu þegar mætt er á staðinn. „Upplifunin fyrir kúnnann á að vera sú að hann eða hún á alla okkar athygli á meðan viðkomandi er í flúri. Og við leyfum enga gesti, þannig að kúnninn tekur ekki maka eða vini með.“ Þetta fyrirkomulag sem Andri lýsir þekkist víða erlendis.„Við sjáum að fólk kann vel að meta rólegheitin sem eru hérna og þá staðreynd að kúnninn stýrir alltaf ferðinni.“ Spurð út í hvernig var að koma rekstrinum aftur af stað eftir árásina sem þau urðu fyrir segir Ólafía: „Það gekk vel, við eigum traustan kúnnahóp.“ Ólafía og Andri vilja koma á framfæri þökkum til viðskiptavina sinna. „Við erum mjög þakklát fyrir kúnnana okkar. Þau biðu náttúrulega í nokkra mánuði á meðan við vorum að koma þessari nýju stofu af stað,“ segir Ólafía. Þau segja hafa verið nóg að gera síðan þau opnuðu aftur. „Við eigum okkar kúnnahóp og svo kemur fólk alla leið að utan til að fá tattú eftir Ólafíu. Hún er búin að vera bæta sig alveg rosalega og þetta er farið að vekja athygli erlendis, það er til dæmis maður frá Kanada á leiðinni til okkar, hann á tvo heila daga hjá okkur og ætlar að taka alla bringuna. Svo er einn á leiðinni frá Englandi og annar frá Svíþjóð,“ segir Andri. Ekki eins og að fara í klippinguÓlafía segir tattúbransann hafa verið að breytast undanfarið og hún tekur eftir því að fólk kann að meta þjónustuna á Immortal Art. „Þetta er auðvitað listform og ég tek þetta alvarlega. Þetta er vinnan mín og sömuleiðis er þetta list sem ég er að skapa. Þannig að ég vil enga truflun. Ég vil geta einbeitt mér svo útkoman verði nákvæmlega eins og hún á að vera. Ég meina, þegar þú ferð í litun og plokkun eða nudd sem dæmi þá ertu ekkert að taka vin eða maka með,“ útskýrir Ólafía. Hún segir fólk vera að fara í stór flúr í auknum mæli, og þá er mikilvægt að umhverfið sé rólegt. „Þetta er vont og þetta tekur langan tíma, þá er nauðsynlegt að allir geti einbeitt sér og slakað á.“ Andri tekur undir með Ólafíu. „Já, margt fólk er að fara í mjög stór flúr og fólk úr öllum stéttum samfélagsins er að fá sér tattú,“ segir Andri. „Það hefur átt sér stað vitundarvakning um húðflúr og listformið sem það er,“ bætir Ólafía við. Þau taka líka eftir að fólk er almennt farið að vanda valið betur þegar kemur að húðflúri.„Fólk tekur sér tíma í að velja „artista“ sem sérhæfir sig í því sem það vill. Fólk er líka tilbúið að bíða eftir að fá tíma og þannig á það að vera. Þetta er auðvitað eitthvað sem er á þér að eilífu, þetta er ekki eins og að fara í klippingu.“ Andri og Ólafía, ásamt fleiri atvinnuhúðflúrurum, endurvöktu nýverið Facebook-hópinn Húðflúr á Íslandi og mæla með að áhugasamir skoði hann. „Þetta er vettvangur þar sem fólk getur fengið innblástur og kynnt sér hvað er að gerast í bransanum. Listamenn birta myndir í þessum hópi þannig að þeir sem eru að fara að fá sér tattú geta skoðað verk og fundið listamann sem hentar þeim. Svo er hægt að fá svör við spurningum frá sérfræðingum.“ Fólk er oft forvitiðSpurð út í viðhorf fólks gagnvart húðflúrum segjast þau Ólafía og Andri verða vör við að þau séu að breytast. „Fólk starir alveg, ég tek eftir því. Við erum auðvitað bæði áberandi mikið flúruð og fólk er forvitið. Og það er bara allt í lagi og eðlilegt, fólk er bara áhugasamt,“ segir Ólafía. „Ég hef fengið sérstaklega margar spurningar og athygli eftir þetta,“ segir Andri og bendir á húðflúrið á hálsi sér. „Maður fær fleiri hrós heldur en einhverja gagnrýni. En ég hef samt alveg lent í aðkasti frá ókunnugum sem spyrja mig hvað ég sé eiginlega að gera við líkama minn og eitthvað í þeim dúr. En ég meina þetta er líkaminn okkar og okkur er sama hvað öðrum finnst, fólk er misjafnt og sumir geta ekki haldið aftur af skoðunum sínum.“ Mikilvægt að hugsa máliðAð lokum gefa þau þeim sem eru í tattúhugleiðingum ráð. „Við hvetjum fólk til að taka sér tíma og vanda valið,“ segir Ólafía. „Það er alltaf leiðinlegt að fá til sín fólk sem leitar til okkar í von um að það sé hægt að laga tattú sem það hefur fengið sér einhvers staðar annars staðar í flýti. Fólk er að gera mistök vegna þess að það er verið að drífa sig og spara peninga. Aðalmálið er að hugsa málið vandlega og finna listamann við hæfi í verkið sem getur gert tattúið sem þú vilt fá.“ Húðflúr Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
„Við fengum þetta nýja húsnæði afhent í janúar, þá tók við ferli með heilbrigðiseftirlitinu og svo framvegis. Og fljótlega eftir það vorum við komin aftur af stað,“ segir húðflúrlistakonan Ólafía Kristjánsdóttir, annar eigandi Immortal Art, um nýju stofuna sem hún og unnusti hennar, Andri Már Engilbertsson, opnuðu fyrr á árinu eftir að hafa orðið fyrir því að önnur stofa sem þau áttu var skemmd þegar sprengju var hent inn um glugga. Nýja stofan er með öðru sniði en gengur og gerist á Íslandi og það er augljóst að mikið hefur verið lagt í að ná fram notalegu andrúmslofti.Stofan er björt og stílhrein í svarthvítu þema og skyssur og teikningar prýða veggi. Stofan samanstendur af nokkrum herbergjum sem hægt er að loka af, skrifstofu og kaffistofu svo eitthvað sé nefnt. „Við erum með mjög svipaðan smekk, okkur finnst þessi stíll rosalega flottur og við vorum alltaf sammála um hvernig við vildum hafa stofuna okkar,“ segir Ólafía. „Já, við vildum hafa þetta „private“-stúdíó sem þýðir að stofan er lokuð og það kemur enginn og truflar. Viðskiptavinurinn fær næði og líka listamaðurinn. Það getur sem sagt enginn bara labbað inn á stofuna,“ segir Andri um fyrirkomulagið. Þess má geta að til að komast inn á stofuna þarf að panta tíma og svo hringja dyrabjöllu þegar mætt er á staðinn. „Upplifunin fyrir kúnnann á að vera sú að hann eða hún á alla okkar athygli á meðan viðkomandi er í flúri. Og við leyfum enga gesti, þannig að kúnninn tekur ekki maka eða vini með.“ Þetta fyrirkomulag sem Andri lýsir þekkist víða erlendis.„Við sjáum að fólk kann vel að meta rólegheitin sem eru hérna og þá staðreynd að kúnninn stýrir alltaf ferðinni.“ Spurð út í hvernig var að koma rekstrinum aftur af stað eftir árásina sem þau urðu fyrir segir Ólafía: „Það gekk vel, við eigum traustan kúnnahóp.“ Ólafía og Andri vilja koma á framfæri þökkum til viðskiptavina sinna. „Við erum mjög þakklát fyrir kúnnana okkar. Þau biðu náttúrulega í nokkra mánuði á meðan við vorum að koma þessari nýju stofu af stað,“ segir Ólafía. Þau segja hafa verið nóg að gera síðan þau opnuðu aftur. „Við eigum okkar kúnnahóp og svo kemur fólk alla leið að utan til að fá tattú eftir Ólafíu. Hún er búin að vera bæta sig alveg rosalega og þetta er farið að vekja athygli erlendis, það er til dæmis maður frá Kanada á leiðinni til okkar, hann á tvo heila daga hjá okkur og ætlar að taka alla bringuna. Svo er einn á leiðinni frá Englandi og annar frá Svíþjóð,“ segir Andri. Ekki eins og að fara í klippinguÓlafía segir tattúbransann hafa verið að breytast undanfarið og hún tekur eftir því að fólk kann að meta þjónustuna á Immortal Art. „Þetta er auðvitað listform og ég tek þetta alvarlega. Þetta er vinnan mín og sömuleiðis er þetta list sem ég er að skapa. Þannig að ég vil enga truflun. Ég vil geta einbeitt mér svo útkoman verði nákvæmlega eins og hún á að vera. Ég meina, þegar þú ferð í litun og plokkun eða nudd sem dæmi þá ertu ekkert að taka vin eða maka með,“ útskýrir Ólafía. Hún segir fólk vera að fara í stór flúr í auknum mæli, og þá er mikilvægt að umhverfið sé rólegt. „Þetta er vont og þetta tekur langan tíma, þá er nauðsynlegt að allir geti einbeitt sér og slakað á.“ Andri tekur undir með Ólafíu. „Já, margt fólk er að fara í mjög stór flúr og fólk úr öllum stéttum samfélagsins er að fá sér tattú,“ segir Andri. „Það hefur átt sér stað vitundarvakning um húðflúr og listformið sem það er,“ bætir Ólafía við. Þau taka líka eftir að fólk er almennt farið að vanda valið betur þegar kemur að húðflúri.„Fólk tekur sér tíma í að velja „artista“ sem sérhæfir sig í því sem það vill. Fólk er líka tilbúið að bíða eftir að fá tíma og þannig á það að vera. Þetta er auðvitað eitthvað sem er á þér að eilífu, þetta er ekki eins og að fara í klippingu.“ Andri og Ólafía, ásamt fleiri atvinnuhúðflúrurum, endurvöktu nýverið Facebook-hópinn Húðflúr á Íslandi og mæla með að áhugasamir skoði hann. „Þetta er vettvangur þar sem fólk getur fengið innblástur og kynnt sér hvað er að gerast í bransanum. Listamenn birta myndir í þessum hópi þannig að þeir sem eru að fara að fá sér tattú geta skoðað verk og fundið listamann sem hentar þeim. Svo er hægt að fá svör við spurningum frá sérfræðingum.“ Fólk er oft forvitiðSpurð út í viðhorf fólks gagnvart húðflúrum segjast þau Ólafía og Andri verða vör við að þau séu að breytast. „Fólk starir alveg, ég tek eftir því. Við erum auðvitað bæði áberandi mikið flúruð og fólk er forvitið. Og það er bara allt í lagi og eðlilegt, fólk er bara áhugasamt,“ segir Ólafía. „Ég hef fengið sérstaklega margar spurningar og athygli eftir þetta,“ segir Andri og bendir á húðflúrið á hálsi sér. „Maður fær fleiri hrós heldur en einhverja gagnrýni. En ég hef samt alveg lent í aðkasti frá ókunnugum sem spyrja mig hvað ég sé eiginlega að gera við líkama minn og eitthvað í þeim dúr. En ég meina þetta er líkaminn okkar og okkur er sama hvað öðrum finnst, fólk er misjafnt og sumir geta ekki haldið aftur af skoðunum sínum.“ Mikilvægt að hugsa máliðAð lokum gefa þau þeim sem eru í tattúhugleiðingum ráð. „Við hvetjum fólk til að taka sér tíma og vanda valið,“ segir Ólafía. „Það er alltaf leiðinlegt að fá til sín fólk sem leitar til okkar í von um að það sé hægt að laga tattú sem það hefur fengið sér einhvers staðar annars staðar í flýti. Fólk er að gera mistök vegna þess að það er verið að drífa sig og spara peninga. Aðalmálið er að hugsa málið vandlega og finna listamann við hæfi í verkið sem getur gert tattúið sem þú vilt fá.“
Húðflúr Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira