Óvinsælasta nefnd Íslands Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Ég fæ ekki oft bakþanka en alltaf þegar ég fæ þá íhuga ég að skrifa um mannanafnanefnd. Þar til nú hefur mér tekist að halda aftur af mér. Annars vegar af því að mér finnst það örlítið eins og að sparka í liggjandi mann og hins vegar af því að ég á eftir að taka námskeiðið Eignarétt I. Það er ekki öfundsvert að vera nefndarmaður í mannanafnanefnd og þurfa að framfylgja þessum ömurlegu lögum. Það er eiginlega alveg sama hvern þú spyrð, flestir eru óánægðir með störf þín. Annar hópurinn telur nefndina afskiptasamt afturhaldsapparat meðan hinir kveinka sér undan því að heimiluð séu nafnskrípi sem saurgi séríslenska nafnahefð. Það veltur á því hvorum megin ég fer fram úr í hvorn hópinn ég skipa mér þann daginn. Í dag tel ég að fyrst við erum nú þegar með mannanafnalög sem daðra við fasisma, ættum við að stíga skrefið til fulls. Til að byrja með ætti mannanafnanefnd að taka sig til og grisja ónefni úr tungunni. Næst þyrfti að ákveða einn réttan rithátt fyrir nöfn. Fjölmargir glíma við það vandamál að mæta í banka eða til sýslumanns og þurfa að kynna sig sem Sylvíu með ypsiloni, Ingva með venjulegu eða Telma ekki með hái. Ekki auðvelda átján Helmur landsins það dæmi. Þá eru allir löngu orðnir dauðþreyttir á því að þurfa að fallbeygja hestur í hvert sinn sem þeir skrifa eitthvað um heilbrigðisráðherra. Á hverju ári myndi nefndin síðan ákveða einn bókstaf sem væri bókstafur ársins. Nöfn allra sem fæðast það árið þyrftu að byrja á þeim staf. Þetta eyðir misskilningi um aldur og auðveldar vinnu starfsfólks ÁTVR. Ég mun síðan að sjálfsögðu fara hinum megin fram úr á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mannanöfn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Ég fæ ekki oft bakþanka en alltaf þegar ég fæ þá íhuga ég að skrifa um mannanafnanefnd. Þar til nú hefur mér tekist að halda aftur af mér. Annars vegar af því að mér finnst það örlítið eins og að sparka í liggjandi mann og hins vegar af því að ég á eftir að taka námskeiðið Eignarétt I. Það er ekki öfundsvert að vera nefndarmaður í mannanafnanefnd og þurfa að framfylgja þessum ömurlegu lögum. Það er eiginlega alveg sama hvern þú spyrð, flestir eru óánægðir með störf þín. Annar hópurinn telur nefndina afskiptasamt afturhaldsapparat meðan hinir kveinka sér undan því að heimiluð séu nafnskrípi sem saurgi séríslenska nafnahefð. Það veltur á því hvorum megin ég fer fram úr í hvorn hópinn ég skipa mér þann daginn. Í dag tel ég að fyrst við erum nú þegar með mannanafnalög sem daðra við fasisma, ættum við að stíga skrefið til fulls. Til að byrja með ætti mannanafnanefnd að taka sig til og grisja ónefni úr tungunni. Næst þyrfti að ákveða einn réttan rithátt fyrir nöfn. Fjölmargir glíma við það vandamál að mæta í banka eða til sýslumanns og þurfa að kynna sig sem Sylvíu með ypsiloni, Ingva með venjulegu eða Telma ekki með hái. Ekki auðvelda átján Helmur landsins það dæmi. Þá eru allir löngu orðnir dauðþreyttir á því að þurfa að fallbeygja hestur í hvert sinn sem þeir skrifa eitthvað um heilbrigðisráðherra. Á hverju ári myndi nefndin síðan ákveða einn bókstaf sem væri bókstafur ársins. Nöfn allra sem fæðast það árið þyrftu að byrja á þeim staf. Þetta eyðir misskilningi um aldur og auðveldar vinnu starfsfólks ÁTVR. Ég mun síðan að sjálfsögðu fara hinum megin fram úr á morgun.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun