Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 2-0 | KR-ingar upp í 5. sætið | Sjáðu mörkin Ástrós Ýr Eggertsdóttir á KR-velli skrifar 27. júlí 2017 22:30 KR-ingar hífa sig upp um fjögur sæti og í það fimmta eftir 2-0 sigur á heimavelli gegn Fjölni í Pepsi deildinni í kvöld. Leikurinn var liður í 10. umferð deildarinnar, sem var upphaflega á dagskrá í byrjun júlímánaðar en var frestað vegna þátttöku KR í undankeppni Evrópudeildarinnar. Fjölnismenn voru hættulegri í byrjun leiksins og sköpuðu sér meira, en þegar um korter var eftir af fyrri hálfleik settu heimamenn í gírinn og herjuðu stíft að marki Fjölnismanna. Vesturbæingar uppskáru mark á 43. mínútu leiksins þegar fyrirliðinn Pálmi Rafn Pálmason laumaði boltanum fram hjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis með góðu skoti fyrir utan teiginn. Heimamenn í KR voru mun sterkari í seinni hálfleiknum og voru langir kaflar þar sem boltinn fór lítið yfir á þeirra vallarhelming. Óskar Örn Hauksson átti mjög góðan leik í liði KR í kvöld og hann skoraði seinna mark KR-inga á 75. mínútu. Seinni hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu, það var mikið um hörkutæklingar og lyfti Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, gula spjaldinu á loft sex sinnum í hálfleiknum. Einkennilegt atvik átti sér stað í uppbótatíma þegar Mario Tadejevic fékk að líta gult spjald frá Ívari Orra. Allir þrír blaðamennirnir í stúkunni í kvöld höfðu skráð spjald á Tadejevic á 79. mínútu, en það var ekki að sjá á dómaratríóinu að þetta væri hans seinna gula spjald sem hefði þá átt að verða rautt.Afhverju vann KR? Þeir voru mun sterkari aðilinn í um klukkutíma í kvöld. Fjölnismenn byrjuðu leikinn betur og hefði leikurinn getað orðið allt annar ef þeir hefðu náð að setja mark í fyrri hálfleik. Eftir að KR-ingar skoruðu þá var í raun engin spurning hvernig þetta myndi enda, Fjölnismenn sköpuðu sér lítið af færum í seinni hálfleik og voru í raun aldrei líklegir til að jafna.Hverjir stóðu upp úr? Óskar Örn átti mjög góðan leik, átti nokkur mjög góð færi og var óheppinn að hafa ekki náð að skora fleiri mörk. Einnig voru Kennie Chopart og André Bjerregard mjög sprækir fram á við fyrir KR og Pálmi Rafn Pálmason átti góðan leik. Þórður Ingason stóð sig mjög vel í marki Fjölnismanna í kvöld, og varði í nokkur skipti stórkostlega. Ef ekki hefði verið fyrir hann er líklegt að heimamenn hefðu sett nokkur mörk í viðbót. Maður leiksins á Alvogenvellinum í kvöld var Óskar Örn Hauksson. Einkunnir má sjá undir „Liðin“ hér að ofan.Hvað gekk illa? Það gekk flest illa hjá Fjölnismönnum í seinni hálfleik. Þeir náðu ekki að búa sér til nein færi og KR-ingar yfirspiluðu þá á köflum. Varnarlínan var undir mikilli pressu allan seinni hálfleikinn og komust KR-ingar oft í mjög góð færi.Hvað gerist næst? KR-ingar taka á móti Víkingum frá Ólafsvík á mánudagskvöldið en Fjölnismenn fara í heimsókn til Blika í Kópavoginn.Arnar Gunnlaugs: Evrópusæti markmiðið „Flottur sigur, Fjölnir eru með sterkt lið. VIð vorum í smá vandræðum með þá í fyrri hálfleik, náðum ekki þessu sama flæði í leik okkar og í síðasta leik, en við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik og stjórnuðum leiknum frá A til Ö í seinni hálfleik,“ voru fyrstu orð Arnars Gunnlaugssonar, aðstoðarþjálfara KR, eftir sigurinn í kvöld. „Væntingarnar fyrir mótið voru náttúrulega að gera miklu betur, en við erum búnir að vinna tvo leiki í röð núna og halda hreinu í þeim báðum. Ég held að Evrópuleikirnir hafi gert okkur gott, við náðum að stilla liðið saman og við þurfum bara að halda áfram á sömu braut. Það er stutt í Evrópusætið og það er okkar markmið eins og staðan er í dag.“ KR fær Víking Ólafsvík í heimsókn á mánudaginn og er Arnar bjartsýnn fyrir þann leik: „Sigur veitir sjálfstraust. Við þurfum bara að einblína á okkar leik, við erum með mjög gott lið, þó kannski stigasöfnunin gefi það ekki alveg til kynna. Þegar við náum að stilla saman okkar strengi og spila okkar leik erum við illviðráðanlegir.“Ágúst Gylfason.vísir/antonGústi Gylfa: Fúlt að fá ekki víti Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum ekki sáttur með úrslitin. „Það er súrt að tapa, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga fyrstu færin, og hugsanlega átt að fá víti, fúlt að vera ekki búnir að skora. Eftir það þá gengu KR-ingar á lagið og voru betri það sem eftir lifir leiks í rauninni.“ „Ég sá það ekki nógu vel, en það voru fullt af augum sem sáu það og vildu fá víti. Frekar fúlt að hafa ekki fengið það, en það er erfitt að biðja um eitthvað,“ sagði Ágúst, aðspurður um atvik sem átti sér stað á 12. mínútu leiksins þegar Gunnar Þór Gunnarsson virðist brjóta á Marcus Solberg Mathiasen inni í eigin vítateig. Heilt yfir vildi Ágúst þó ekki meina að frammistaða sinna manna hafi verið alslæm, „Það var mikil barátta og við hlupum mikið, sérstaklega í 35 mínútur. Þá var rosalega mikill kraftur í okkur og KR-ingar lentu í töluverðum vandræðum. Eftir það, þegar KR náðu sínu spili, þá opnaðist þetta. Mörkin sem þeir skora eru fyrir utan teig og kannski smá heppnisstimpill yfir þeim. Þeir fengu eitthvað af færum en við fengum líka fullt af færum. “Óskar Örn Hauksson skoraði í dag.Vísir/stefánÓskar Örn: Hann varði tvisvar vel „Hrikalega ánægður með þrjú stig. Náum að tengja saman tvo sigurleiki í röð og erum bara virkilega glaðir með það,“ sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR. Óskar Örn var valinn maður leiksins í kvöld og átti mjög góðan leik í sóknarlínu heimamanna og hefði getað sett fleiri mörk. „Hann varði einu sinni eða tvisvar vel, en það þurfti ekki meira í dag og vonandi á ég það þá bara inni í næsta leik.“ „Við byrjðum ekki nógu vel, erum aðeins á hælunum. Vinnum okkur hægt og rólega inn í leikinn og tökum svolítið yfir hann finnst mér. Eftir að við komumst yfir fannst mér við bara gera þetta nokkuð vel.“ Pepsi Max-deild karla
KR-ingar hífa sig upp um fjögur sæti og í það fimmta eftir 2-0 sigur á heimavelli gegn Fjölni í Pepsi deildinni í kvöld. Leikurinn var liður í 10. umferð deildarinnar, sem var upphaflega á dagskrá í byrjun júlímánaðar en var frestað vegna þátttöku KR í undankeppni Evrópudeildarinnar. Fjölnismenn voru hættulegri í byrjun leiksins og sköpuðu sér meira, en þegar um korter var eftir af fyrri hálfleik settu heimamenn í gírinn og herjuðu stíft að marki Fjölnismanna. Vesturbæingar uppskáru mark á 43. mínútu leiksins þegar fyrirliðinn Pálmi Rafn Pálmason laumaði boltanum fram hjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis með góðu skoti fyrir utan teiginn. Heimamenn í KR voru mun sterkari í seinni hálfleiknum og voru langir kaflar þar sem boltinn fór lítið yfir á þeirra vallarhelming. Óskar Örn Hauksson átti mjög góðan leik í liði KR í kvöld og hann skoraði seinna mark KR-inga á 75. mínútu. Seinni hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu, það var mikið um hörkutæklingar og lyfti Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, gula spjaldinu á loft sex sinnum í hálfleiknum. Einkennilegt atvik átti sér stað í uppbótatíma þegar Mario Tadejevic fékk að líta gult spjald frá Ívari Orra. Allir þrír blaðamennirnir í stúkunni í kvöld höfðu skráð spjald á Tadejevic á 79. mínútu, en það var ekki að sjá á dómaratríóinu að þetta væri hans seinna gula spjald sem hefði þá átt að verða rautt.Afhverju vann KR? Þeir voru mun sterkari aðilinn í um klukkutíma í kvöld. Fjölnismenn byrjuðu leikinn betur og hefði leikurinn getað orðið allt annar ef þeir hefðu náð að setja mark í fyrri hálfleik. Eftir að KR-ingar skoruðu þá var í raun engin spurning hvernig þetta myndi enda, Fjölnismenn sköpuðu sér lítið af færum í seinni hálfleik og voru í raun aldrei líklegir til að jafna.Hverjir stóðu upp úr? Óskar Örn átti mjög góðan leik, átti nokkur mjög góð færi og var óheppinn að hafa ekki náð að skora fleiri mörk. Einnig voru Kennie Chopart og André Bjerregard mjög sprækir fram á við fyrir KR og Pálmi Rafn Pálmason átti góðan leik. Þórður Ingason stóð sig mjög vel í marki Fjölnismanna í kvöld, og varði í nokkur skipti stórkostlega. Ef ekki hefði verið fyrir hann er líklegt að heimamenn hefðu sett nokkur mörk í viðbót. Maður leiksins á Alvogenvellinum í kvöld var Óskar Örn Hauksson. Einkunnir má sjá undir „Liðin“ hér að ofan.Hvað gekk illa? Það gekk flest illa hjá Fjölnismönnum í seinni hálfleik. Þeir náðu ekki að búa sér til nein færi og KR-ingar yfirspiluðu þá á köflum. Varnarlínan var undir mikilli pressu allan seinni hálfleikinn og komust KR-ingar oft í mjög góð færi.Hvað gerist næst? KR-ingar taka á móti Víkingum frá Ólafsvík á mánudagskvöldið en Fjölnismenn fara í heimsókn til Blika í Kópavoginn.Arnar Gunnlaugs: Evrópusæti markmiðið „Flottur sigur, Fjölnir eru með sterkt lið. VIð vorum í smá vandræðum með þá í fyrri hálfleik, náðum ekki þessu sama flæði í leik okkar og í síðasta leik, en við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik og stjórnuðum leiknum frá A til Ö í seinni hálfleik,“ voru fyrstu orð Arnars Gunnlaugssonar, aðstoðarþjálfara KR, eftir sigurinn í kvöld. „Væntingarnar fyrir mótið voru náttúrulega að gera miklu betur, en við erum búnir að vinna tvo leiki í röð núna og halda hreinu í þeim báðum. Ég held að Evrópuleikirnir hafi gert okkur gott, við náðum að stilla liðið saman og við þurfum bara að halda áfram á sömu braut. Það er stutt í Evrópusætið og það er okkar markmið eins og staðan er í dag.“ KR fær Víking Ólafsvík í heimsókn á mánudaginn og er Arnar bjartsýnn fyrir þann leik: „Sigur veitir sjálfstraust. Við þurfum bara að einblína á okkar leik, við erum með mjög gott lið, þó kannski stigasöfnunin gefi það ekki alveg til kynna. Þegar við náum að stilla saman okkar strengi og spila okkar leik erum við illviðráðanlegir.“Ágúst Gylfason.vísir/antonGústi Gylfa: Fúlt að fá ekki víti Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum ekki sáttur með úrslitin. „Það er súrt að tapa, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga fyrstu færin, og hugsanlega átt að fá víti, fúlt að vera ekki búnir að skora. Eftir það þá gengu KR-ingar á lagið og voru betri það sem eftir lifir leiks í rauninni.“ „Ég sá það ekki nógu vel, en það voru fullt af augum sem sáu það og vildu fá víti. Frekar fúlt að hafa ekki fengið það, en það er erfitt að biðja um eitthvað,“ sagði Ágúst, aðspurður um atvik sem átti sér stað á 12. mínútu leiksins þegar Gunnar Þór Gunnarsson virðist brjóta á Marcus Solberg Mathiasen inni í eigin vítateig. Heilt yfir vildi Ágúst þó ekki meina að frammistaða sinna manna hafi verið alslæm, „Það var mikil barátta og við hlupum mikið, sérstaklega í 35 mínútur. Þá var rosalega mikill kraftur í okkur og KR-ingar lentu í töluverðum vandræðum. Eftir það, þegar KR náðu sínu spili, þá opnaðist þetta. Mörkin sem þeir skora eru fyrir utan teig og kannski smá heppnisstimpill yfir þeim. Þeir fengu eitthvað af færum en við fengum líka fullt af færum. “Óskar Örn Hauksson skoraði í dag.Vísir/stefánÓskar Örn: Hann varði tvisvar vel „Hrikalega ánægður með þrjú stig. Náum að tengja saman tvo sigurleiki í röð og erum bara virkilega glaðir með það,“ sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR. Óskar Örn var valinn maður leiksins í kvöld og átti mjög góðan leik í sóknarlínu heimamanna og hefði getað sett fleiri mörk. „Hann varði einu sinni eða tvisvar vel, en það þurfti ekki meira í dag og vonandi á ég það þá bara inni í næsta leik.“ „Við byrjðum ekki nógu vel, erum aðeins á hælunum. Vinnum okkur hægt og rólega inn í leikinn og tökum svolítið yfir hann finnst mér. Eftir að við komumst yfir fannst mér við bara gera þetta nokkuð vel.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti