FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Flóki Finnbogason hefur verið iðinn við kolann í sumar.
Kristján Flóki Finnbogason hefur verið iðinn við kolann í sumar. vísir/stefán
Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

NK Maribor vann leikinn 1-0 og kom sigurmarkið eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik.

Íslensk lið hafa ekki enn náð að vinna Evrópuleik á móti slóvenskum liðum en Valsmenn duttu á dögunum út úr Evrópudeildinni á móti slóvenska félaginu Domzale.

Eftir frekar rólegan fyrri hálfleik byrjuðu Slóvenarnir þann seinni af miklum krafti sem skilaði liðinu marki á 54. mínútu.

Fyrirliðinn Marcos Tavares skoraði markið með skalla eftir fyrirgjöf frá varnarmanninum Aleksandar Rajcevic.

Slóvenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn hefði auðveldlega geta orðið stærri. Það að FH tapaði með minnsta mun þýðir hinsvegar að FH-ingar eiga enn möguleika í seinni leiknum í Hafnarfirði.

FH-liðið átti aðeins xx hættulegar sóknir og x skot að marki samkvæmt tölfræði UEFA í leiknum en leikmenn Maribor reyndu xx skot og náðu xx hættulegum sóknum.

Slóvenarnir hafa verið sterkir á heimavelli sínum í Evrópukeppninni en liðið er þar taplaust í sex leikjum (4 sigrar og 2 jafntefli)

Seinni leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli 2. ágúst næstkomandi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira