Hvað höfum við gert til þess að verðskulda þetta? Þórlindur Kjartansson skrifar 28. júlí 2017 07:00 Fátt er manninum eðlislægara heldur en að líta til fortíðarinnar með tregafullum söknuði en til framtíðarinnar með kvíðablandinni von. Líklega er það vegna þess að fortíðin er skrifað blað og þrátt fyrir öll vandamál hennar þá vitum við að okkur sem einstaklingum og mannkyninu í heild tókst að komast einhvern veginn í gegnum hana. Það sama er ekki hægt að segja um framtíðina; það er ómögulegt að útiloka að hún fari illa.Gulnaðar nútímamyndirVíða er mikið gert út á fortíðarrómantíkina; fólk hefur jafnvel tilfinningar til liðinna tíma löngu fyrir sína eigin tíð og til fjarlægra staða sem það hefur aldrei komið til. Meira að segja eitt mest notaða snjallsímaforrit heims, Instagram, varð vinsælt fyrst og fremst vegna þess að það bauð upp á þann möguleika að breyta kristaltærum ljósmyndum í máðar og gulnaðar útgáfur af sjálfum sér—og það jafnvel þótt flestir fyrstu notendurnir væru á þeim aldri að hafa aldrei kynnst öðru en fullkomnum myndgæðum á sinni eigin lífstíð. Það er líklega einhver þráður í okkur sem saknar rómantískrar fortíðar sem við þekkjum bara af afspurn. Hið óhagganlega öryggi fortíðarinnar var vitaskuld ekki raunverulegt, heldur er það seinni tíma hugsmíð. Um alla tíð hefur fólk haft tilhneigingu til þess að kvíða framtíðinni og sakna fortíðarinnar.Lognið í EyjumSá eiginleiki að muna frekar góðu hlutina en leyfa þeim slæmu að mást smám saman út er bráðnauðsynlegur. Ég man til dæmis fyrst og fremst eftir lygnum sólskinsdögum úr æsku minni í Vestmannaeyjum þótt ekki þurfi mikla heimildavinnu til þess að komast að þeirri staðreynd að bernskusumur mín voru óvenjulega vot og vindasöm. Það breytir engu um minningar mínar og það er út frá minningunum sem maður sníður frásagnir sínar um liðna tíma. Þannig er þetta alls staðar og það er líklega ástæða þess að jafnvel nútímalegustu ungmenni hafa á tilfinningunni að lífið hafi að einhverju leyti verið betra á þeim tímum þegar gulnuðu ljósmyndir fyrri kynslóða voru teknar. Þar sem tíminn læknar sár, sléttir úr misfellum og skilur eftir sig dýrðarljóma þá vekur áminning um fortíðina gjarnan sælustrauma og öryggistilfinningu. Þessi ljúfsára „sögufölsun“ hjálpar okkur að halda áfram að gleðjast og vera sátt við tilveruna þótt hún sé kannski ekki alltaf nákvæmlega eins og maður hefði kosið að hún væri.Hver man eftir vetrinum?Þegar sólin skín á Ísland verða allir glaðir og léttir í spori. Í hugum okkar býr vitneskja um að vetrarhörkur munu smám saman taka við af sumarsælunni. En í hjörtum okkar leyfum við okkur að gleyma því óhjákvæmilega og við njótum blíðunnar óbeislað og kvíðalaust. Þegar hins vegar landið okkar—eða lífið—sýnir verstu hliðar sínar—þá eigum við til að gleyma um stund öllum góðvirðisdögunum. „Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta?“ er spurning sem allir menn spyrja sig þegar lífið virðist ósanngjarnt og grimmt. Og við því eru yfirleitt engin góð svör. En það má líka spyrja sig á sólríkum sumardögum og þegar börn hlæja í leik og maður er umvafinn góðum vinum og fjölskyldu: Hvað höfum við gert til þess að verðskulda allt það? Og við því eru yfirleitt heldur engin góð svör.Njótum sólarinnarÞrátt fyrir alla sínu nauðsynlegu kosti þá má fortíðarþráin ekki sitja ein við stjórnvölinn. Þá getur hún orðið dragbítur á framfarir og lífshamingju. Eins undarlegt og það kann að hljóma þá er nefnilega stærsta og mikilvægasta hlutverk foríðarþrárinnar að hjálpa okkur að trúa á framtíðina. Þrátt fyrir áföll og ósanngirni þá er lífið sjálft og tilveran slíkt kraftaverk, og býður upp á svo mikla óverðskuldaða gleði, að við gerum sjálfum okkur og framtíðinni mest gagn með því að vera þakklát fyrir góðu dagana og kvíða ekki þeim slæmu; en muna eftir þeim góðu þegar við þurfum á því að halda. Og þegar illa viðrar í lífinu þá verðum við að geta huggað okkur við þá vissu að þegar fram líða stundir þá eru það sælu- og sigurstundirnar sem standa hæst og varpa lífsstórum skugga á þau áföll og erfiðleika sem við þurfum að glíma við. Og það má segja um allt það sem maður missir og saknar að einhvern tímann fékk maður að eiga það og njóta. Hinir fáu sólardagar á Íslandi eru alltaf stærri og sterkari heldur en samanlagður hríðarbylur vetrarmánaðanna—og sama gildir í lífinu ef við gætum þess að hafa augun opin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Fátt er manninum eðlislægara heldur en að líta til fortíðarinnar með tregafullum söknuði en til framtíðarinnar með kvíðablandinni von. Líklega er það vegna þess að fortíðin er skrifað blað og þrátt fyrir öll vandamál hennar þá vitum við að okkur sem einstaklingum og mannkyninu í heild tókst að komast einhvern veginn í gegnum hana. Það sama er ekki hægt að segja um framtíðina; það er ómögulegt að útiloka að hún fari illa.Gulnaðar nútímamyndirVíða er mikið gert út á fortíðarrómantíkina; fólk hefur jafnvel tilfinningar til liðinna tíma löngu fyrir sína eigin tíð og til fjarlægra staða sem það hefur aldrei komið til. Meira að segja eitt mest notaða snjallsímaforrit heims, Instagram, varð vinsælt fyrst og fremst vegna þess að það bauð upp á þann möguleika að breyta kristaltærum ljósmyndum í máðar og gulnaðar útgáfur af sjálfum sér—og það jafnvel þótt flestir fyrstu notendurnir væru á þeim aldri að hafa aldrei kynnst öðru en fullkomnum myndgæðum á sinni eigin lífstíð. Það er líklega einhver þráður í okkur sem saknar rómantískrar fortíðar sem við þekkjum bara af afspurn. Hið óhagganlega öryggi fortíðarinnar var vitaskuld ekki raunverulegt, heldur er það seinni tíma hugsmíð. Um alla tíð hefur fólk haft tilhneigingu til þess að kvíða framtíðinni og sakna fortíðarinnar.Lognið í EyjumSá eiginleiki að muna frekar góðu hlutina en leyfa þeim slæmu að mást smám saman út er bráðnauðsynlegur. Ég man til dæmis fyrst og fremst eftir lygnum sólskinsdögum úr æsku minni í Vestmannaeyjum þótt ekki þurfi mikla heimildavinnu til þess að komast að þeirri staðreynd að bernskusumur mín voru óvenjulega vot og vindasöm. Það breytir engu um minningar mínar og það er út frá minningunum sem maður sníður frásagnir sínar um liðna tíma. Þannig er þetta alls staðar og það er líklega ástæða þess að jafnvel nútímalegustu ungmenni hafa á tilfinningunni að lífið hafi að einhverju leyti verið betra á þeim tímum þegar gulnuðu ljósmyndir fyrri kynslóða voru teknar. Þar sem tíminn læknar sár, sléttir úr misfellum og skilur eftir sig dýrðarljóma þá vekur áminning um fortíðina gjarnan sælustrauma og öryggistilfinningu. Þessi ljúfsára „sögufölsun“ hjálpar okkur að halda áfram að gleðjast og vera sátt við tilveruna þótt hún sé kannski ekki alltaf nákvæmlega eins og maður hefði kosið að hún væri.Hver man eftir vetrinum?Þegar sólin skín á Ísland verða allir glaðir og léttir í spori. Í hugum okkar býr vitneskja um að vetrarhörkur munu smám saman taka við af sumarsælunni. En í hjörtum okkar leyfum við okkur að gleyma því óhjákvæmilega og við njótum blíðunnar óbeislað og kvíðalaust. Þegar hins vegar landið okkar—eða lífið—sýnir verstu hliðar sínar—þá eigum við til að gleyma um stund öllum góðvirðisdögunum. „Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta?“ er spurning sem allir menn spyrja sig þegar lífið virðist ósanngjarnt og grimmt. Og við því eru yfirleitt engin góð svör. En það má líka spyrja sig á sólríkum sumardögum og þegar börn hlæja í leik og maður er umvafinn góðum vinum og fjölskyldu: Hvað höfum við gert til þess að verðskulda allt það? Og við því eru yfirleitt heldur engin góð svör.Njótum sólarinnarÞrátt fyrir alla sínu nauðsynlegu kosti þá má fortíðarþráin ekki sitja ein við stjórnvölinn. Þá getur hún orðið dragbítur á framfarir og lífshamingju. Eins undarlegt og það kann að hljóma þá er nefnilega stærsta og mikilvægasta hlutverk foríðarþrárinnar að hjálpa okkur að trúa á framtíðina. Þrátt fyrir áföll og ósanngirni þá er lífið sjálft og tilveran slíkt kraftaverk, og býður upp á svo mikla óverðskuldaða gleði, að við gerum sjálfum okkur og framtíðinni mest gagn með því að vera þakklát fyrir góðu dagana og kvíða ekki þeim slæmu; en muna eftir þeim góðu þegar við þurfum á því að halda. Og þegar illa viðrar í lífinu þá verðum við að geta huggað okkur við þá vissu að þegar fram líða stundir þá eru það sælu- og sigurstundirnar sem standa hæst og varpa lífsstórum skugga á þau áföll og erfiðleika sem við þurfum að glíma við. Og það má segja um allt það sem maður missir og saknar að einhvern tímann fékk maður að eiga það og njóta. Hinir fáu sólardagar á Íslandi eru alltaf stærri og sterkari heldur en samanlagður hríðarbylur vetrarmánaðanna—og sama gildir í lífinu ef við gætum þess að hafa augun opin.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun