Volvo snýr baki við hefðbundnum vélum Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2017 12:00 Volvo mun kynna fimm nýjar tegundir bíla á milli 2019 og 2020. Vísir/GETTY Bílaframleiðandinn Volvo ætlar að snúa bakinu við hefðbundnum vélum fyrir lok ársins 2019. Allir nýir bílar fyrirtækisins verða því með tvískiptum vélum eða eingöngu rafmagnsvélar. Til stendur að kynna fimm slíkar tegundir á milli 2019 og 2020. Gamlar tegundir bíla verða þó áfram framleiddar með hefðbundnum vélum.Ceely, sem er kínverska fyrirtækið sem á Volvo, hefur lengi verið að snúa sér að framleiðslu rafmagnsbíla og áætlar að selja eina milljón slíkra fyrir árið 2025, samkvæmt frétt BBC. Hakan Samuelsson, yfirmaður framleiðsludeildar Volvo, segir eftirspurn eftir rafmagnsbílum aukast sífellt og að fyrirtækið vilji bregðast við því.Volvo er fyrsta fyrirtækið af stærstu bílaframleiðendum heims til þess að taka þessa ákvörðun, samkvæmt Guardian. Sérfræðingur sem Guardian ræddi við segir þetta til marks um aukinn kraft í vinsældum rafmagnsbíla og að slíkir bílar verði móðins á endanum. Hann reiknar með því að rafmagnsbílar fari að seljast betur en hefðbundnir bílar um miðjan næsta áratug. Bílar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent
Bílaframleiðandinn Volvo ætlar að snúa bakinu við hefðbundnum vélum fyrir lok ársins 2019. Allir nýir bílar fyrirtækisins verða því með tvískiptum vélum eða eingöngu rafmagnsvélar. Til stendur að kynna fimm slíkar tegundir á milli 2019 og 2020. Gamlar tegundir bíla verða þó áfram framleiddar með hefðbundnum vélum.Ceely, sem er kínverska fyrirtækið sem á Volvo, hefur lengi verið að snúa sér að framleiðslu rafmagnsbíla og áætlar að selja eina milljón slíkra fyrir árið 2025, samkvæmt frétt BBC. Hakan Samuelsson, yfirmaður framleiðsludeildar Volvo, segir eftirspurn eftir rafmagnsbílum aukast sífellt og að fyrirtækið vilji bregðast við því.Volvo er fyrsta fyrirtækið af stærstu bílaframleiðendum heims til þess að taka þessa ákvörðun, samkvæmt Guardian. Sérfræðingur sem Guardian ræddi við segir þetta til marks um aukinn kraft í vinsældum rafmagnsbíla og að slíkir bílar verði móðins á endanum. Hann reiknar með því að rafmagnsbílar fari að seljast betur en hefðbundnir bílar um miðjan næsta áratug.
Bílar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent