Eitthvað sem gerir okkur að því sem við erum Magnús Guðmundsson skrifar 8. júlí 2017 12:00 Bækur Smáglæpir Björn Halldórsson Útgefandi: Sæmundur Prentun: Oddi Síðufjöldi: 142 Kápuhönnun: Aðalsteinn Svanur Sigfússon Þegar við horfum til baka yfir líf okkar, jafnvel þau sem eru ung að árum, þá könnumst við flest ef ekki öll við atburði og ákvarðanir sem hafa mótað okkur meira en margan grunar. Ákvarðanir sem í fyrstu virðast vera veigalitlar en marka engu að síður ákveðið upphaf að stefnu sem við síðan tókum í lífinu. Eitthvað sem gerir okkur að því sem við erum, því sem við iðrumst og vildum vera. Þessar ákvarðanir sem eru oftar en ekki teknar á augabragði en fylgja okkur engu að síður með einum eða öðrum hætti alla okkar daga eru efniviður smásagnasafnsins Smáglæpir, eftir Björn Halldórsson. Þessar mótandi ákvarðanir okkar eru þó ekki það eina sem gefur verkinu heildstæðan brag þar Björn tekst einnig á við fjölskylduna, í öllum sínum margbrotnu myndum, með forvitnilegum hætti í verkinu. Þar er líka tekst á við tímann og hvernig hann leikur okkur öll án undantekninga. Og hvort sem við tilheyrum einhverjum eða bara sjálfum okkur þá leiðir höfundur okkur fyrir sjónir mikilvægi fjölskyldu- og tilfinningatengsla og þörfina fyrir traust og vináttu óháð aldri, stétt og stöðu. Það er gleðilegt hvað smásagnaformið hefur verið að sækja í sig veðrið innan íslenskra bókmennta síðustu misserin og Smáglæpir eru vissulega athyglisverður hluti af þeirri sókn. Sögurnar eru skrifaðar af fagmennsku, þekkingu og skilningi á forminu og heildaryfirbragðið er einnig ágætlega unnið. Sögurnar eru þó missterkar og framan af er heildarþemað helst til óljóst og eins og höfundur sé eilítið leitandi í nálgun sinni að verkefninu. Hugsanlega hefði það getað verið til bóta að setja safnið saman með öðrum hætti og byrja á einni af sterkustu sögunum eins og t.d. Rekald. Munurinn á sterkari og veikari sögunum liggur ekki síst í því að þær sterkari innihalda meiri innri spennu og það er auðveldara að tengjast persónunum þar sem mótun þeirra er skýr og áhugaverð. Innra líf þeirra og tilfinningar koma betur fram en í þeim sögum sem hverfast um ákveðna atburði án tilfinningasemi. Stíllinn er líka þéttari og betri, þó svo hann sé almennt virkilega góður, og góður stíll sem herðir á atburðarás og skerpir heildarmynd persóna er svo sannarlega mikilvægur. Heilt yfir eru Smáglæpir þó ljómandi fínt smásagnasafn og vel þess virði fyrir lesendur að leggja sig eftir þessu verki. Hér er líka á ferðinni fyrsta heildstæða verk höfundar sem fram til þessa hefur aðeins birt stök verk í tímaritum og á sambærilegum vettvangi. Þannig að Björn Halldórsson stimplar sig hér inn með afgerandi hætti og haldi hann áfram á þessari braut geta lesendur hugsað sér gott til glóðarinnar.Niðurstaða: Virkilega forvitnileg, en ekki gallalaus, fyrsta bók höfundar sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Bókmenntir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Smáglæpir Björn Halldórsson Útgefandi: Sæmundur Prentun: Oddi Síðufjöldi: 142 Kápuhönnun: Aðalsteinn Svanur Sigfússon Þegar við horfum til baka yfir líf okkar, jafnvel þau sem eru ung að árum, þá könnumst við flest ef ekki öll við atburði og ákvarðanir sem hafa mótað okkur meira en margan grunar. Ákvarðanir sem í fyrstu virðast vera veigalitlar en marka engu að síður ákveðið upphaf að stefnu sem við síðan tókum í lífinu. Eitthvað sem gerir okkur að því sem við erum, því sem við iðrumst og vildum vera. Þessar ákvarðanir sem eru oftar en ekki teknar á augabragði en fylgja okkur engu að síður með einum eða öðrum hætti alla okkar daga eru efniviður smásagnasafnsins Smáglæpir, eftir Björn Halldórsson. Þessar mótandi ákvarðanir okkar eru þó ekki það eina sem gefur verkinu heildstæðan brag þar Björn tekst einnig á við fjölskylduna, í öllum sínum margbrotnu myndum, með forvitnilegum hætti í verkinu. Þar er líka tekst á við tímann og hvernig hann leikur okkur öll án undantekninga. Og hvort sem við tilheyrum einhverjum eða bara sjálfum okkur þá leiðir höfundur okkur fyrir sjónir mikilvægi fjölskyldu- og tilfinningatengsla og þörfina fyrir traust og vináttu óháð aldri, stétt og stöðu. Það er gleðilegt hvað smásagnaformið hefur verið að sækja í sig veðrið innan íslenskra bókmennta síðustu misserin og Smáglæpir eru vissulega athyglisverður hluti af þeirri sókn. Sögurnar eru skrifaðar af fagmennsku, þekkingu og skilningi á forminu og heildaryfirbragðið er einnig ágætlega unnið. Sögurnar eru þó missterkar og framan af er heildarþemað helst til óljóst og eins og höfundur sé eilítið leitandi í nálgun sinni að verkefninu. Hugsanlega hefði það getað verið til bóta að setja safnið saman með öðrum hætti og byrja á einni af sterkustu sögunum eins og t.d. Rekald. Munurinn á sterkari og veikari sögunum liggur ekki síst í því að þær sterkari innihalda meiri innri spennu og það er auðveldara að tengjast persónunum þar sem mótun þeirra er skýr og áhugaverð. Innra líf þeirra og tilfinningar koma betur fram en í þeim sögum sem hverfast um ákveðna atburði án tilfinningasemi. Stíllinn er líka þéttari og betri, þó svo hann sé almennt virkilega góður, og góður stíll sem herðir á atburðarás og skerpir heildarmynd persóna er svo sannarlega mikilvægur. Heilt yfir eru Smáglæpir þó ljómandi fínt smásagnasafn og vel þess virði fyrir lesendur að leggja sig eftir þessu verki. Hér er líka á ferðinni fyrsta heildstæða verk höfundar sem fram til þessa hefur aðeins birt stök verk í tímaritum og á sambærilegum vettvangi. Þannig að Björn Halldórsson stimplar sig hér inn með afgerandi hætti og haldi hann áfram á þessari braut geta lesendur hugsað sér gott til glóðarinnar.Niðurstaða: Virkilega forvitnileg, en ekki gallalaus, fyrsta bók höfundar sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni.
Bókmenntir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira