Grjótharðir íslenskir Harry Potter aðdáendur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. júlí 2017 11:00 Una Hildardóttir gjaldkeri VG til vinstri í Draco Malfoy búning með vinkonu sinni Ingunni Láru Kristjánsdóttur. Tuttugu ár eru liðin síðan fyrsta bókin um Harry Potter kom út. Íslenskir Harry Potter aðdáendur ræða um aðdráttarafl bókanna og huggunina sem þeir fundu frá heimi Mugga í sköpunarverki J.K Rowling. Una Hildardóttir gjaldkeri VG. Vafasamt að félagi í VG hallist að Slytherin Una Hildardóttir, gjaldkeri VG, hefur verið forfallinn aðdáandi Harry Potter frá því að hún flutti til Bretlands sem unglingur. Hún samsamar sig einna mest Slytherin sem félögum hennar í VG þykir vafasamt. „Ég fékk fyrstu bókina í afmælisgjöf þegar ég var níu ára og varð strax stórhrifin. Ég fór til Spánar með fjölskyldunni og mamma og frænkur mínar lásu fyrir mig einn kafla á dag. Ég las svo næstu bækur jafnóðum og þær komu út á íslensku. Það var hins vegar þegar ég flutti til Bretlands sem ég varð sannkallaður aðdáandi,“ segir Una frá. „Ég var þrettán ára þegar við fluttum þangað og átti erfitt með enskuna. Mamma keypti fyrir mig fimmtu bókina á ensku og hún hjálpaði mér mikið. Reyndar eignaðist ég fyrstu vini mína þar í landi í gegnum þessa bók. Ég var enn búsett í Bretlandi þegar sjötta bókin kom út. Það var mikil gleði í skólanum og allir að tala um bækurnar. Æði mitt fyrir Harry Potter stigmagnaðist og ég beið alltaf spennt eftir bókum og kvikmyndum,“ segir Una sem getur ekki talið hversu oft hún hefur lesið bækurnar. „Ég hlusta líka á hljóðbækur og þá þær sem Stephen Fry les. Ég hlusta oft á ári á hljóðbækunar.“Una opnar pakka með fyrstu bókinni í Harry Potter ævintýrinu.Það kemur mörgum á óvart, ekki síst félögum hennar í VG, að hún samsami sig helst Slytherin-heimavistinni. „Ég hef alltaf verið Slytherin-manneskja og með fálka sem patrónus. Það finnst mörgum fyndið og ég hef fengið miklar athugasemdir frá eigin flokki þar sem samasemmerki er sett á milli Slytherin og Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst þau í Slytherin-heimavistinni alltaf svo misskilin,“ segir Una sem gekk með Slytherin-trefil á menntaskólaárunum. Hún á ekki mikið af munum sem tengjast aðdáun hennar. „Jú, ég á Snape-galdrasprota. Annars finnst mér þessi heimur eiga heima í huganum og ímyndunaraflinu. Mér finnst skrýtið að safna þessum munum því ég sé þetta allt öðruvísi fyrir mér.“Ævar Þór Benediktsson heimsótti myndver og keypti sér sprota.Heimsótti „Hogsmeade“ og keypti sér sprotaÆvar Þór Benediktsson vísindamaður er forfallinn Harry Potter aðdáandi. Hann tók próf á vefsíðunni Pottermore.com sem flokkaði hann í heimavist Hufflepuff og móðgaðist. Hann hefði fremur kosið Gryffindor. „Áhugi minn hófst þegar yngri bróðir minn fékk fyrstu bókina um Harry Potter í íslenskri þýðingu í jólagjöf. Ég fékk bókina lánaða en þurfti að byrja nokkrum sinnum á henni. Fyrsti kaflinn í fyrstu bókinni er svolítið flókinn. Mikið af nýjum nöfnum. En strax í næsta kafla varð ekki aftur snúið,“ segir Ævar. „Þessi heimur sem J.K. Rowling skapaði er svo spennandi, margslunginn og skemmtilegur. Það eru alltaf að opnast nýjar dyr,“ segir hann. Uppáhaldspersóna Ævars er Remus Lupin kennari í Hogwarts. „Hann er alltaf pínu úfinn og þreyttur en samt algjör hetja og gerir það sem þarf að gera.“ Ævar tók próf á vefsíðunni pottermore.com sem flokkar fólk á heimavistir Hogwarts skólans og varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna. „Ég tók það tvisvar og fékk í bæði skiptin sömu niðurstöðu, ég er Hufflepuff. Ég hefði fremur kosið Gryffindor heimavistina. Ég var svo móðgaður að ég fór ekki aftur á síðuna. En ég er nú komin á þá niðurstöðu að þetta sé ágætt og ætla bara að reyna að gera gott úr þessu, segir Ævar í gamansömum tón. Á síðasta ári heimsótti Ævar Universal Studios og keypti sér sprota. „Í myndverinu er stór hluti af Hogsmeade þorpinu og hluti úr lestinni og fleira. Ég keypti mér sprota þar sem sölumaðurinn valdi hann fyrir mig með leikrænum tilþrifum. Ég fékk sprota Dumbledore, Elderwand.“Með Harry Potter húðflúrIngibjörg Ólöf Benediktsdóttir, systir Ævars, hefur lesið allar bækurnar um Harry Potter oftar en hún getur talið. Hún er með húðflúr sem tengist Harry Potter ævintýrunum og langar í fleiri slík. „Ég hef lesið allar bækurnar oftar en tíu sinnum og tek Harry Potter kvikmyndamaraþon að minnsta kosti einu sinni á ári. Ég fékk mér húðflúrið í fyrra. Ef ég fæ mér fleiri þá verður það líka Harry Potter flúr og ég gæti til dæmis hugsað mér textann „Always“ eða litla gyllta eldingu á handlegginn.“ Aðspurð um heimavist sem hún myndi samsama sig velur hún þá sem bróðir hennar varð ekki sáttur við. „Ég myndi velja Hufflepuff. Þar eru nemendur heiðarlegir og leggja sig hart fram og eru líka vinir vina sinna.“Unnsteinn fékk bók að gjöf frá Óttari Proppé sem er nú yfirmaður hans í heilbrigðisráðuneyti.Hitti ráðherrann fyrst í röð eftir Harry Potter bókUnnsteinn Jóhannsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, kolféll fyrir sögunum um Harry Potter. Árið 2008 beið hann í tólf klukkustundir í röð fyrir utan Mál og menningu eftir nýjustu bókinni og það var bóksalinn þáverandi Óttarr Proppé sem rétti honum hana. „Fyrstu kynni mín af yfirmanni mínum Óttari Proppé heilbrigðisráðherra voru í röð fyrir utan Mál og menningu. Þar beið ég eftir nýjustu Harry Potter bókinni með nokkrum vinum. Biðin var löng, við biðum held ég í meira en tíu tíma. Óttarr vann þá sem bóksali og gaf okkur bók,“ segir Unnsteinn frá en hann beið tvisvar í röð eftir nýútkominni bók um Harry Potter og hefur líka mætt á bíósýningu Harry Potter í búningi. „Það var nú ekkert rosalegt, ég var í skikkju og með plastsnák vafinn um mig.“ Unnsteinn segist hafa orðið hrifinn strax við lestur fyrstu bókarinnar. „Eftir það varð ekki aftur snúið. Ég kolféll fyrir sögunni. Ég á allar bækurnar og hljóðbækurnar á kassettum með lestri Stephens Fry. Ég gat ekki beðið eftir að þær kæmu út, ég var viðþolslaus af spennu. Þetta er margslunginn heimur. Jaðarheimur þar sem einstaklingar njóta sín. Ég held að margir hinsegin einstaklingar samsami sig ævintýrunum. Það eru margar metafórur, til dæmis býr nú Harry Potter eiginlega í skáp í heimi mugga og var öðruvísi. Það er svo margt í þessum töfraheimi sem ungt fólk heillast af og mátar sig við, þetta er eins konar æfing í alls konar tilfinningalífi.“ Unnsteinn segist máta sig við Gryffindor heimavistina. „Það er gaman að velta fyrir sér lífssýn og pólítík í tengslum við það hvernig fólk mátar sig við heimavistir. Þetta eru þvílíkar pælingar.“Inga Straumland í Potter-klæðnaði.Langar til að gefa fólk saman í Harry Potter þemaInga Auðbjörg Straumland athafnastjóri hjá Siðmennt tók fyrstu bókina um Harry Potter að láni á bókasafni. „Hún höfðaði sterkt til mín. Þessi heimur var undir töfraábreiðu þar sem allt var mögulegt. Ég var þyrst í fleiri bækur og las þær á ensku. Það var mjög þroskandi og gott að læra ensku í gegnum þessar bækur. Í dag finnst mér gott að hlusta á hljóðbækur með lestri Stephen Fry.“ Inga Auðbjörg hefur eisn og Unnsteinn beðið í meira en tíu tíma í röð eftir bók. „Félagsskapurinn og öll samtölin um bækurnar eru hluti af því hvað þæ eru vinsælar. Það er svo margt að tala um,“ segir Inga Auðbjörg sem hefur gaman af því að spekúlera í mismunandi eiginleikum fólks eftir heimavistum í Hogwarts. „Ég sjálf samsama mig við Ravenclaw því ég hef gaman af þekkingu og sköpun og er ekki eins fífldjörf og þau í Gryffindor. Svolítið í ætt við stjórnmálin. Við í Samfylkinguni erum oft í alltof þungum fræðilegum þönkum að berjast fyrir réttlætinu,“ segir Inga Auðbjörg í léttum dúr. „Ég vinn við að gefa saman fólk og væri mjög mikið til í að gefa fólk saman í Harry Potter þema,“ segir hún spurð um hvort það væri eitthvað tengt aðdáun hennar á bókunum sem hún óskar sér að framkvæma.Auður Mist Halldórsdóttir er nemandi í MR og forfallin aðdáandi. Fréttablaðið/ErnirHermione er mikilvæg hetja og fyrirmyndAuður Mist Halldórsdóttir er sextán ára nemandi við Menntaskólann í Reykjavík og hugfangin af Harry Potter bókunum og þeim heimi sem J.K Rowling skapaði. Hún segist halda að lykillinn að vinsældum bókanna felist í því að ungu fólki sé mikilvægt að trúa að það sé einhvers megnugt og finnst Hermione mikilvæg kvenhetja og langþráð fyrirmynd. „Þegar allir voru að lesa Harry Potter streittist ég í fyrstu á móti. Ég vildi vera öðruvísi og ætlaði ekki að fylgja straumnum. Ég fór hins vegar og horfði á fyrstu kvikmyndina um Harry Potter og strax sama kvöld tók ég upp fyrstu bókina, Harry Potter og Viskusteinninn. Ég kláraði bókina á tveimur bókum og áður en ég vissi hafði ég lesið þær allar. Ég elskaði þessar bækur og gat ekki hætt að ræða um bækurnar við vinni mína. Ég varð algjör aðdáandi,“ segir Auður Mist sem hefur lesið bækurnar oftar en hún getur talið. „Þessi heimur er frí frá raunveruleikanum, hann er töfrandi og öðruvísi. Ég held að ungt fólk þurfi á því að halda að trúa að það sé einhvers megnugt. Að það geti fundið styrkleika sína í mótbyr. Harry var lagður í einelti en finnur sinn samastað. Þetta er huggandi heimur og ég held það séu margir ellefu ára krakkar sem óska sér að fá bréfið frá Hogwarts. Tækifærið til að sýna hvað í þeim býr, segir Auður Mist. „Uppáhaldshetjan mín er Hermione. Hún er svo mikil hetja og góð fyrirmynd. Stelpa sem á strákavini sem er stolt af því að vera klár og felur enga af sínum styrkleikum. Hún sér um allt og er frelsandi kvenhetja. Hún er hetja sem stelpum vantaði.“ Auður Mist segist myndu velja Gryffindor heimavistina. „Þó er það þannig að allir eru með eiginleika úr ölllum heimavistum. Ég tengi við að vera stolt og hugrökk, helstu eiginleika þeirra sem eru í Gryffindor.“ Birtist í Fréttablaðinu Húðflúr Tengdar fréttir Harry Potter 20 ára: Galdrastrákurinn sem lifði af og mótaði heila kynslóð Fyrsta bókin um Harry Potter kom út þann 26. júní árið 1997. 26. júní 2017 13:15 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin síðan fyrsta bókin um Harry Potter kom út. Íslenskir Harry Potter aðdáendur ræða um aðdráttarafl bókanna og huggunina sem þeir fundu frá heimi Mugga í sköpunarverki J.K Rowling. Una Hildardóttir gjaldkeri VG. Vafasamt að félagi í VG hallist að Slytherin Una Hildardóttir, gjaldkeri VG, hefur verið forfallinn aðdáandi Harry Potter frá því að hún flutti til Bretlands sem unglingur. Hún samsamar sig einna mest Slytherin sem félögum hennar í VG þykir vafasamt. „Ég fékk fyrstu bókina í afmælisgjöf þegar ég var níu ára og varð strax stórhrifin. Ég fór til Spánar með fjölskyldunni og mamma og frænkur mínar lásu fyrir mig einn kafla á dag. Ég las svo næstu bækur jafnóðum og þær komu út á íslensku. Það var hins vegar þegar ég flutti til Bretlands sem ég varð sannkallaður aðdáandi,“ segir Una frá. „Ég var þrettán ára þegar við fluttum þangað og átti erfitt með enskuna. Mamma keypti fyrir mig fimmtu bókina á ensku og hún hjálpaði mér mikið. Reyndar eignaðist ég fyrstu vini mína þar í landi í gegnum þessa bók. Ég var enn búsett í Bretlandi þegar sjötta bókin kom út. Það var mikil gleði í skólanum og allir að tala um bækurnar. Æði mitt fyrir Harry Potter stigmagnaðist og ég beið alltaf spennt eftir bókum og kvikmyndum,“ segir Una sem getur ekki talið hversu oft hún hefur lesið bækurnar. „Ég hlusta líka á hljóðbækur og þá þær sem Stephen Fry les. Ég hlusta oft á ári á hljóðbækunar.“Una opnar pakka með fyrstu bókinni í Harry Potter ævintýrinu.Það kemur mörgum á óvart, ekki síst félögum hennar í VG, að hún samsami sig helst Slytherin-heimavistinni. „Ég hef alltaf verið Slytherin-manneskja og með fálka sem patrónus. Það finnst mörgum fyndið og ég hef fengið miklar athugasemdir frá eigin flokki þar sem samasemmerki er sett á milli Slytherin og Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst þau í Slytherin-heimavistinni alltaf svo misskilin,“ segir Una sem gekk með Slytherin-trefil á menntaskólaárunum. Hún á ekki mikið af munum sem tengjast aðdáun hennar. „Jú, ég á Snape-galdrasprota. Annars finnst mér þessi heimur eiga heima í huganum og ímyndunaraflinu. Mér finnst skrýtið að safna þessum munum því ég sé þetta allt öðruvísi fyrir mér.“Ævar Þór Benediktsson heimsótti myndver og keypti sér sprota.Heimsótti „Hogsmeade“ og keypti sér sprotaÆvar Þór Benediktsson vísindamaður er forfallinn Harry Potter aðdáandi. Hann tók próf á vefsíðunni Pottermore.com sem flokkaði hann í heimavist Hufflepuff og móðgaðist. Hann hefði fremur kosið Gryffindor. „Áhugi minn hófst þegar yngri bróðir minn fékk fyrstu bókina um Harry Potter í íslenskri þýðingu í jólagjöf. Ég fékk bókina lánaða en þurfti að byrja nokkrum sinnum á henni. Fyrsti kaflinn í fyrstu bókinni er svolítið flókinn. Mikið af nýjum nöfnum. En strax í næsta kafla varð ekki aftur snúið,“ segir Ævar. „Þessi heimur sem J.K. Rowling skapaði er svo spennandi, margslunginn og skemmtilegur. Það eru alltaf að opnast nýjar dyr,“ segir hann. Uppáhaldspersóna Ævars er Remus Lupin kennari í Hogwarts. „Hann er alltaf pínu úfinn og þreyttur en samt algjör hetja og gerir það sem þarf að gera.“ Ævar tók próf á vefsíðunni pottermore.com sem flokkar fólk á heimavistir Hogwarts skólans og varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna. „Ég tók það tvisvar og fékk í bæði skiptin sömu niðurstöðu, ég er Hufflepuff. Ég hefði fremur kosið Gryffindor heimavistina. Ég var svo móðgaður að ég fór ekki aftur á síðuna. En ég er nú komin á þá niðurstöðu að þetta sé ágætt og ætla bara að reyna að gera gott úr þessu, segir Ævar í gamansömum tón. Á síðasta ári heimsótti Ævar Universal Studios og keypti sér sprota. „Í myndverinu er stór hluti af Hogsmeade þorpinu og hluti úr lestinni og fleira. Ég keypti mér sprota þar sem sölumaðurinn valdi hann fyrir mig með leikrænum tilþrifum. Ég fékk sprota Dumbledore, Elderwand.“Með Harry Potter húðflúrIngibjörg Ólöf Benediktsdóttir, systir Ævars, hefur lesið allar bækurnar um Harry Potter oftar en hún getur talið. Hún er með húðflúr sem tengist Harry Potter ævintýrunum og langar í fleiri slík. „Ég hef lesið allar bækurnar oftar en tíu sinnum og tek Harry Potter kvikmyndamaraþon að minnsta kosti einu sinni á ári. Ég fékk mér húðflúrið í fyrra. Ef ég fæ mér fleiri þá verður það líka Harry Potter flúr og ég gæti til dæmis hugsað mér textann „Always“ eða litla gyllta eldingu á handlegginn.“ Aðspurð um heimavist sem hún myndi samsama sig velur hún þá sem bróðir hennar varð ekki sáttur við. „Ég myndi velja Hufflepuff. Þar eru nemendur heiðarlegir og leggja sig hart fram og eru líka vinir vina sinna.“Unnsteinn fékk bók að gjöf frá Óttari Proppé sem er nú yfirmaður hans í heilbrigðisráðuneyti.Hitti ráðherrann fyrst í röð eftir Harry Potter bókUnnsteinn Jóhannsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, kolféll fyrir sögunum um Harry Potter. Árið 2008 beið hann í tólf klukkustundir í röð fyrir utan Mál og menningu eftir nýjustu bókinni og það var bóksalinn þáverandi Óttarr Proppé sem rétti honum hana. „Fyrstu kynni mín af yfirmanni mínum Óttari Proppé heilbrigðisráðherra voru í röð fyrir utan Mál og menningu. Þar beið ég eftir nýjustu Harry Potter bókinni með nokkrum vinum. Biðin var löng, við biðum held ég í meira en tíu tíma. Óttarr vann þá sem bóksali og gaf okkur bók,“ segir Unnsteinn frá en hann beið tvisvar í röð eftir nýútkominni bók um Harry Potter og hefur líka mætt á bíósýningu Harry Potter í búningi. „Það var nú ekkert rosalegt, ég var í skikkju og með plastsnák vafinn um mig.“ Unnsteinn segist hafa orðið hrifinn strax við lestur fyrstu bókarinnar. „Eftir það varð ekki aftur snúið. Ég kolféll fyrir sögunni. Ég á allar bækurnar og hljóðbækurnar á kassettum með lestri Stephens Fry. Ég gat ekki beðið eftir að þær kæmu út, ég var viðþolslaus af spennu. Þetta er margslunginn heimur. Jaðarheimur þar sem einstaklingar njóta sín. Ég held að margir hinsegin einstaklingar samsami sig ævintýrunum. Það eru margar metafórur, til dæmis býr nú Harry Potter eiginlega í skáp í heimi mugga og var öðruvísi. Það er svo margt í þessum töfraheimi sem ungt fólk heillast af og mátar sig við, þetta er eins konar æfing í alls konar tilfinningalífi.“ Unnsteinn segist máta sig við Gryffindor heimavistina. „Það er gaman að velta fyrir sér lífssýn og pólítík í tengslum við það hvernig fólk mátar sig við heimavistir. Þetta eru þvílíkar pælingar.“Inga Straumland í Potter-klæðnaði.Langar til að gefa fólk saman í Harry Potter þemaInga Auðbjörg Straumland athafnastjóri hjá Siðmennt tók fyrstu bókina um Harry Potter að láni á bókasafni. „Hún höfðaði sterkt til mín. Þessi heimur var undir töfraábreiðu þar sem allt var mögulegt. Ég var þyrst í fleiri bækur og las þær á ensku. Það var mjög þroskandi og gott að læra ensku í gegnum þessar bækur. Í dag finnst mér gott að hlusta á hljóðbækur með lestri Stephen Fry.“ Inga Auðbjörg hefur eisn og Unnsteinn beðið í meira en tíu tíma í röð eftir bók. „Félagsskapurinn og öll samtölin um bækurnar eru hluti af því hvað þæ eru vinsælar. Það er svo margt að tala um,“ segir Inga Auðbjörg sem hefur gaman af því að spekúlera í mismunandi eiginleikum fólks eftir heimavistum í Hogwarts. „Ég sjálf samsama mig við Ravenclaw því ég hef gaman af þekkingu og sköpun og er ekki eins fífldjörf og þau í Gryffindor. Svolítið í ætt við stjórnmálin. Við í Samfylkinguni erum oft í alltof þungum fræðilegum þönkum að berjast fyrir réttlætinu,“ segir Inga Auðbjörg í léttum dúr. „Ég vinn við að gefa saman fólk og væri mjög mikið til í að gefa fólk saman í Harry Potter þema,“ segir hún spurð um hvort það væri eitthvað tengt aðdáun hennar á bókunum sem hún óskar sér að framkvæma.Auður Mist Halldórsdóttir er nemandi í MR og forfallin aðdáandi. Fréttablaðið/ErnirHermione er mikilvæg hetja og fyrirmyndAuður Mist Halldórsdóttir er sextán ára nemandi við Menntaskólann í Reykjavík og hugfangin af Harry Potter bókunum og þeim heimi sem J.K Rowling skapaði. Hún segist halda að lykillinn að vinsældum bókanna felist í því að ungu fólki sé mikilvægt að trúa að það sé einhvers megnugt og finnst Hermione mikilvæg kvenhetja og langþráð fyrirmynd. „Þegar allir voru að lesa Harry Potter streittist ég í fyrstu á móti. Ég vildi vera öðruvísi og ætlaði ekki að fylgja straumnum. Ég fór hins vegar og horfði á fyrstu kvikmyndina um Harry Potter og strax sama kvöld tók ég upp fyrstu bókina, Harry Potter og Viskusteinninn. Ég kláraði bókina á tveimur bókum og áður en ég vissi hafði ég lesið þær allar. Ég elskaði þessar bækur og gat ekki hætt að ræða um bækurnar við vinni mína. Ég varð algjör aðdáandi,“ segir Auður Mist sem hefur lesið bækurnar oftar en hún getur talið. „Þessi heimur er frí frá raunveruleikanum, hann er töfrandi og öðruvísi. Ég held að ungt fólk þurfi á því að halda að trúa að það sé einhvers megnugt. Að það geti fundið styrkleika sína í mótbyr. Harry var lagður í einelti en finnur sinn samastað. Þetta er huggandi heimur og ég held það séu margir ellefu ára krakkar sem óska sér að fá bréfið frá Hogwarts. Tækifærið til að sýna hvað í þeim býr, segir Auður Mist. „Uppáhaldshetjan mín er Hermione. Hún er svo mikil hetja og góð fyrirmynd. Stelpa sem á strákavini sem er stolt af því að vera klár og felur enga af sínum styrkleikum. Hún sér um allt og er frelsandi kvenhetja. Hún er hetja sem stelpum vantaði.“ Auður Mist segist myndu velja Gryffindor heimavistina. „Þó er það þannig að allir eru með eiginleika úr ölllum heimavistum. Ég tengi við að vera stolt og hugrökk, helstu eiginleika þeirra sem eru í Gryffindor.“
Birtist í Fréttablaðinu Húðflúr Tengdar fréttir Harry Potter 20 ára: Galdrastrákurinn sem lifði af og mótaði heila kynslóð Fyrsta bókin um Harry Potter kom út þann 26. júní árið 1997. 26. júní 2017 13:15 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Sjá meira
Harry Potter 20 ára: Galdrastrákurinn sem lifði af og mótaði heila kynslóð Fyrsta bókin um Harry Potter kom út þann 26. júní árið 1997. 26. júní 2017 13:15