Ekki bannað að láta sig dreyma Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2017 06:00 Agla María býr 200 metrum frá Kópavogsvelli en hlutirnir gengu ekki í Breiðabliki þannig hún endaði í Stjörnunni og er nú á leið á EM í Hollandi. vísir/stefán „Aron bróðir minn sendi á mig að ég væri í hópnum þannig að ég var bara mjög ánægð. Gærdagurinn var góður,“ segir Agla María Albertsdóttir, kantmaður Stjörnunnar, er hún kjamsar á hollri búrrító við borðstofuborðið heima hjá sér í vesturbæ Kópavogs. Við enda götunnar má sjá Kópavogsvöll og Fífuna, heimavöll Breiðabliks og því eðlilegt að fótboltaferilinn hafi byrjað þar hjá þessari gríðarlega efnilegu fótboltastelpu. „Agla hefur komið sem stormsveipur inn í landsliðið,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari er hann kynnti hópinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Hann laug engu. Agla María á aðeins fjóra landsleiki að baki en hún byrjaði þá tvo síðustu og er nú komin í hópinn. Hún er á leið á EM með stelpunum okkar.Beint í byrjunarliðið? „Ég vissi að það væri séns á þessu eftir að ég byrjaði leikinn á móti Brasilíu en maður veit aldrei. Harpa, Hólmfríður og Sandra María og þær allar hafa verið að koma til baka. Ég er bara mjög ánægð með þetta allt saman,“ segir Agla María og bendir móður sinni á að taka út úr ofninum. Fjölskyldan á að sjá um matinn fyrir leikmenn eftir bikarleik Stjörnunnar og Þórs/KA sem fram fór í gær. Nokkur föt af lasagna eru klár til snæðings. Agla María byrjaði á varamannabekknum í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl en var svo í byrjunarliðinu bæði á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu viku. Hún nýtti tækifæri sín vel og miðað við það að Hólmfríður Magnúsdóttir, sem hefur eignað sér vinstri kantstöðuna, er komin í nýtt hlutverk hjá íslenska liðinu er opnun fyrir Öglu í byrjunarliðinu á móti Frakklandi. „Auðvitað leyfir maður sér alltaf að dreyma en ég geri bara það sem Freyr vill að ég geri. Maður veit aldrei hvað gerist í þessu. Það getur allt farið á einu augnabliki. Ég var því ekkert að gera mér of miklar væntingar til að byrja með en ég er mjög ánægð með að vera að fara á EM “ segir hún.Agla María, sem er fædd árið 1999, er yngsti leikmaðurinn í íslenska EM-hópnum.vísir/stefánAllt fór af stað í Stjörnunni Agla María varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í fyrra en hún er vön að vinna titla. Það gerði hún í stórum stíl í yngri flokkum Breiðabliks þar sem hún vann til dæmis Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki með Ingibjörgu Sigurðardóttur sem einnig er á leið á sitt fyrsta stórmót. Saman eiga þær sex landsleiki. Agla spilaði ekki leik fyrir meistaraflokks Breiðabliks og fór því í Val fyrir sumarið 2015. „Þetta var ekki að ganga upp í Breiðabliki á þeim tíma. Ég fann að ég þurfti að fara eitthvert annað og fór því í Val. Það var samt bara tímabundið. Ég var ekki búin að ákveða hvort ég ætlaði að vera áfram þar en síðan ákvað ég að fara í Stjörnuna. Ég er mjög ánægð með að hafa gert það,“ segir Agla María sem spilaði sinn fyrsta Pepsi-deildarleik í ágúst 2015 og skoraði sitt fyrsta mark í sama mánuði, aðeins 16 ára gömul. Nú er hún að hætta að vera efnileg þrátt fyrir ungan aldur og þykir einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar; algjört ofurmenni á vængjum sem getur hlaupið úr sér lungun og skorað mörk. „Eftir að ég fór í Stjörnuna fór allt að ganga miklu betur. Það eru ótrúlega góðir þjálfarar í Stjörnunni, Óli og Elli, sem hafa hjálpað mér að komast á þann stað sem ég er á núna. Það er aðalástæðan fyrir þessari spilamennsku hjá mér,“ segir Agla María.Aldrei alveg undirbúin Stjarnan hefur undanfarin ár átt nóg af landsliðskonum og á því er engin breyting. Það hefur hjálpað Öglu að komast inn í hlutina hjá stelpunum okkar. „Það eru alltaf einhverjar Stjörnustelpur í liðinu sem hafa hjálpað mér að komast inn í þetta. Það hefur gert mikið fyrir mig að hafa þær þarna,“ segir hún en á bak við árangurinn í sumar og landsliðssætið er mikil vinna. „Ég myndi segja að ég sé búin að æfa rosalega mikið í vetur. Þetta virðist svo allt hafa smollið í sumar en það er mikil vinna á bak við þetta allt saman.“ Riðillinn sem íslenska liðið er í er ekkert grín. Frakkland, Sviss og Austurríki eru öll mjög góð lið og verður ekki einfalt fyrir okkar stelpur að komast í útsláttarkeppnina. „Þetta er mjög erfiður riðill en mér fannst við sýna það á móti Brasilíu að við getum spilað á móti bestu liðunum þannig að ég hef engar áhyggjur,“ segir Agla María Albertsdóttir. EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Aron bróðir minn sendi á mig að ég væri í hópnum þannig að ég var bara mjög ánægð. Gærdagurinn var góður,“ segir Agla María Albertsdóttir, kantmaður Stjörnunnar, er hún kjamsar á hollri búrrító við borðstofuborðið heima hjá sér í vesturbæ Kópavogs. Við enda götunnar má sjá Kópavogsvöll og Fífuna, heimavöll Breiðabliks og því eðlilegt að fótboltaferilinn hafi byrjað þar hjá þessari gríðarlega efnilegu fótboltastelpu. „Agla hefur komið sem stormsveipur inn í landsliðið,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari er hann kynnti hópinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Hann laug engu. Agla María á aðeins fjóra landsleiki að baki en hún byrjaði þá tvo síðustu og er nú komin í hópinn. Hún er á leið á EM með stelpunum okkar.Beint í byrjunarliðið? „Ég vissi að það væri séns á þessu eftir að ég byrjaði leikinn á móti Brasilíu en maður veit aldrei. Harpa, Hólmfríður og Sandra María og þær allar hafa verið að koma til baka. Ég er bara mjög ánægð með þetta allt saman,“ segir Agla María og bendir móður sinni á að taka út úr ofninum. Fjölskyldan á að sjá um matinn fyrir leikmenn eftir bikarleik Stjörnunnar og Þórs/KA sem fram fór í gær. Nokkur föt af lasagna eru klár til snæðings. Agla María byrjaði á varamannabekknum í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl en var svo í byrjunarliðinu bæði á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu viku. Hún nýtti tækifæri sín vel og miðað við það að Hólmfríður Magnúsdóttir, sem hefur eignað sér vinstri kantstöðuna, er komin í nýtt hlutverk hjá íslenska liðinu er opnun fyrir Öglu í byrjunarliðinu á móti Frakklandi. „Auðvitað leyfir maður sér alltaf að dreyma en ég geri bara það sem Freyr vill að ég geri. Maður veit aldrei hvað gerist í þessu. Það getur allt farið á einu augnabliki. Ég var því ekkert að gera mér of miklar væntingar til að byrja með en ég er mjög ánægð með að vera að fara á EM “ segir hún.Agla María, sem er fædd árið 1999, er yngsti leikmaðurinn í íslenska EM-hópnum.vísir/stefánAllt fór af stað í Stjörnunni Agla María varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í fyrra en hún er vön að vinna titla. Það gerði hún í stórum stíl í yngri flokkum Breiðabliks þar sem hún vann til dæmis Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki með Ingibjörgu Sigurðardóttur sem einnig er á leið á sitt fyrsta stórmót. Saman eiga þær sex landsleiki. Agla spilaði ekki leik fyrir meistaraflokks Breiðabliks og fór því í Val fyrir sumarið 2015. „Þetta var ekki að ganga upp í Breiðabliki á þeim tíma. Ég fann að ég þurfti að fara eitthvert annað og fór því í Val. Það var samt bara tímabundið. Ég var ekki búin að ákveða hvort ég ætlaði að vera áfram þar en síðan ákvað ég að fara í Stjörnuna. Ég er mjög ánægð með að hafa gert það,“ segir Agla María sem spilaði sinn fyrsta Pepsi-deildarleik í ágúst 2015 og skoraði sitt fyrsta mark í sama mánuði, aðeins 16 ára gömul. Nú er hún að hætta að vera efnileg þrátt fyrir ungan aldur og þykir einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar; algjört ofurmenni á vængjum sem getur hlaupið úr sér lungun og skorað mörk. „Eftir að ég fór í Stjörnuna fór allt að ganga miklu betur. Það eru ótrúlega góðir þjálfarar í Stjörnunni, Óli og Elli, sem hafa hjálpað mér að komast á þann stað sem ég er á núna. Það er aðalástæðan fyrir þessari spilamennsku hjá mér,“ segir Agla María.Aldrei alveg undirbúin Stjarnan hefur undanfarin ár átt nóg af landsliðskonum og á því er engin breyting. Það hefur hjálpað Öglu að komast inn í hlutina hjá stelpunum okkar. „Það eru alltaf einhverjar Stjörnustelpur í liðinu sem hafa hjálpað mér að komast inn í þetta. Það hefur gert mikið fyrir mig að hafa þær þarna,“ segir hún en á bak við árangurinn í sumar og landsliðssætið er mikil vinna. „Ég myndi segja að ég sé búin að æfa rosalega mikið í vetur. Þetta virðist svo allt hafa smollið í sumar en það er mikil vinna á bak við þetta allt saman.“ Riðillinn sem íslenska liðið er í er ekkert grín. Frakkland, Sviss og Austurríki eru öll mjög góð lið og verður ekki einfalt fyrir okkar stelpur að komast í útsláttarkeppnina. „Þetta er mjög erfiður riðill en mér fannst við sýna það á móti Brasilíu að við getum spilað á móti bestu liðunum þannig að ég hef engar áhyggjur,“ segir Agla María Albertsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira