Fjörugt ferðalag um hugmyndaheim og samfélag Magnús Guðmundsson skrifar 29. júlí 2017 12:30 Bækur Stofuhiti ritgerð um samtímann Bergur Ebbi Útgefandi: Mál og menning Prentun: Nørhaven, Danmörku Síðufjöldi: 218 Kápuhönnun: Bergur Ebbi og Halla Sigga Það er ekki lítið verk að greina samtíma sinn. Að skoða eðli og hegðun heillar kynslóðar í vestrænu samfélagi út frá sér og sínum án þess að falla í freistni sjálfsupphafningar á tímum þar sem sjálfið virðist vera upphaf og endir alls í samfélagi þar sem þorri fólks býr við kjöraðstæður. Við stofuhita. Á vordögum kom út bókin Stofuhiti, ritgerð um samtímann, eftir Berg Ebba. Það er reyndar lýsandi fyrir samtímann sem og kynslóð höfundar að hann er uppistandari, framtíðarfræðingur, lögfræðingur, pistlahöfundur og svo auðvitið líka allt þetta persónulega á borð við eiginmaður, faðir, sonur og þannig mætti áfram telja. Og það er í veröld allra þessara ólíka hlutverka samtímans, sem okkur finnst á öllum tímum flókin, sem Bergur Ebbi leitast við að skilgreina umhverfi sitt og samfélag. Bergur Ebbi heldur niðri í sér andanum eins og perlukafari og stingur sér á kaf í samfélagið og skoðar það í krók og kima svo notast sé við einfalda endursögn á hans eigin markmiðum. En skyldi Bergur Ebbi koma upp á yfirborðið til lesenda sinna með perlur? Það er stóra spurningin og svarið er einfaldlega já. Rannsóknarleiðangur Bergs Ebba er með upphafspunkt í honum sjálfum, sjálfsskilgreiningunni, og fyrir vikið er könnunin að stórum hluta út frá lífi og viðmiðum hans kynslóðar. Bergur Ebbi er fæddur 1981 og hann tilheyrir því einni af fyrstu kynslóðum samfélagsmiðlanna þar sem veruleiki netsins er órjúfanlegur hluti heildarinnar, hluti af því hvernig við skilgreinum okkur, umhverfi okkar og samfélag. Að höfundur velji að nýta sjálfan sig sem upphafspunkt samfélagslegrar skoðunar er þó í senn bæði kostur og galli verksins. Kostur þar sem fólk og hversdagslegt líf þess er forvitnilegt og það er ekki síst á þeim persónulegu nótum sem uppistandarinn fær að njóta sín og skemmta lesandanum eins og honum einum er lagið. Á þessum persónulegu nótum, t.d. í lýsingum á föður sínum og ömmu, tekst Bergi Ebba líka vel upp, sem skilar honum innilegra sambandi við lesandann. En þessi nálgun er líka galli þar sem þetta takmarkar rannsóknina talsvert, þrengir sjónsvið þess sem skoðar og einfaldar kannski helst til mikið þær kynslóðir sem standa höfundi fjær. Það er mikil orka í frásögn og greiningum Bergs Ebba, jafnvel svo að á stundum veður kannski helst til mikið á frásögninni þó svo stíllinn sé á heildina litið ljómandi góður en hann minnir óneitanlega á framsöguform á stórum köflum. Kannski er þar uppistandarinn að verki en í heildina er Stofuhiti að mörgu leyti byggð upp eins og ferðabók. Ferðalag um samfélag og hugmyndaheim höfundar og hans kynslóðar. Niðurstaða úr einni könnun markar lok kafla og upphaf næstu skoðunar og eðli verksins er þannig að það er best að lesa það í áhlaupi. Fara með í ferðalagið fremur en að koma þar við svona af og til og þá er óhætt að lofa lesendum bráðskemmtilegu ferðalagi og auknum skilningi á samtíma og samfélagi. Niðurstaða: Bráðskemmtilegt ferðalag um samfélag og samtíma höfundar sem á framtíðina fyrir sér.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júlí. Bókmenntir Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Stofuhiti ritgerð um samtímann Bergur Ebbi Útgefandi: Mál og menning Prentun: Nørhaven, Danmörku Síðufjöldi: 218 Kápuhönnun: Bergur Ebbi og Halla Sigga Það er ekki lítið verk að greina samtíma sinn. Að skoða eðli og hegðun heillar kynslóðar í vestrænu samfélagi út frá sér og sínum án þess að falla í freistni sjálfsupphafningar á tímum þar sem sjálfið virðist vera upphaf og endir alls í samfélagi þar sem þorri fólks býr við kjöraðstæður. Við stofuhita. Á vordögum kom út bókin Stofuhiti, ritgerð um samtímann, eftir Berg Ebba. Það er reyndar lýsandi fyrir samtímann sem og kynslóð höfundar að hann er uppistandari, framtíðarfræðingur, lögfræðingur, pistlahöfundur og svo auðvitið líka allt þetta persónulega á borð við eiginmaður, faðir, sonur og þannig mætti áfram telja. Og það er í veröld allra þessara ólíka hlutverka samtímans, sem okkur finnst á öllum tímum flókin, sem Bergur Ebbi leitast við að skilgreina umhverfi sitt og samfélag. Bergur Ebbi heldur niðri í sér andanum eins og perlukafari og stingur sér á kaf í samfélagið og skoðar það í krók og kima svo notast sé við einfalda endursögn á hans eigin markmiðum. En skyldi Bergur Ebbi koma upp á yfirborðið til lesenda sinna með perlur? Það er stóra spurningin og svarið er einfaldlega já. Rannsóknarleiðangur Bergs Ebba er með upphafspunkt í honum sjálfum, sjálfsskilgreiningunni, og fyrir vikið er könnunin að stórum hluta út frá lífi og viðmiðum hans kynslóðar. Bergur Ebbi er fæddur 1981 og hann tilheyrir því einni af fyrstu kynslóðum samfélagsmiðlanna þar sem veruleiki netsins er órjúfanlegur hluti heildarinnar, hluti af því hvernig við skilgreinum okkur, umhverfi okkar og samfélag. Að höfundur velji að nýta sjálfan sig sem upphafspunkt samfélagslegrar skoðunar er þó í senn bæði kostur og galli verksins. Kostur þar sem fólk og hversdagslegt líf þess er forvitnilegt og það er ekki síst á þeim persónulegu nótum sem uppistandarinn fær að njóta sín og skemmta lesandanum eins og honum einum er lagið. Á þessum persónulegu nótum, t.d. í lýsingum á föður sínum og ömmu, tekst Bergi Ebba líka vel upp, sem skilar honum innilegra sambandi við lesandann. En þessi nálgun er líka galli þar sem þetta takmarkar rannsóknina talsvert, þrengir sjónsvið þess sem skoðar og einfaldar kannski helst til mikið þær kynslóðir sem standa höfundi fjær. Það er mikil orka í frásögn og greiningum Bergs Ebba, jafnvel svo að á stundum veður kannski helst til mikið á frásögninni þó svo stíllinn sé á heildina litið ljómandi góður en hann minnir óneitanlega á framsöguform á stórum köflum. Kannski er þar uppistandarinn að verki en í heildina er Stofuhiti að mörgu leyti byggð upp eins og ferðabók. Ferðalag um samfélag og hugmyndaheim höfundar og hans kynslóðar. Niðurstaða úr einni könnun markar lok kafla og upphaf næstu skoðunar og eðli verksins er þannig að það er best að lesa það í áhlaupi. Fara með í ferðalagið fremur en að koma þar við svona af og til og þá er óhætt að lofa lesendum bráðskemmtilegu ferðalagi og auknum skilningi á samtíma og samfélagi. Niðurstaða: Bráðskemmtilegt ferðalag um samfélag og samtíma höfundar sem á framtíðina fyrir sér.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júlí.
Bókmenntir Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira