Ísland vinnur EM í Hollandi Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2017 13:30 Eyjameyjan Margrét Lára fæddist 25. júlí 1986. Mamma fór með mig vikugamla í Dalinn og ég hef varla misst úr Þjóðhátíð síðan. Ég reikna með að fara heim til Eyja, til mömmu og pabba með fjölskylduna, þegar heim kemur af EM, enda hvergi betra að vera um verslunarmannahelgina, segir Margrét Lára. Vísir/Eyþór „Það stingur djúpt í hjartað að vera ekki með á EM,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, skærasta stjarna íslenska kvennalandsliðsins, sem varð frá að hverfa vegna meiðsla á síðustu stundu. „Ég held að fyrsti leikurinn gegn Frökkum fari 0-0, sem eru stórkostleg úrslit á móti Frakklandi, og ef Ísland vinnur ekki EM, þá vinnur Frakkland,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, full bjartsýni og trúar á gott gengi íslenska landsliðsins. „Frakkar eru líklega með sterkasta liðið og því er kostur fyrir okkur að keppa á móti þeim í fyrsta leiknum; þegar okkar lið er í toppformi. Það er nefnilega útilokað að skora hjá okkur þegar við vinnum varnarvinnuna og færslurnar upp á tíu og það verður skellur fyrir Frakkana sem ég hlakka til að sjá skjálfa á beinunum.“ Margrét Lára var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins þar til liðbönd slitnuðu í hné hennar í maí. Fram að því hafði hún tekið fullan þátt í undirbúningnum fyrir EM. „Ég neita því ekki að vonbrigðin eru mikil og þau mestu á mínum ferli. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt, farið í aðgerðir aftan á lærum, lenti í ofþjálfun á yngri árum og krónískum meiðslum. Í haust fór ég í síðustu aðgerðina til að ljúka því ferli og gekk vel. Því er gríðarlegt áfall að lenda í þessu nokkrum mánuðum síðar og gæti ekki verið verra fyrir mig sem íþróttamann, þótt ég geri mér grein fyrir að verri hlutir henda fólk í lífinu.“Margrét Lára í leik með Valskonum gegn Grindavík í sumar.vísir/stefánÞrátt fyrir mótlætið er Margrét Lára hin brattasta og tekst á við langt og strangt endurhæfingarferli eins og sannur íþróttamaður. „Ég er vön að leggja mig fram meira en hundrað prósent og þegar hnéð verður tilbúið, eftir níu mánuði til ár, mun ég gera það sem mig langar að gera. Ég er þegar byrjuð að byggja mig upp, ætla mér að klára þetta verkefni með stæl og reikna með að ná fullum styrk. Þá verður ekkert til fyrirstöðu að spila fótbolta á ný.“ Fóturinn er tregur í taumi og segir orkuboltinn Margrét Lára lífsgæðaskerðinguna mikla. „Það er ekki bara tekinn af manni fótboltinn heldur get ég hvorki hjólað, farið í golf né fjallgöngur eins og er mitt líf og yndi. Þessu þarf ég að aðlagast en þegar einar dyr lokast opnast aðrar og það hugarfar mun koma mér í gegnum þetta ferli.“ Uppgjöf er ekki til í orðabók Margrétar Láru sem horfir bjartsýn fram á veginn. „Þetta er auðvitað áfall á jafn stóru ári fyrir íslenskar knattspyrnukonur, en nú er að koma hnénu í stand og hafa val um hvað gerist í framhaldinu. Hingað til hafa stórmót verið haldin á fjögurra ára fresti en nú ætlar landsliðið sér á HM 2019 og lít ég hýru auga til þess.“Margrét Lára segist varla fara út í búð án þess að einhver óski henni gæfu og velgengni. Það er yndisleg upplifun og oft er ég svo snortin að ég næ ekki að þakka fyrir mig. Því þegar hjarta manns er sært hlýjar það ótrúlega að finna stuðning fólks sem ég þekki ekki neitt, segir Margrét.Vísir/EYÞÓRGleðistundir og tregatárElísa Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og systir Margrétar Láru, gengur nú í gegn um sama ferli með slitin krossbönd og var aðeins vika á milli skurðaðgerða hjá systrunum. „Við Elísa ætlum okkur að fara í gegn um þetta saman og erum duglegar að berja hvora aðra áfram. Það verða gleðistundir á leiðinni en örugglega falla líka tregatár og þá er gott að hafa hjá sér þann sem er á sama stað og maður treystir. Samband okkar systra hefur alltaf verið gott en aldrei betra en nú. Mér hefur lærst að þegar eitthvað er frá manni tekið fær maður annað í staðinn.“ Systurnar ætla að sjálfsögðu til Hollands til að hvetja íslenska landsliðið til dáða. „Í Hollandi verð ég stuðningsmaður númer eitt og við systurnar bláklæddar í stúkunni. Því hlutskipti munum við sinna vel og verðum til halds og trausts ef óskað er. Að mörgu leyti lít ég enn á mig sem leiðtoga liðsins og er að sjálfsögðu tilbúin til að gera hvað sem ég get til að hjálpa liðinu. Ferlið hefur verið langt og strangt og ég finn að ég er ekki tilbúin að klippa á strenginn.“ Á ferli sínum með landsliðinu hefur Margrét Lára skorað fleiri mörk en brasilíska goðsögnin Pelé. Hún er í 7. sæti yfir markahæstu leikmenn Evrópumóta Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA) en á þeim lista er hún markahærri en Zlatan Ibrahimovic sem hefur skorað 82 mörk en Margrét Lára hefur skorað 84 mörk. Í sætinu ofan við Margréti Láru er Lionel Messi. „Það eru laun erfiðisins að vera á slíkum listum og ég er vitaskuld í skýjunum með það. Svona árangur kemur ekki af sjálfu sér heldur er afrakstur margra ára þrotlausrar vinnu og ástríðu fyrir fótbolta. Ég hef alltaf sett mér háleit markmið, bæði með liðum en líka sem einstaklingur. Það er uppörvandi og hjálpar á tímum mótlætis að sækja í þessar tilfinningar; að vera á toppnum, skora mörk, leiða landsliðið inn á völlinn og vera leiðtogi Vals; og finna löngunina til að ná árangri og vera best. Þegar það gerist gleymir maður öllu því erfiða.“Margrét Lára á æfingu íslenska landsliðsins í júní.vísir/anton brinkVill hjálpa öðrumMargrét Lára er menntuð í sálfræði og íþróttafræði og stefnir á útskrift sem íþróttasálfræðingur að ári. „Draumur minn er að hjálpa öðrum íþróttamönnum, því ég hef óneitanlega mikla reynslu af mótlæti, meiðslum og neikvæðum pakka íþróttanna. Áhugi minn liggur á andlega sviðinu og það hefur hjálpað mér að hafa menntun á þessu sviði. Það er ekki í boði að leggjast í volæði og gera alla vitlausa í kringum sig. Fyrir mér er bara ein leið og hún er áfram. Vissulega er stutt í reiðina, gremjuna og vonleysið og því er þetta andlega erfiðara en ætla mætti. Líkaminn jafnar sig frá náttúrunnar hendi en það er meiri áskorun að koma hausnum í lag.“ Móðirin Margrét Lára á þriggja ára gamlan son sem hún hefur tekið með sér í æfinga- og landsliðsferðir. „Syni mínum þykir gaman að sparka fótbolta með mömmu sinni og það væri gaman ef hann fengi áhuga á fótbolta í framtíðinni. Börn verða þó að fá að vera börn og feta sinn veg sjálf, en ég mun styðja hann alla leið, hvað sem verður fyrir valinu.“ Hún segir vel hugsað um mæður í landsliðinu þótt eflaust mætti gera betur. „Það er nýtt hjá þjálfurum félags- og landsliða að hafa margra barna mæður í liðunum, en það á ekki að vera endastöð á fótboltaferlinum fyrir konu að eignast barn. Slíkt væri bæði fásinna og gamaldags. Þvert á móti þarf að vera hvetjandi fyrir konur að koma til baka og finna stuðninginn því það skiptir sköpum fyrir mæðurnar þegar börnin eru lítil og háð okkur, og við háðari þeim. Sé einhver á móti því eða lítur á það sem vandamál getur það orðið erfitt. Sjálf hef ég upplifað mikinn stuðning og veit að Harpa Þorsteinsdóttir, sem nú fer út með hvítvoðung, fær hann líka, sem er mikilvægt því hún er fyrirmynd í þessu og sýnir öðrum stelpum að það er allt hægt og að það standi allir saman í þessu.“ Aðbúnaður og umgjörð kvennalandsliðsins fer líka batnandi í samanburði við karlalandsliðið, að sögn Margrétar Láru. „KSÍ gerir sitt besta en við viljum auðvitað að skrefin upp á við séu stærri. Við kvörtum þó ekki og ég finn mikinn mun á því að fara núna á EM og fyrir fjórum árum. Ekki síst frá þjóðinni sem hefur tekið heljarstökk upp á við í stuðningi við liðið. Sjálf fer ég varla út í búð án þess að einhver óski mér gæfu og velgengni. Það er yndisleg upplifun og oft er ég svo snortin að ég næ ekki að þakka fyrir mig. Því þegar hjarta manns er sært hlýjar það ótrúlega að finna stuðning fólks sem ég þekki ekki neitt. Þjóðin stendur þétt við bakið á okkur og við spilum stoltar fyrir Íslands hönd.“ Á meðan á EM stendur verður Margrét Lára 31 árs, þann 25. júlí. „Okkar fyrrverandi fyrirliði, Katrín Jónsdóttir læknir, spilaði landsleiki þar til hún var orðin 37 ára og braut blað í þeirri sögu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að vera knattspyrnukona svo lengi sem líkaminn leyfir og gleðin er til staðar. Ólíkt strákunum verðum við ekki ríkar af því að spila fótbolta og því snýst starfsaldurinn ekki um að fylla á bankabókina. Hjá konum snýst fótbolti um leikgleði en það fer mikill tími og fjarvera frá fjölskyldu í að vera í landsliðinu og alltaf spurning hversu miklu þær vilja fórna fyrir boltann.“ Liðsandi meðal íslensku landsliðskvennanna er einstakur. „Við erum nánar og hlæjum og grátum saman. Eðlilega er innbyrðis samkeppni, en hún á að vera til staðar og við látum hana aldrei brjóta niður liðsandann. Það er óskrifuð regla innan hópsins að láta eiginhagsmuni eða samkeppni aldrei vinna á móti liðsheildinni. Það er hún sem fleytir íslenskum liðum langt og um það erum við meðvitaðar.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
„Það stingur djúpt í hjartað að vera ekki með á EM,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, skærasta stjarna íslenska kvennalandsliðsins, sem varð frá að hverfa vegna meiðsla á síðustu stundu. „Ég held að fyrsti leikurinn gegn Frökkum fari 0-0, sem eru stórkostleg úrslit á móti Frakklandi, og ef Ísland vinnur ekki EM, þá vinnur Frakkland,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, full bjartsýni og trúar á gott gengi íslenska landsliðsins. „Frakkar eru líklega með sterkasta liðið og því er kostur fyrir okkur að keppa á móti þeim í fyrsta leiknum; þegar okkar lið er í toppformi. Það er nefnilega útilokað að skora hjá okkur þegar við vinnum varnarvinnuna og færslurnar upp á tíu og það verður skellur fyrir Frakkana sem ég hlakka til að sjá skjálfa á beinunum.“ Margrét Lára var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins þar til liðbönd slitnuðu í hné hennar í maí. Fram að því hafði hún tekið fullan þátt í undirbúningnum fyrir EM. „Ég neita því ekki að vonbrigðin eru mikil og þau mestu á mínum ferli. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt, farið í aðgerðir aftan á lærum, lenti í ofþjálfun á yngri árum og krónískum meiðslum. Í haust fór ég í síðustu aðgerðina til að ljúka því ferli og gekk vel. Því er gríðarlegt áfall að lenda í þessu nokkrum mánuðum síðar og gæti ekki verið verra fyrir mig sem íþróttamann, þótt ég geri mér grein fyrir að verri hlutir henda fólk í lífinu.“Margrét Lára í leik með Valskonum gegn Grindavík í sumar.vísir/stefánÞrátt fyrir mótlætið er Margrét Lára hin brattasta og tekst á við langt og strangt endurhæfingarferli eins og sannur íþróttamaður. „Ég er vön að leggja mig fram meira en hundrað prósent og þegar hnéð verður tilbúið, eftir níu mánuði til ár, mun ég gera það sem mig langar að gera. Ég er þegar byrjuð að byggja mig upp, ætla mér að klára þetta verkefni með stæl og reikna með að ná fullum styrk. Þá verður ekkert til fyrirstöðu að spila fótbolta á ný.“ Fóturinn er tregur í taumi og segir orkuboltinn Margrét Lára lífsgæðaskerðinguna mikla. „Það er ekki bara tekinn af manni fótboltinn heldur get ég hvorki hjólað, farið í golf né fjallgöngur eins og er mitt líf og yndi. Þessu þarf ég að aðlagast en þegar einar dyr lokast opnast aðrar og það hugarfar mun koma mér í gegnum þetta ferli.“ Uppgjöf er ekki til í orðabók Margrétar Láru sem horfir bjartsýn fram á veginn. „Þetta er auðvitað áfall á jafn stóru ári fyrir íslenskar knattspyrnukonur, en nú er að koma hnénu í stand og hafa val um hvað gerist í framhaldinu. Hingað til hafa stórmót verið haldin á fjögurra ára fresti en nú ætlar landsliðið sér á HM 2019 og lít ég hýru auga til þess.“Margrét Lára segist varla fara út í búð án þess að einhver óski henni gæfu og velgengni. Það er yndisleg upplifun og oft er ég svo snortin að ég næ ekki að þakka fyrir mig. Því þegar hjarta manns er sært hlýjar það ótrúlega að finna stuðning fólks sem ég þekki ekki neitt, segir Margrét.Vísir/EYÞÓRGleðistundir og tregatárElísa Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og systir Margrétar Láru, gengur nú í gegn um sama ferli með slitin krossbönd og var aðeins vika á milli skurðaðgerða hjá systrunum. „Við Elísa ætlum okkur að fara í gegn um þetta saman og erum duglegar að berja hvora aðra áfram. Það verða gleðistundir á leiðinni en örugglega falla líka tregatár og þá er gott að hafa hjá sér þann sem er á sama stað og maður treystir. Samband okkar systra hefur alltaf verið gott en aldrei betra en nú. Mér hefur lærst að þegar eitthvað er frá manni tekið fær maður annað í staðinn.“ Systurnar ætla að sjálfsögðu til Hollands til að hvetja íslenska landsliðið til dáða. „Í Hollandi verð ég stuðningsmaður númer eitt og við systurnar bláklæddar í stúkunni. Því hlutskipti munum við sinna vel og verðum til halds og trausts ef óskað er. Að mörgu leyti lít ég enn á mig sem leiðtoga liðsins og er að sjálfsögðu tilbúin til að gera hvað sem ég get til að hjálpa liðinu. Ferlið hefur verið langt og strangt og ég finn að ég er ekki tilbúin að klippa á strenginn.“ Á ferli sínum með landsliðinu hefur Margrét Lára skorað fleiri mörk en brasilíska goðsögnin Pelé. Hún er í 7. sæti yfir markahæstu leikmenn Evrópumóta Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA) en á þeim lista er hún markahærri en Zlatan Ibrahimovic sem hefur skorað 82 mörk en Margrét Lára hefur skorað 84 mörk. Í sætinu ofan við Margréti Láru er Lionel Messi. „Það eru laun erfiðisins að vera á slíkum listum og ég er vitaskuld í skýjunum með það. Svona árangur kemur ekki af sjálfu sér heldur er afrakstur margra ára þrotlausrar vinnu og ástríðu fyrir fótbolta. Ég hef alltaf sett mér háleit markmið, bæði með liðum en líka sem einstaklingur. Það er uppörvandi og hjálpar á tímum mótlætis að sækja í þessar tilfinningar; að vera á toppnum, skora mörk, leiða landsliðið inn á völlinn og vera leiðtogi Vals; og finna löngunina til að ná árangri og vera best. Þegar það gerist gleymir maður öllu því erfiða.“Margrét Lára á æfingu íslenska landsliðsins í júní.vísir/anton brinkVill hjálpa öðrumMargrét Lára er menntuð í sálfræði og íþróttafræði og stefnir á útskrift sem íþróttasálfræðingur að ári. „Draumur minn er að hjálpa öðrum íþróttamönnum, því ég hef óneitanlega mikla reynslu af mótlæti, meiðslum og neikvæðum pakka íþróttanna. Áhugi minn liggur á andlega sviðinu og það hefur hjálpað mér að hafa menntun á þessu sviði. Það er ekki í boði að leggjast í volæði og gera alla vitlausa í kringum sig. Fyrir mér er bara ein leið og hún er áfram. Vissulega er stutt í reiðina, gremjuna og vonleysið og því er þetta andlega erfiðara en ætla mætti. Líkaminn jafnar sig frá náttúrunnar hendi en það er meiri áskorun að koma hausnum í lag.“ Móðirin Margrét Lára á þriggja ára gamlan son sem hún hefur tekið með sér í æfinga- og landsliðsferðir. „Syni mínum þykir gaman að sparka fótbolta með mömmu sinni og það væri gaman ef hann fengi áhuga á fótbolta í framtíðinni. Börn verða þó að fá að vera börn og feta sinn veg sjálf, en ég mun styðja hann alla leið, hvað sem verður fyrir valinu.“ Hún segir vel hugsað um mæður í landsliðinu þótt eflaust mætti gera betur. „Það er nýtt hjá þjálfurum félags- og landsliða að hafa margra barna mæður í liðunum, en það á ekki að vera endastöð á fótboltaferlinum fyrir konu að eignast barn. Slíkt væri bæði fásinna og gamaldags. Þvert á móti þarf að vera hvetjandi fyrir konur að koma til baka og finna stuðninginn því það skiptir sköpum fyrir mæðurnar þegar börnin eru lítil og háð okkur, og við háðari þeim. Sé einhver á móti því eða lítur á það sem vandamál getur það orðið erfitt. Sjálf hef ég upplifað mikinn stuðning og veit að Harpa Þorsteinsdóttir, sem nú fer út með hvítvoðung, fær hann líka, sem er mikilvægt því hún er fyrirmynd í þessu og sýnir öðrum stelpum að það er allt hægt og að það standi allir saman í þessu.“ Aðbúnaður og umgjörð kvennalandsliðsins fer líka batnandi í samanburði við karlalandsliðið, að sögn Margrétar Láru. „KSÍ gerir sitt besta en við viljum auðvitað að skrefin upp á við séu stærri. Við kvörtum þó ekki og ég finn mikinn mun á því að fara núna á EM og fyrir fjórum árum. Ekki síst frá þjóðinni sem hefur tekið heljarstökk upp á við í stuðningi við liðið. Sjálf fer ég varla út í búð án þess að einhver óski mér gæfu og velgengni. Það er yndisleg upplifun og oft er ég svo snortin að ég næ ekki að þakka fyrir mig. Því þegar hjarta manns er sært hlýjar það ótrúlega að finna stuðning fólks sem ég þekki ekki neitt. Þjóðin stendur þétt við bakið á okkur og við spilum stoltar fyrir Íslands hönd.“ Á meðan á EM stendur verður Margrét Lára 31 árs, þann 25. júlí. „Okkar fyrrverandi fyrirliði, Katrín Jónsdóttir læknir, spilaði landsleiki þar til hún var orðin 37 ára og braut blað í þeirri sögu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að vera knattspyrnukona svo lengi sem líkaminn leyfir og gleðin er til staðar. Ólíkt strákunum verðum við ekki ríkar af því að spila fótbolta og því snýst starfsaldurinn ekki um að fylla á bankabókina. Hjá konum snýst fótbolti um leikgleði en það fer mikill tími og fjarvera frá fjölskyldu í að vera í landsliðinu og alltaf spurning hversu miklu þær vilja fórna fyrir boltann.“ Liðsandi meðal íslensku landsliðskvennanna er einstakur. „Við erum nánar og hlæjum og grátum saman. Eðlilega er innbyrðis samkeppni, en hún á að vera til staðar og við látum hana aldrei brjóta niður liðsandann. Það er óskrifuð regla innan hópsins að láta eiginhagsmuni eða samkeppni aldrei vinna á móti liðsheildinni. Það er hún sem fleytir íslenskum liðum langt og um það erum við meðvitaðar.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira