Gigtarlæknir sem elskar badminton og tónlist Landspítalinn kynnir 13. júlí 2017 11:00 Guðrún Björk kveður frábært samstarfsfólk og góðan starfsanda það besta við Landspítala. Hún segir stuttar boðleiðir einfalda öll samskipti. Mannauðsramminn: Þegar Laugardalsbúinn Guðrún Björk Reynisdóttir er ekki að hrista hármakkann á tónlistarhátíðum með hinu unga fólkinu, þá er hún vís með að vera í badminton að velta fyrir sér möguleikum sínum á atvinnumennsku eða að sinna hundsígildinu Línu, sem er hamstur að upplagi... Guðrún Björk er læknir og nánar tiltekið sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á gigtardeild Landspítala. "Ég hef starfað á gigtardeildinni frá 2014 þegar ég kom heim úr sérnámi eftir 9 ára dvöl í Stokkhólmi. Áður en ég flutti út hafði ég unnið hérna sem unglæknir í nokkur ár." Hún segir starfið fjölbreytt og að stór hluti þess felist í vinnu á göngu- og dagdeild. "Þar fer uppvinnsla, meðferð og eftirlit gigtarsjúklinga að mestu fram þar sem þessir sjúklingar þurfa æ sjaldnar að liggja inni, þökk sé miklum framförum í meðferð gigtarsjúkdóma. Svo sinni ég alltaf reglulega legudeildinni okkar, B7." Guðrún Björk kveður frábært samstarfsfólk og góðan starfsanda það besta við Landspítala. "Í samanburði við Karolinska í Stokkhólmi þar sem ég vann áður eru hinar stuttu boðleiðir hérna mikill kostur og einfalda öll samskipti." "Ég ólst upp í Árbænum og Ártúnsholtinu en fluttist í miðborgina þegar ég fór að búa. Eftir heimkomuna frá Stokkhólmi fluttumst við í Laugardalinn sem er algerlega draumahverfið. Þar er góð íþróttaaðstaða fyrir börnin, sundlaug í göngufjarlægð og svo er dalurinn frábært útivistarsvæði. Ekki spillir fyrir að það er stutt í miðborgina. Ég er gift Fellavillingnum Sigurði Má Jóhannessyni og við eigum þrjú börn á aldrinum 8 til 15 ára. Við höfum ekki enn staðið við það loforð að kaupa hund fyrir krakkana þegar við flyttum til Íslands... en vonum að okkur hafi tekist að kaupa smá tíma með hamstrinum Línu." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér. Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Mannauðsramminn: Þegar Laugardalsbúinn Guðrún Björk Reynisdóttir er ekki að hrista hármakkann á tónlistarhátíðum með hinu unga fólkinu, þá er hún vís með að vera í badminton að velta fyrir sér möguleikum sínum á atvinnumennsku eða að sinna hundsígildinu Línu, sem er hamstur að upplagi... Guðrún Björk er læknir og nánar tiltekið sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á gigtardeild Landspítala. "Ég hef starfað á gigtardeildinni frá 2014 þegar ég kom heim úr sérnámi eftir 9 ára dvöl í Stokkhólmi. Áður en ég flutti út hafði ég unnið hérna sem unglæknir í nokkur ár." Hún segir starfið fjölbreytt og að stór hluti þess felist í vinnu á göngu- og dagdeild. "Þar fer uppvinnsla, meðferð og eftirlit gigtarsjúklinga að mestu fram þar sem þessir sjúklingar þurfa æ sjaldnar að liggja inni, þökk sé miklum framförum í meðferð gigtarsjúkdóma. Svo sinni ég alltaf reglulega legudeildinni okkar, B7." Guðrún Björk kveður frábært samstarfsfólk og góðan starfsanda það besta við Landspítala. "Í samanburði við Karolinska í Stokkhólmi þar sem ég vann áður eru hinar stuttu boðleiðir hérna mikill kostur og einfalda öll samskipti." "Ég ólst upp í Árbænum og Ártúnsholtinu en fluttist í miðborgina þegar ég fór að búa. Eftir heimkomuna frá Stokkhólmi fluttumst við í Laugardalinn sem er algerlega draumahverfið. Þar er góð íþróttaaðstaða fyrir börnin, sundlaug í göngufjarlægð og svo er dalurinn frábært útivistarsvæði. Ekki spillir fyrir að það er stutt í miðborgina. Ég er gift Fellavillingnum Sigurði Má Jóhannessyni og við eigum þrjú börn á aldrinum 8 til 15 ára. Við höfum ekki enn staðið við það loforð að kaupa hund fyrir krakkana þegar við flyttum til Íslands... en vonum að okkur hafi tekist að kaupa smá tíma með hamstrinum Línu." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér. Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira