Rússíbanareið í nýja berjamó Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2017 07:00 Eftir þrjár mislukkaðar tilraunir til að fara í Costco tókst það loksins á þriðjudaginn. Ég er týpan sem bíð í röð og þurfti því tvisvar að taka vinkilbeygju út af bílaplaninu þegar ég mætti og reyndi að skrá mig til leiks. Með spánnýtt plastkort með mynd af mér þaut ég af stað inn í þennan nýja verslunar- og menningarheim. Og þvílík upplifun. Mig langaði aldrei að fara heim. Guð hefði svo sannarlega mátt hjálpa foreldrum mínum hefði Costco verið til þegar ég var polli. Þarna er nefnilega til dæmis hægt að fá tvö fótboltamörk og vesti á 14.000 krónur! Krakkar nú til dags virðast eitthvað minna spenntir fyrir því og sváfu sum börnin bara á brettinu undir risavöxnum kerrunum. Eitt það spaugilegasta og besta við Costco er úrvalið og verðið á berjum. Costco er hinn nýi berjamór Íslendinga en allt í einu fer maður hvergi í heimsókn án þess að fara heim útúrtroðinn af jarðarberjum og hindberjum. Það er ömurlega leiðinlegt að fara í berjamó en í Costco-berjamó er geggjað. Eðlilega kaupa Íslendingar sér ber í tonnavís núna. Sumir eru líklega að smakka þau í fyrsta skipti enda hafa ber á Íslandi verið verðlögð eins og fjórhjóladrifnir skutbílar með rafmagni í rúðum. Tilfinningarnar fengu svo sannarlega rússíbanareið þegar ég kom svo við í annarri af tveimur stóru lágvöruverðsverslunum okkar Íslendinga. Þar hélt ég að Costco væri að pretta mig því tveir hlutir sem ég keypti í Kaupvangi voru á sama verði og ódýrari í þeirri verslun. En þá mundi ég: Vegna mikils ágangs landans í nýja berjamóinn hafa aðrir þurft að slaka á okrinu. Þá tók ég gleði mína á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Eftir þrjár mislukkaðar tilraunir til að fara í Costco tókst það loksins á þriðjudaginn. Ég er týpan sem bíð í röð og þurfti því tvisvar að taka vinkilbeygju út af bílaplaninu þegar ég mætti og reyndi að skrá mig til leiks. Með spánnýtt plastkort með mynd af mér þaut ég af stað inn í þennan nýja verslunar- og menningarheim. Og þvílík upplifun. Mig langaði aldrei að fara heim. Guð hefði svo sannarlega mátt hjálpa foreldrum mínum hefði Costco verið til þegar ég var polli. Þarna er nefnilega til dæmis hægt að fá tvö fótboltamörk og vesti á 14.000 krónur! Krakkar nú til dags virðast eitthvað minna spenntir fyrir því og sváfu sum börnin bara á brettinu undir risavöxnum kerrunum. Eitt það spaugilegasta og besta við Costco er úrvalið og verðið á berjum. Costco er hinn nýi berjamór Íslendinga en allt í einu fer maður hvergi í heimsókn án þess að fara heim útúrtroðinn af jarðarberjum og hindberjum. Það er ömurlega leiðinlegt að fara í berjamó en í Costco-berjamó er geggjað. Eðlilega kaupa Íslendingar sér ber í tonnavís núna. Sumir eru líklega að smakka þau í fyrsta skipti enda hafa ber á Íslandi verið verðlögð eins og fjórhjóladrifnir skutbílar með rafmagni í rúðum. Tilfinningarnar fengu svo sannarlega rússíbanareið þegar ég kom svo við í annarri af tveimur stóru lágvöruverðsverslunum okkar Íslendinga. Þar hélt ég að Costco væri að pretta mig því tveir hlutir sem ég keypti í Kaupvangi voru á sama verði og ódýrari í þeirri verslun. En þá mundi ég: Vegna mikils ágangs landans í nýja berjamóinn hafa aðrir þurft að slaka á okrinu. Þá tók ég gleði mína á ný.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun