Frjótt ímyndunarafl, fullkomin tækni Jónas Sen skrifar 26. júlí 2017 11:45 "Það voru þvílíkar flugeldasýningar að mann langaði til að standa upp og öskra hvað eftir annað,“ segir meðal annars um leik Hancock í dómnum. Mynd/Getty Tónlist Djasstónleikar Herbie Hancock lék eigin tónlist ásamt Vinnie Colaiuta, James Genus, Terrace Martin og Lionel Loueke. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 20. júlí Herbie Hancock er viðkunnanlegur náungi og blátt áfram. Hann sagði áheyrendunum á tónleikunum í Hörpu á fimmtudagskvöldið að hann hefði komið til Íslands áður og skemmt sér afar vel. Það hefði mikið verið drukkið. Núna væri hann hins vegar hættur að drekka og eins gott; ef hann hefði ekki gert það væri hann ekkert hér. Hancock er goðsögn í djassheiminum. Hann spilaði í hljómsveit Miles Davies á sínum tíma og hefur unnið fjölmörg Grammy verðlaun. Hann er ákaflega tilraunaglaður og óhræddur við að nota tækninýjungar í tónlist sinni. Það sem boðið var upp á í Hörpu var gríðarlega víðfeðmt, allt frá einföldum laglínum upp í litríkar ómstríður, svo mjög að það var nánast eins og að heyra öfgakennda framúrstefnu á Myrkum músíkdögum. Helsti munurinn lá í rytmanum; á tónleikum Hancocks var takturinn allan tímann líflegur, og rúmlega það. Vinnie Colaiuta sló trommurnar, og það var enginn smáræðis trommuleikur. Sólóin voru oft ótrúlega flókin, en þó ekki svo að það væri óþægilegt. Fallegur hljómur var í trommunum, trommuslátturinn léttur og mjúkur, en samt kröftugur þegar við átti. Hinir hljóðfæraleikararnir voru frábærir. Bassaleikur James Genus var skemmtilega fjölbreyttur. Terrace Martin, sem m.a. lék á saxófón, var hugvitsamlegur og fjörugur. Hancock sagði um gítarleikarann Lionel Loueke að hann spilaði á hljóðfærið sitt ólíkt öllum öðrum. Það voru orð að sönnu. Hljómurinn í gítarnum var óvanalega bjartur og undarlega mennskur, eins og lifandi manneskja. Loueke söng líka á sérkennilegan hátt; söngurinn fór í gegnum tölvu sem myndaði hljóm úr hverjum tóni. Í því samhengi minntist Hancock aðeins á svokallaðan vocoder sem er algengur í dag en þótti mikið tækniundur þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið. Vocoder umbreytir mannsröddinni á ýmsa vegu og einnig er hægt að hafa slík áhrif á tóna úr hljóðfærum, og í raun hvað sem er. Vocoder var talsvert notaður á tónleikunum og átti sinn þátt í að kvöldið var svona sérstætt. Hancock sjálfur var ekki af þessum heimi. Hann spilaði bæði á píanó, en einnig ýmiss konar hljómborð, þ.á m. eitt sem hann hélt á, eins og gítar. Leikur hans var í fremstu röð, það voru þvílíkar flugeldasýningar að mann langaði til að standa upp og öskra hvað eftir annað. Tónlistin kom stöðugt á óvart. Margir halda að djass sé alltaf spunnin en svo er ekki. Strúktúrinn er fyrirfram ákveðinn, bæði laglínan og hljómagangurinn. Innan þess ramma er þó svigrúm sem hljóðfæraleikararnir geta nýtt sér. Hér var spuninn með eindæmum djarfur, sem skrifast á yfirgripsmikla þekkingu á ólíkum stílum og fullkomna tækni. Fyrir bragðið var frelsi og ímyndunarafl hljóðfæraleikaranna óheft, þeir gátu gert allt sem hugurinn bauð hverju sinni. Útkoman var einstök og ógleymanleg skemmtun.Niðurstaða: Einhverjir bestu djasstónleikar sem hér hafa verið haldnir. Tónlistargagnrýni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Djasstónleikar Herbie Hancock lék eigin tónlist ásamt Vinnie Colaiuta, James Genus, Terrace Martin og Lionel Loueke. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 20. júlí Herbie Hancock er viðkunnanlegur náungi og blátt áfram. Hann sagði áheyrendunum á tónleikunum í Hörpu á fimmtudagskvöldið að hann hefði komið til Íslands áður og skemmt sér afar vel. Það hefði mikið verið drukkið. Núna væri hann hins vegar hættur að drekka og eins gott; ef hann hefði ekki gert það væri hann ekkert hér. Hancock er goðsögn í djassheiminum. Hann spilaði í hljómsveit Miles Davies á sínum tíma og hefur unnið fjölmörg Grammy verðlaun. Hann er ákaflega tilraunaglaður og óhræddur við að nota tækninýjungar í tónlist sinni. Það sem boðið var upp á í Hörpu var gríðarlega víðfeðmt, allt frá einföldum laglínum upp í litríkar ómstríður, svo mjög að það var nánast eins og að heyra öfgakennda framúrstefnu á Myrkum músíkdögum. Helsti munurinn lá í rytmanum; á tónleikum Hancocks var takturinn allan tímann líflegur, og rúmlega það. Vinnie Colaiuta sló trommurnar, og það var enginn smáræðis trommuleikur. Sólóin voru oft ótrúlega flókin, en þó ekki svo að það væri óþægilegt. Fallegur hljómur var í trommunum, trommuslátturinn léttur og mjúkur, en samt kröftugur þegar við átti. Hinir hljóðfæraleikararnir voru frábærir. Bassaleikur James Genus var skemmtilega fjölbreyttur. Terrace Martin, sem m.a. lék á saxófón, var hugvitsamlegur og fjörugur. Hancock sagði um gítarleikarann Lionel Loueke að hann spilaði á hljóðfærið sitt ólíkt öllum öðrum. Það voru orð að sönnu. Hljómurinn í gítarnum var óvanalega bjartur og undarlega mennskur, eins og lifandi manneskja. Loueke söng líka á sérkennilegan hátt; söngurinn fór í gegnum tölvu sem myndaði hljóm úr hverjum tóni. Í því samhengi minntist Hancock aðeins á svokallaðan vocoder sem er algengur í dag en þótti mikið tækniundur þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið. Vocoder umbreytir mannsröddinni á ýmsa vegu og einnig er hægt að hafa slík áhrif á tóna úr hljóðfærum, og í raun hvað sem er. Vocoder var talsvert notaður á tónleikunum og átti sinn þátt í að kvöldið var svona sérstætt. Hancock sjálfur var ekki af þessum heimi. Hann spilaði bæði á píanó, en einnig ýmiss konar hljómborð, þ.á m. eitt sem hann hélt á, eins og gítar. Leikur hans var í fremstu röð, það voru þvílíkar flugeldasýningar að mann langaði til að standa upp og öskra hvað eftir annað. Tónlistin kom stöðugt á óvart. Margir halda að djass sé alltaf spunnin en svo er ekki. Strúktúrinn er fyrirfram ákveðinn, bæði laglínan og hljómagangurinn. Innan þess ramma er þó svigrúm sem hljóðfæraleikararnir geta nýtt sér. Hér var spuninn með eindæmum djarfur, sem skrifast á yfirgripsmikla þekkingu á ólíkum stílum og fullkomna tækni. Fyrir bragðið var frelsi og ímyndunarafl hljóðfæraleikaranna óheft, þeir gátu gert allt sem hugurinn bauð hverju sinni. Útkoman var einstök og ógleymanleg skemmtun.Niðurstaða: Einhverjir bestu djasstónleikar sem hér hafa verið haldnir.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira