Ford færir framleiðslu Focus til Kína Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2017 14:44 Ford Focus framleiddur í Bandaríkjunum. Fram til þessa hafa þeir Ford Focus bílar sem seldir eru í Bandaríkjunum verið framleiddir þar. Ford hafði uppi áform um að flytja framleiðslu bílsins til Mexíkó en hefur nú hætt við það og ætlar að framleiða bílinn í Kína. Um talsvert lengri leið verður að fara að flytja bílana frá Kína en frá Mexíkó. Ford tók þó þessa ákvörðun þar sem fyrirtækið mun spara sér 1 milljarð dollara með því að flytja framleiðsluna til Kína. Með því þarf Ford ekki að byggja upp samsetningarverksmiðju eins og áform voru um í Mexíkó, sem sparar 500 milljón dollara en auk þess sparast 500 milljón dollarar að auki vegna ódýrari framleiðslu á bílnum í Kína. Í verksmiðjunni í Bandaríkjunum þar sem sem Ford Focus er smíðaður nú verða smíðaðir jeppar, jepplingar og pallbílar og enginn mun missa starf sitt í verksmiðjunni. Fyrst verða smíðaðir þar Ranger pallbíllinn og nýr Bronco jeppi. Framleiðsla Ford Focus í Kína mun hefjast á öðrum ársfjórðungi ársins 2019. Sala Ford Focus í Bandaríkjunum hefur veriðp á niðurleið undanfarið og hefur fallið um 19% það sem af er þessu ári. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent
Fram til þessa hafa þeir Ford Focus bílar sem seldir eru í Bandaríkjunum verið framleiddir þar. Ford hafði uppi áform um að flytja framleiðslu bílsins til Mexíkó en hefur nú hætt við það og ætlar að framleiða bílinn í Kína. Um talsvert lengri leið verður að fara að flytja bílana frá Kína en frá Mexíkó. Ford tók þó þessa ákvörðun þar sem fyrirtækið mun spara sér 1 milljarð dollara með því að flytja framleiðsluna til Kína. Með því þarf Ford ekki að byggja upp samsetningarverksmiðju eins og áform voru um í Mexíkó, sem sparar 500 milljón dollara en auk þess sparast 500 milljón dollarar að auki vegna ódýrari framleiðslu á bílnum í Kína. Í verksmiðjunni í Bandaríkjunum þar sem sem Ford Focus er smíðaður nú verða smíðaðir jeppar, jepplingar og pallbílar og enginn mun missa starf sitt í verksmiðjunni. Fyrst verða smíðaðir þar Ranger pallbíllinn og nýr Bronco jeppi. Framleiðsla Ford Focus í Kína mun hefjast á öðrum ársfjórðungi ársins 2019. Sala Ford Focus í Bandaríkjunum hefur veriðp á niðurleið undanfarið og hefur fallið um 19% það sem af er þessu ári.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent